Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 105
GREIFYNJAN í BLOOMSBURYGÖTU
103
ÚR HITA). Við Pat Buckley ókum
niður til Windsor og Eton. Á leið-
inni er „Heimili fyrir þreytta
hesta“. Eigendur kláranna heim-
sækja þá á sunnudögum og færa
þeim rjómabollur.
Við snæddum nestið okkar í al-
menningsgarðinum Windsor Great
Park. Pat hafði með sér í tösku
þrjár tegundir af brauðsamlokum,
tebrúsa og smákökur. Á eftir bauð
hann upp á sælgæti með pipar-
myntubragði.
Brú tengir saman Windsor og
Eton. Pat var með Eton-hálsbind-
ið sitt, og þegar við komum að há-
skólanum, sagði einn af starfsmönn
unum: ,Þér eruð gamall Eton-pilt-
ur, herra!“ og vísaði okkur til her-
bergja, sem ekki voru opin ferða-
mönnum.
Pat fór með mig til upprunalegu
skólastofunnar, sem er 500 ára
gömul, og bauð mér að setjast við
eitt borðið. En þau eru úr þungri
eik, dökk og öll útkrotuð fanga-
mörkum skólapiltanna. Þeir hafa
ekki verið að spara vasahnífana.
Fimm hundruð ára gömul fanga-
mörk skólapilta er vissulega hlut-
ur, sem vert er að líta augum.
Við lögðum leið okkar til kap-
ellunnar, sem sérstaklega er ætluð
eldri piltunum.
Á ganginum fyrir utan skóla-
stofurnar eru háir eikarveggirnir
útskornir nöfnum á sama hátt og
borðin upphafsstöfum. Pat fræddi
mig á, að fyrr á tímum, þegar pilt-
ur útskrifaðist, greiddi hann nokkra
skyldinga fyrir að fá nafn sitt skor
ið út á vegginn. Við sáum þarna
nöfn Pitts og Shellevs. Og Pat
sýndi mér, hvar hans nafn stóð.
Það er hægt að eyða vikum í að
leita að nöfnum á veggjunum.
o—o
Á leiðinni til Englands hafði ég
kynnt mér vel kortið yfir London,
merkt við helztu staðina eins og
St. Paul-kirkjuna, Westminster Ab
bey og The Tower of London, —
og rissað niður gönguleiðir. En ég
hafði ennfremur áætlað mér tíma
til annarra skoðana, eins og íveru-
staði námsmanna á fyrsta ári í Ox-