Úrval - 01.12.1973, Síða 99
GREIFYNJAN í BLOOMSBURYGÖTU
97
í&vÍcvBíBK östudaginn 18. ji'mí
*
* 1971.
íK Vekjaraklukkan lét í
sér heyra klukkan átta.
j). Ég brá mér fram úr
*' rúminu og dró glugga-
tjöldin frá, — og svo lengi sem ég
lifi mun ég aldrei gleyma þessari
stundu. Hins vegar við götuna blasti
við mér snoturleg röð af litlum
múrsteinshúsum með hvítum tröpp
um á framhliðinni. Þetta eru dæmi-
gerð átjándu- og nítjándualdar
hús, en við að sjá þau vissi ég, að
ég var stödd í London. Mér létti í
skapi og fékk mikla löngun til að
koma mér út á strætið.
Hótelið mitt, Kenilworth-hótelið,
er á horninu á Great Russel-stræti
og Bloomsbury-stræti. Great Russ-
el er verzlunargata, en húsin, sem
ég sá úr glugganum mínum, til-
heyra Bloomsbury.
Að árbítnum snæddum vatt ég
mér út og gekk hægt eftir stræt-
inu. Ég kom að götuhorni og að
litlum skuggasælum almennings-
garði, sem nefndist Bedford Square.
Á allar hliðar við hann voru raðir
af snoturlegum, litlum múrsteins-
húsum. É'g settist á einn garðbekk-
inn og horfði betur á þessi hús.
Um mig fóru undarlegar tilfinn-
ingar. Aldrei fyrr hafði ég verið
eins hamingjusöm.
Ár eftir ár hafði ég ráðgert píla-
grímsför til London, en ávallt eitt-
hvað hindrað ferðina á síðustu
stundu, venjulega slæmur fjárhag-
ur. En í þetta skipti var öðru máli
að gegna. Frá byrjun var sem gæfu
dísin héldi hlífiskildi yfir ferða-
laginu.
Nokkrum mánuðum eftir að „84,
Charing Cross Road“ kom út í New
York skrifaði mér André Deutsch,
útgefandi í London, og tjáði mér,
að bókin myndi verða gefin út í
London í júní 1971, og að honum
væri þökk á, að ég kæmi til borg-
arinnar til aðstoðar við útbreiðslu-
starfsemina. Þar sem hann skuld-
aði mér dálitla „fyrirframgreiðslu",
bað ég hann í svarbréfi að geyma
peningana fyrir mig. Ég taldi, að
fyrir þetta fé gæti ég haldið mér
uppi í London í þrjár vikur, væri
ég sparneytin. í marzmánuði bætt-
ist hér við, að tímaritið „Reader's
Digest" keypti af mér grein, sem ég
hafði ritað um öll þau mörgu bréf,
sem mér höfðu borizt. Sú greiðsla
nægði fyrir farmiðunum og ein-
hverju af nýjum fötum, og ég var
tilbúin.
Þegar ég kom til Kenilworth-
hótelsins, beið mín orðsending frá
Carmen, aðstoðarstúlku André
Deutsch útgefanda. Þar var mér
sagt, að ætlazt væri til, að við mig
yrði haft viðtal þennan dag á skrif
stofu þeirra.
Þess vegna hafði ég ekki langa
viðdvöl í almenningsgarðinum,
heldur sneri aftur til hótelsins og
hafði fataskipti. Ég valdi klæðnað,
sem ég taldi að Bretum félli ekki
illa í geð: jakka og síðbuxur í sjó-
liðastíl. Að svo búnu fór ég niður
í anddyri og fékk mér sæti í ein-
um stólnum nálægt útidyrunum og
beið þar, unz ég var sótt og farið
með mig til Deutsch útgefanda, sem
var í Great Russel-stræti, þrjár
húslengdir í burtu.
Ig hitti Carmen, sem var hin