Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 129
TVEIR HEIMAR -
gía, dóttir Conrads, sonar okkar, og
Isabellu.
Þegar ég heyrði hana gráta í
fyrsta sinn, minntist ég okkar fyrsta
barns, fyrstu nótt þess. Hann grét
alla nóttina og við vissum ekki okk-
ar rjúkandi ráð.
Esther las eina blaðsíðu af ann-
arri í bók eftir dr. Spock til að
finna orsakir barnsgráts. Mamma
hennar Esther stóð í dyrunum. Við
vildum ekki, að hún kæmi inn. Hún
gæti borið með sér sýkla.
Hún hélt sér í hæfilegri fjarlægð
en kallaði til okkar ágætis ráðlegg-
ingar, sem eru enn í fullu gildi:
„Leggið bókina frá ykkur og takið
barnið upp.“
Það er einmitt það, sem ég ætla
að gera, þegar ég hef lokið við að
gefa Georgíu þessa örstuttu áminn-
ingu:
„Barnið mitt, við gefum þér gull
til að nota í framtíðinni.
TVENNIR TÍMAR 127
Ástúðleg umhyggja verður aldrei
alger. Það verður að endurnýja
fólk, ekki síður en hluti, endur-
lífga, umbæta, endurleysa, endur-
leysa og endurleysa.
Engum má varpa frá sér. Mundu,
ef þú þarft hjálparhönd, þá er hún
á þínum eigin armi.
Þegar þú eldist, kemstu meira að
segja að raun um, að þú hefur tvær
hendur. Eina til að hjálpa sjálfri
þér með, og aðra öðrum til aðstoð-
ar. Meðan ég var að alast upp, tók
ég eins oft í hendur og ég rétti
þær fram. Það geri ég enn.
Þínir gæfudagar eru allir fram-
undan. Óskandi, að þú eignist sem
flesta.
Á okkar aldri er ómögulegt að
segja, hvort við verðum við brúð-
kaup þitt.
En við verðum þar áreiðanlega,
ef þú manst eftir okkur. — Mazel
tov — til hamingju.
☆