Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 58
56
ÚRVAL
konar aðferðum má beita allt frá
breyttum samfaraháttum til lifn-
aðarhátta samfélagsins.
Sú tækni, sem gefur mestar von-
ir um skjótan árangur, er að sann-
færa fólk um hina miklu nauðsyn,
sem takmörkun barneigna er orðin,
fá það til að reyna að finna gleði-
legan árangur. Þessar aðferðir eru
framkvæmdar af IPPF með því að
senda fólk, sem gengur bókstaflega
hús úr húsi og tekur persónulega
tali þá, sem heima eru, um fjöl-
skyldutakmarkanir.
f nokkrum löndum hafa slíkar
ráðleggingar verið teknar upp í
fjölmiðlum, auglýsingum, kvik-
myndum og myndabókum og dreift
um danshús og hótel. í Afríku hafa
kostir fjölskylduáætlana verið ofn-
ar inn í söngva og listir.
f þróunarlöndum eru deildir við
sjúkrahúsin víða, sem veita fræðslu,
hjálp og aðstoð, einkum konum
eftir barnsfæðingu. Þessar heilsu-
gæzlustöðvar eru sérstaklega áhrifa
miklar, af því að konurnar eru ein-
mitt með allt slíkt í huga og hönd-
um, ef svo mætti segja.
Nú er unnið að því af miklum
krafti að tengja slíkar upplýsingar
starfsemi á mæðrastofnunum og
barnaheimilum ekki sízt í sveita-
héruðum og landbúnaðarlöndum.
Ýmsar tilraunir hafa verið gerð-
ar til að útbreiða þekkingu á getn-
aðarvörnum og takmörkun fæðinga.
í Chile er sérstakur þjóðlegur
lögregluflokkur, sem dreifir getn-
aðarvörnum á heilsugæzlustöðvar.
í Medellín í Kólombíu er pillan
seld í vörumiðstöðvum. f Kína fara
fjórar milljónir hjálparsveita um
sveitahéruð með pillur og getnað-
arvarnir og framkvæma jafnvel
ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðing-
ar.
Kostnaður við slíkar framkvæmd-
ir til takmörkunar mannfjölgun á
jörðinni hefur tvöfaldazt síðan
1970 og á eftir að vaxa mjög. Þess-
ir fjármunir eru ekki fyrst. og
fremst eyðslufé til þróunarverk-
efna, heldur þýðingarmikill hluti
af þjóðarframlagi, sem getur orð-
ið hin bezta fjárfesting til hags-
bóta. Þeir peningar, sem nú er eytt
til fjölskylduáætlana, sparast fram-
tíðinni með vöxtum í farsæld,
menntun, heilsu, öryggi og annarri
blessun.
Böl veraldarinnar batnar ekki við
nein vettlingatök. Samt er tak-
mörkun mannfjöldans þar einn
hinn þýðingarmesti þáttur. En þótt
nú sé að etja við vonbrigði og lít-
inn árangur, þá væri mjög heimsku
legt að draga upp hvítan fána und,-
anhalds og uppgjafar í baráttu gegn
offjölgunarsprengjunni. Of mikið
er í húfi. Þrátt fyrir öll mistök og
ósigra í viðleitni gegn þessum
vanda, er samt vissulega stigið spor
í rétta átt.
☆