Úrval - 01.12.1973, Side 50
48
ÚRVAL
matinn í einu 1 stað þess að setja
og biðja stöðugt um meira og fleira.
6. Hreyfing er holl til bóta.
Það eru tvær aðferðir, sem ráða
úrslitum við grenningu: Minni fæða
— meiri hreyfing. Og bezt er að
sameina þetta tvennt. Og samt er
engin þörf fyrir einhverjar íþrótta-
iðkanir. Dagleg störf og umsvif
gefa þar gullin tækifæri, fleiri en
flesta grunar til líkamlegrar
áreynslu og hreyfingar.
Sparið ekki sporin. Stigagangur
eyðir tíu hitaeiningum á mínútu,
nærri þrisvar sinnum meira en
ganga á sléttu. Kallaðu ekki til
barnanna, farðu heldur upp í her-
bergið þeirra. Akið ekki bílnum að
búðardyrunum. Notið tækifærið til
að ganga síðasta spölinn. Farðu
ekki á síðustu biðstöð með strætis-
vagninum. Notið ekki símann um
of, farið heldur í heimsókn. Einka-
bílar eru orsök offitu og skamm-
lífis hjá mörgum.
7. Veitið verðlaun fyrir grenningu.
Venja helgast af skjótum árangri.
Fullorðnu fólki er erfitt um breyt-
ingar á fæðutekju. Allt slíkt verk-
ar eins og refsing. Því verður ár-
angur sem fyrst til mestrar ánægju.
Leggið þúsund krónur í bankann
fyrir hvert kíló, sem tekst að fjar-
lægja eða annarrar ánægju en
veizluhalda, þegar marki er náð.
Gaman er að hafa poka á bað-
herberginu með sandi, sem jafn-
gildir þeim pundum, sem hverfa.
Það vekur kátínu og hlátur, þegar
pokinn er orðinn kannski 20 pund.
En þpátt fyrir allt þetta geta
samt komið örvæntingarstundir,
þegar allt virðist unnið fyrir gýg.
Gott er að keppa við einhvern vin
eða vinkonu, hringja daglega og fá
samanburð, holl ráð og hvatningu.
Ekki að hugsa um óþægindin:
„Aumingja ég, sem sífellt verð að
svelta mig og neita mér um helztu
ánægjuna.“ Betra er að hæla sér
af hungurkennd og matarílöngun.
Það eflir sjálfstjórn.
Sumt af þessu er auðvitað öllum
kunnugt og virðist hégómi.
En munið samt að nýjar lífs-
venjur skapast aðeins fyrir ábyrgð-
arkennd r,g áreynslu.
Hið smáa getur reynzt stórt í
framkværnd og árangri. Fet fyrir
fet, þótt íetin nái skammt. Ég feg-
inn verð ef áfram miðar samt, á
víða við.
Og laun sigranna eru enn fleiri
sigrar.
☆
Stúlkan hafði undarleg útbrot.
Læknirinn: „Hafið þér fengið svona útbrot áður?“
Stúlkan: „Já, það hef ég.“
Læknirinn: „Einmitt það. Þá get ég sagt yður, að þér hafið
fengið þau aftur.“ (Læknablaðið).