Úrval - 01.12.1973, Page 115

Úrval - 01.12.1973, Page 115
TVEIR HEIMAR - ar þínir rætist, skaltu bara ekki sofa.“ Jæja, hvað um það. Draumar mínir rættust. Ég tók sérhverri áskorun, hlaut verðlaun og hrós, og uppskar allt, sem einum manni get- ur hlotnazt af efasemdum, mistök- um og auðmýkingum, af öllum stærðum og gerðum. Og svona gekk það. Ég lagði af stað í þessa átt en „lenti“ í allt aðra átt. Og sú ferð tók hálfa æv- ina. Síðan ég byggði draumahöll mína undir regnboganum, hafði hún ver- ið flutt og sett á allt annan stað, sem betur átti við. Timarnir höfðu breytzt. Aldrei vissi ég með vissu, hvort ég kom of seint í gamla heiminn eða of seint í þann nýja. Ég hékk og sveiflaðist milli tveggja skauta. Hár mitt er orðið hélugrátt, að nokkru leyti af elli en að nokkru leyti af ryki þeirra stofnana, sem hrundu yfir höfuð mér. Hugsið ykkur til dæmis peningastofnanir. LÁTA ENDANA NÁ SAMAN í stað þess að skilja mér eftir peninga, sem engir voru til, gáfu foreldrar mínir mér í arf mikla auralöngun. Sparsemi var ekki einungis góð venja, hún tryggði góða afkomu. Hófsamur piltur verður hamingju- samur maður. Amerísk aðferð við klifrið upp stiga hamingjunnar. Ef byrjað er að safna sérstakri mynt, til dæmis. Þá sagði mamma: „Meðan þú átt ekki krónu, er aurinn peningur.“ í skólanum lærðum við ágætan TVENNIR TÍMAR 113 reikning, en heima lærði ég þó allt annan reikning, hjá mömmu. I skólanum var einn plús einn sama sem tveir. Hjá mömmu var einn plús einn líka tveir, en þá skipti öllu, hvað í tölunni fólst. Tveir af Hverju, það var aðalatrið- ið. Aðferð mömmu stefndi að því að vinna bót á allsleysi okkar með viturlegri eyðslu. Þetta varð í framkvæmd eitthvað á þessa leið: „Eitt par af skautum“ er sama og „12 tímar í fiðluleik". Burt með skautana, kaupum fiðlukennsluna. Eitt símtal er sama sem strætis- vagnamiði á bókasafnið. Fjórir bíómiðar eru ein skyrta. Eitt reiðhjól eru 10 pör af gler- augum. Fimm skammtar af rjómaís eru tvö pör af sokkum. Á þessu var byggð áætlun um kaup, sem miðaði við nauðsyn, þar sem allt varð að víkja, sem ekki var nauðsynlegt. Samanburður og hugsun var alltaf aðalatriðið. Eitt varð að ganga fyrir öðru. Heimur- inn mundi prófa börn hennar, en ekki bækur hennar. Hún sjálf og hennar óskir komu seinast. Stundum gat ég orðið sár yfir öllu, sem átti að spara. En allt venst. Ef sex ára barn mátti ekki sulla í pollum og vaða í óþverra, hver mundi þá vilja verða sex ára? „Hvenær verð ég sex ára, pabbi?" „Þegar þú hættir að vaða í drull- unni,“ sagði hann. Það var annars oft „þagnarsam- særi“ milli pabba og okkar krakk- anna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.