Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 55
ER UNNT AÐ HAFA HEMIL . . . ?
53
að helga auðlindum sínum og nota-
gildi þeirra alla krafta aðeins til
að njóta hins minnsta, sem notið
verður til að halda lífi í fjöldan-
um.
Fyrsta áratug Framfarasambands
ins í Suður-Ameríku jókst fram-
leiðslan að meðaltali um 5,5 af
hundraði, sem hafði í för með sér,
að hálfur hagvöxturinn var uppet-
inn af fólksfjölgun og kom því
hvergi að notum samkvæmt áætl-
un.
„Já, en.“
Nú er varið meira fjármagni en
nokkru sinni fyrr og jafnframt
meira erfiði til fjölskylduáætlana.
Samt er árangurinn ósköp smár að
flestra áliti. Bernard Berelson for-
seti fjölskylduáætlana segir um
þessa viðleitni: ,,Já, en . . . hæga-
gangur.
Jú, það er í áttina, en . . .
Hvað þýðir þetta já? Hverjar eru
líkurnar? Árið 1960 höfðu aðeins
þrjú lönd komið á lögum gegn of-
fjölgun, aðeins eitt ríki bauð að-
stoð, en engin alþjóðleg stofnun
hafði fjölskylduáætlanir til með-
ferðar.
Nú eru 36 þjóðir komnar af stað
með lagafrumvörp og áætlanir í
þessum málum. Önnur fimmtíu
lönd hafa efnt til starfs og fræðslu
um fjölskyldustærð. Og margar
þjóðir hafa vaknað til vitundar um
nauðsyn á takmörkun fæðinga. Um
þetta er Mexikó mjög gott dæmi.
Luis E. Alvarez hafði mælt með
stöðugri mannfjölgun landsins í
kosningaræðum sínum árið 1970.
En á ferðum sínum um landið
eftir að hann hafði náð kosningu,
varð þessi nýi forseti djúpt snort-
inn af böli atvinnuleysis og ör-
birgðar um allt landið. Og nú var
skorin upp herör gegn fólksfjölg-
un hjá ráðamönnum Mexikó.
Svipað hefur gerzt sums staðar
í Asíu. í Suður-Kóreu fækkaði fæð
ingum frá 45 á þúsund íbúa 1958
niður í 30 árið 1970. Filippseyjar,
Taiwan, Hong Kong og Singapor
hafa náð svipuðum árangri.
Kínverska alþýðulýðveldið hefur
tiltölulega gert mest allra ríkja á
þessu sviði.
Nokkur hinna auðugri landa, þar
á meðal Bandaríkin, hafa náð eða
nálgast fæðingatölu, sem mun bráð
lega stöðva fjölgun í landinu, ef
framhald næst á sama hátt.
Sum þessara landa veita öðrum
þjóðum stuðning við áætlanir og
framkvæmdir gegn offjölgun. Fjár-
framlög til þessara mála uxu úr
tæpum 180 milljón króna 1965 í
rúmar 1000 milljónir á þessu ári
(1973).
Sameinuðu þjóðirnar, sem vöruð-
ust árum saman að minnast á slík
mál, ræða nú offjölgun og ráð gegn
henni af einlægni og áhuga á sín-
um fundum.
Sjóður Sameinuðu þjóðanna til
varnar offjölgun — stofnaður 1967
— eykst nú hraðar en nokkur önn-
ur starfsemi þessara alþjóðasam-
taka. Sú fjárhagsáætlun, sem nem-
ur rúmum 4000 milljónum króna
styður 600 áætlanir í 80 þróunar-
löndum, þar á meðal til eftirlita,
áform til fræðslu og tæknilegra að
gerða og námskeiða fyrir almenn-
ing víða um heim.
Næsta ár á að bera nafnið „Mann