Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 88
86
Hann efaðist aldrei um, að hann
mundi hafa unnið kosningu, ef
hann hefði viljað leggja á sig ann-
að kjörtímabil.
En árið 1967 komst hann að dá-
litlu leyndarmáli um líkur fyrir fá-
um árum til viðbótar. Hann studd-
ist þar við aldur forfeðra sinna og
taldi sjálfan sig hljóta sömu örlög.
„Karlmenn í minni fjölskyldu ná
aldrei háum aldri,“ sagði hann við
mig í heimsókn til setursins sumar-
ið 1971. Pabbi minn dó 62 ára, og
ég ímynda mér, að hjartagalli minn
veiti aldrei meira en fjögur ár í
viðbót. Ameríkumenn hafa nú þeg-
ar átt nógu marga forseta sem hafa
dáið í starfi. Spá Johnsons var, að
hann mundi deyja 64 ára. Og svo
varð, sem hann spáði.
í SÓLSKINI í TEXAS
Hann kom aftur til hálendisins í
Texas svo örþreyttur og uppgef-
inn eftir forsetastarfið, að það tók
hann heilt ár að losna við þreyt-
una.
Hann gaf út tilkynningu frá að-
setri sínu um, að hann væri algjör-
lega utan við takmörk allra frétta-
snata.
„Ég hef lokið minni þjónustu á
þeirra vegum,“ sagði hann, „og
gefið þá upp á bátinn. Minn nýi
stíll er varnarfréttasnið, sem hér-
aðslögmaður verst ég öllum ágangi.
Verð sjálfsagt talinn sekur, nema
ég geti sannað annað. Til fjandans
með alla fréttasnápa.“
Eini árangur þessarar sjálfsrétt-
lætingarbeiskju var sá, að maður-
inn, sem hafði verið voldugastur
og helzta fréttaefni heims, var bók-
ÚRVAL
staflega grafinn í gröf einangrunar
og fákynnis. Hann sást aðeins stöku
sinnum á „rugby“-leikjum Texas-
háskóla eða við útför gamalla vina.
Rökrétt aíleiðing þessa hugsunar-
háttar var sú, að Johnson var sveip-
aður þögn og rökkri í göngum
sveitaseturs síns og yggldi sig það-
an til óvinveittrar og andúðarfullr-
ar veraldar gegnum hlið með her-
verði.
En skaplyndi Johnsons var marg-
slungið. Ljúflyndur og vingjarnleg-
ur eins og hann var oftast dögum
saman, gat hann skyndilega orðið
öskuvondur, aðeins til að veita
eirðarleysi sínu og beiskju útrás
einhvern veginn. Hann hafði alla
tíð verið óútreiknanlegur persónu-
leiki.
Fyrsta ár hans í hvíldinni var
fullt af áformum. Hann og Lady
Bird höfðu eftirlit með hverju
smáatriði í Lyndons-bókasafninu í
Texas-háskóla og allri þess gerð og
framkvæmdum. En þetta voru
byggingar á háskólalóðinni, sem
hýstu 31 milljón skjala, sem safn-
að hafði verið á 38 árum í Wash-
ington.
Og af mestu gætni hóf hann að
birta skýringar um forsetatímabil
sitt. Yfirlit um forsetastörf 1962—
1969. Særður og vonsvikinn vegna
gagnrýni andstæðinga á betta rit,
fann Johnson huggun í að láta
vinna til ræktunar 3500 ekrur, þar
sem Pedernal-fljótið flæðir fram,
undir geislandi sól Texas. Þarna
eignaðist hann glæsilegan búgarð
með feitum hjörðum í skugea og
forsælu blómlegra eikiskóga.
Hann vissi sig eiga eina fegurstu