Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 98
96 ÚRVAL
Fyrir tveim áratugum stóð hæfileikamikil kona í New York-
borg, Helene llanff að nafni, í óvenjulegum bréfaskriftum við
bókaverzlun eina ágæta í London. Bók hennar, ,M, Charing
Cross Road“, er heillandi frásögn um bréfaskipti þessi.
„Greifynjan í Bloomsbury-stræti“ segir frá frekari ævintýrum
þessarar merkilegu konu, sem loks gafst tækifæri til að heim-
sækja London — og njóta töfra hinnar þráðu draumaborgar
sinnar.
Eftir HELENE HANFF
BOKIN
Hertogaynjan
í Bloomsbury,
to stræti éd
Ykkur að segja, ])á er tilveran
dásamleg. Fyrir fáum árum tókst
mér ekki að ná neinum árangri
við ritstörf og þótti sem tækifæri
mín væru runnin út í sandinn.
Hvernig átti mig að gruna, að gæf-
an biði mín hinum megin við horn-
ið, þegar ég væri komin yfir miðj-
an aldur? Bókin „84, Charing Cross
Road“ varð raunar engin metsölu-
bók, hún gerði mig hvorki ríka né
fræga. En hún varð þess valdandi,
að mér bárust hundruð bréfa og
símaviðtöl. Hún veitti mér yfir-
gripsmikla útsýn yfir Iífið. Hún
endurvakti sjálfstraust mitt og
sjálfsvirðingu, sem farið var for-
görðum. Hún varð þess valdandi,
að ég lagði í Englandsför. Hún ger-
breytti lífi mínu.