Úrval - 01.12.1973, Page 71
„Mér var móður þinnar
mótgjörn harmi fylld.
Elsku missta ég minnar
mest fyrir þína skyld.
Son minn tók hún sjálf af mér.
Fæ ég eigi í faðmi spennt
fyrr en náir hún þér.
Gakktu um geymslur tvennar.
Granda mun þér fátt.
Far nú heim til hennar
og hraða þig sem þú mátt.“
Féllu af honum fjötra bönd.
Heilan gjörði enn sjúka svein
sællar Máríu hönd.
Ferðast fleina meiðir.
Fögnuður gekk í hönd.
Heftast hvergi leiðir,
hvorki um sjó né lönd.
Frú Máría ferðum ræður.
Garpurinn kemur í Grecian heim
á garðinn sinnar mæður.
Svanninn sveininn unga
sér og þekkir hann.
Frelsast fljóð af þunga
og fram til kirkju rann.
Huggun upp í hjartað sté.
Jesúm ber með yndis grát
aftur í Máríu kné.
Hver má skepnan skýra
eða skilning koma þar á,
hversu drósin dýra
drottning heiðrar þá,
er fyrir brúðar bræði grein
lítillætið lofaði sjálft
að leysa þennan svein?
MÁRÍUKVÆÐI
69
Lífsins lestir óðir
leika um hjarta rót,
gjörum vér, göfugst móðir,
guði og þér á mót.
Engi veit svo syndugan sig,
...... blessuð brúður,
að biðja hjálpar þig.
Öllum oss þá deyjum,
jungfrú, vertu nær,
valin af veraldar meyjum
að verða móðir skær
lausnara þess, er líf gaf oss
fyrir það hold, er fæddir þú,
og festur var upp á kross.
Fyrir þá miskunn mjúka,
er meyjar brjóstið sté,
græð þú sálu sjúka,
þótt syndir kunni að ske.
Leið þú oss í líknar nafn.
Maris stella, móðir guðs,
maklega ber það nafn.
(Maris stella þýðir sjávarstjarna).
Þú ert ein listug lilja,
er lifir í drottins höll.
Þínu valdi og vilja
veröldin lýtur öll.
Skepnan kennir skylda sig
heiðarlega, sem hjartað kann,
að heiðra og dýrka þig.
Þú mátt huggun heita,
hjálp og miskunn kærst
allra sjúkra sveita,
sjálfum drottni næst,
þar sem öndin örvænt nær
þar til grætur þér fyrir knjám,
að þína ásjá fær.
Hvað má, sætleg sæla,
syndug tunga mín
mynda neitt eða mæla
um mildiverkin þín,
þar sem englar, jörð og menn
fá þitt alörei fullgjört lof,
þótt fari til allir senn.
(Höfundur ókunnur, e. t. v. frá 15. öld).