Úrval - 01.12.1973, Side 119
TVEIR HEIMAR -
verkstæðið hans pabba til að gera
fyrirspurn.
Washingtonstjórnin gat ekki skil-
ið, hvernig maður með svo mörg
börn gat lifað á svo litlum tekjum.
Pabbi hafði samt ekki komið
neinu undan tekjuskatti. Hann og
tekjurnar höfðu farizt á mis og
forðazt hvort annað.
Ég sá, hvernig veslings pabbi ná-
fölnaði.
Ég var í menntaskólanum þá og
skildi þess vegna, að faðir minn
hafði aldrei losnað við óttann gagn-
vart yfirvöldum.
Hann mundi eftir þeim í mynd
kósakka, keisaralegra liðsforingja
og annarra pótintáta. Skjöl og
rannsóknir voru í hans huga hræði
leg vandamál. Þessi maður í dökk-
bláu jakkafötunum hlaut því að
vera eitthvað hræðilegt. Hann titr-
aði. En sem betur fór. Allt var
breytt.
Auðvitað hefur allt breytzt. í
gamla landinu hafði pabbi enga
leið aðra en að svara spurningum.
í Bandaríkjunum gat hann neitað.
Þegar maðurinn sá geðshræringu
aumingja pabba, sneri hann sér að
mér og spurði:
„Talar faðir yðar ensku?“
Ég sagði blátt áfram, að betra
væri, að ég yrði túlkur.
Pabbi kunni auðvitað nóg í ensku
til að halda uppi samræðum. En
við þennan mann mundi hann ekki
geta talað.
Það var enginn snertipunktur í
lífsskoðun, svo að unnt yrði að út-
skýra skoðanir pabba fyrir þessum
manni. Hans vegir yrðu aldrei
þeirra vegir.
TVENNIR TÍMAR 117
Ætli það yrði ekki svipað, ef þeir
ættu að læra jiddísku, okkar Gyð-
ingamál, yfirmennirnir. (En hvern-
ig getur annars nokkur búið í þessu
landi lengi án þess að læra jidd-
ísku?)
Stjórnarfulltrúinn opnaði töskuna
sína, um leið og hann sagði:
„Hve mikið vinnur faðir þinn sér
inn á viku?“
Það sagði pabbi aldrei mömmu,
hvað þá öðrum. Skyldi hann þá
leysa frá skjóðunna við þennan gest
sinn? Og hvers vegna þarf gestur-
inn að vita, hvað þessi armi „Júði“
gerir?
„Hvaða starfsemi stundaði hann?“
Hana nú!
Ég þýddi þetta á jiddísku, og ég
fékk svar á sömu tungumáli og
þýddi það á ensku fyrir stjórnar-
fulltrúann. „Faðir minn segist óska,
að verstu óvinir hans þyrftu að
vinna fyrir þeim tekjum, sem hann
hefur.“
Rannsakandinn reyndi aftur.
„Spurðu föður þinn, hve háa húsa-
leigu hann borgi.“
Aftur þýddi ég, og svarið var:
„Faðir minn segir húseigandann
eiga að hafa eins mörg kýli á hálsi
og húsaleigan er mörgum dölum
meiri en hún ætti að vera.“
Nú gat ég séð svitann hnappast
fram sem dögg á enni fulltrúans.
Hann gekk fram fyrir og skrif-
aði hjá sér húsnúmerið, augsýni-
lega til að ganga úr skugga um, að
hann hefði ekki farið húsavillt.
„Eina spurningu ennþá, drengur.
Spurðu, hver hafi átt þetta fyrir-
tæki næst á undan föður þínum.“
„Segðu honum, að það hafi verið