Úrval - 01.12.1973, Page 63

Úrval - 01.12.1973, Page 63
HÆTTULEGAR HEILSULINDIR 61 af sálsýkisdeildum árum saman. Og meðal okkar var 23 ára þokkadís, sem þjálfunarleiðtoginn sagði sál- sjúka og hafði verið á taugahæli þangað til í gær. En nú höfðum við skipt okkur þarna í pollinum í tvær deildir um miðnættið. Eitt af öðru hafði tekið sér flotstöðu hvert á móti öðru, studdum gómunum saman og vögg- uðum fram og aftur fram með lín- unni. Foringi okkar, hálfgerður boli að vexti, 47 ára að aldri, Paul Bind- rim að nafni, sem að eigin sögn hafði stofnað til þessarar nektar- þjálfunar, sagði, að æfingarnar ættu að efla stvrkleika og öryggi. Hámarki þessarar þjálfunar átti að ná næsta morgun í annarri heitri laug innan dyra til þess að komast hjá truflunum forvitinna, utanað- komandi augna og eyrna. Undir umsjá Bindrims kreistu fimm af nektar-þátttakendum fyrsta sjálfboðaliðann, geðveiku stúlkuna, læri, leggi, og arma. Því næst þrýsti Bindrim höfuð hennar og brjóst með einhverju spjaldi, þangað til hún æpti og skrækti. Eftir að hún var laus úr þessari prísund öskra og umbrota, sem tók víst tíu mínútur eða meira skjögr- aði hún út í laugina, voteyg og vesældarleg, meðan næsti sjálfboða liði, auglýsingateiknarinn tók við, klipinn og troðinn, emjandi og skrækjandi. Meðan æfingar þessar héldu áfram, gaf Bindrim mér þá skýr- ingu, að þetta væru ýmiss konar æfingar ,,öskurtækninnar“, þar sem þátttakendur lifðu raunvsrulega aftur og rifjuðu upp hálf- eða al- gleymd atvik frá bernsku og losn- uðu þannig við kenndir og duldir, sem kæmu í veg fyrir hamingju og vellíðan. En að horfa á fullorðið fólk hverfa til frumbernsku er hrylli- legt. Samt yfirgaf ég þennan „bað- stað“ eins kurteislega og ég kunni, klæddi mig og slapp út „undir blæ himins blíðan" í sólskini Kalifor- níu. AURAGRÍSINN Meðal annarra þessara „íþrótta- manna" hafði ég undirskrifað af- sal gegn hugsanlegum skaðabóta- kröfum. Þar mátti lesa: Þátttak- endur athugi, að hér er nokkurs konar tilraunastofa að starfi og eiga því nokkuð á hættu“. Fundur okkar var tilraun til að bæta í auragrís í mannslíki. Hvert okkar borgaði 6800 krónur fyrir forréttindin. Virðulegar sex milljónir Amerík- ana hafa tekið þátt í þessum aura- grísatilraunum, síðan endurhæfing- arhreyfingin hófst í Bandaríkjun- um fyrir tveim áratugum. Fólk hef- ur lagt bæði líkama og sál að veði í þessum þrautum. Það eru 5 til 6 hundruð þúsund þátttakenda ár- lega, sem innrita sig allt frá nokk- urra stunda tilraunum til helgar- æfinga í þessum „maraþon" íþrótt- um, sum þjálfunarkerfin taka heila viku. Sumir þjálfunarhópar ganga und ir heitinu T-flokkar, sem er stytt- ing á „training“, sem merkir and- leg þjálfun í þessu kerfi. Önnur kerfi bera styttnefni, sem benda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.