Úrval - 01.12.1973, Side 89
SIÐUSTU DAGAR LYNDON JOHNSONS
87
landareign í öllu Texas og jós af
orku sinni eins og vinnandi stór-
bóndi líkastur eirðarlausu barni,
sem hamast með uppáhaldsleik-
fang sitt.
Hann útbjó vatnsveitukerfi og
vann við það sjálfur klæddur papp-
írsfötum í pípulögnum, innréttaði
geysistórt hænsnahús, plantaði víð-
lendar tilraunaekrur og kom sér
upp hjörðum eftir ströngustu regl-
um um kvnbætur. Ekkert á setr-
inu fór fram hjá athygli hans. Og
hann gat öskrað af æsingi, ef eitt-
hvað minnti hann um of eða óþægi-
lega á forsetatíð hans.
Johnson naut þess að sýna gest-
um sínum skemmtigarð sinn, sem
var við brautina heim að sveita-
setrinu og fara með þeim í ökuferð
til hæðanna í sveitinni. Stundum
kom hann þá við í grafreit fjöl-
skyldunnar um hundrað metra frá
íbúðarhúsinu öllum á óvart og
sagði hátíðlega: „Hér er mamma
jörðuð, og hér var pabbi minn lagð
ur. Og hérna er bað, sem ég á lika
að hvíla.“
REGLURJOHNSONS
Gamlir vinir, sem boðið var til
borðs, áttu að koma klukkan 8 að
borði. En oft kom Johnson ekki
siálfur, fyrr en klukkan 10 eða 11.
Þá var hann svo sæll og þreyttur
á forugum stígvélum og dembdi
yfir gestina frásögnum af nýfædd-
um kálfum, góðri eggjaframleiðslu
o. s. frv.
„Eg vil ræða horfur demókrata í
stiórnmálabaráttunni," útskýrði
einn gestanna. „Hann ræðir ekki
annað en verð á eggjum.
Samt var hann ennþá „forset-
inn“ á ýmsan hátt Meðal þeirra,
sem næstir voru honum af þjón-
un á þessu hvíldarsetri, voru þrír
úr leyniþjónustunni: Kínverskur
kjallarameistari Wong að nafni,
kominn til Texas beina leið úr
Hvíta húsinu, tveir ritarar, fimm
fyrrverandi Hvíta hússþjónar, unnu
við bókasafnið, en voru kvaddir til
annarra starfa, ef þörf bótti, og
auk þess var tylft manna svona til
vara.
Eina símahringingu þurfti til að
fá þyrlu, sem flut.ti Johnson 67 míl-
ur frá setri hans til Aust.in. En þar
hafði verið útbúinn lendingarpall-
ur á þaki bókasafnsins.
Einhver gestanna lét í ljós undr-
un sína yfir því, að Johnson skyldi
hafa þyrlu til umráða. Hann fékk
þetta svar: Hann vandist þessu
þegar hann var í Öldungaráðinu.
Johnson tók nú aftur að stunda
golfíþrótt. Og dag nokkurn. þegar
hann var að leik með nokkrum
vina sinna hafði hann auðsjáanlega
rangt við, og ein af konum þeim,
er á horfðu hvíslaði: ..Má maður
svona?" Einn af einkariturunum
varð fyrir svörum og sagði: ..Já.
samkvæmt reglum Lvndons B.
Johnsons."
Tuttugasta og annan desember
átti hann að taka þátt í samkvæmi
í San Antonio, það var afmælis-
dagur Lady Bird.
Gestalistinn var takmarkaður við
aðeins nánustu vini, þar á meðal
fyrrverandi póstmeistara í Texas,
Dan Quill að nafni, en hann hafði
verið sendur á brúðkaupsdegi
þeirra hjóna til að kaupa hripg