Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 17
SJO„FURÐUVERK“VERALDAR
15
Enda þótt margir hinna strang-
trúuðu teldu ákvörðun þessa vera
„páfavillu" og miklar deilur hæfust,
var nýja kirkjan loks vígð árið
1626. Og nú á tímum er aðdráttar-
afl Péturskirkjunnar svo mikið, að
milljónir ferðamanna mundu telja
það skaða mikinn, ef þeir á ferð
sinni til Rómar létu undir höfuð
leggjast að eyða nokkrum tíma
innan veggja hinnar veglegu Pét-
urskirkju.
KÍNAMÚRINN MIKLI
Múrinn mikli í Kína var gerður
fyrir 22 öldum að tilstuðlan Shih
Huang Ti, sem var herskár hertogi
og tók sér keisaranafn og samem-
aði mörg fylki í landinu, þannig
að nýtt skeið hófst í sögu þjóðar-
innar. Raunar nefndi hann sig
„Fyrsta keisarann" til að sýna að
fyrri keisarar hefði einungis verið
nafnið eitt.
Tvennt var það. sem sótti mjög
á huga keisarans: I fyrsta lagi fyr-
irlitning á fræðimönnum og í öðru
laei ótti við skrælingjana frá Mon-
gólíu, sem sífellt gerðu árásir að
norðan. Þetta sýndi hann í verki,
í fvrsta lagi með að ofsækja alla
þá fræðimenn, sem mest bar á. Og
vegna óttans við árásarmennina lét
hann gera Múrinn mikla. — og
raunar kvað hann sjálfur ástæðuna
einnig vera þá, að hann vildi láta
undirmenn sína hafa nóg að starfa,
svo þeir gleymdu að gera uppreisn.
Yfir milljón verkamenn unnu að
laeninsu múrsins í átján ár. Rit-
höfundur einn hefur nefnt múrinn
„lengsta kirkjugarð heimsins“, og
skírskotar þá til þeirrar staðreynd-
ar, að 400 þúsund verkamenn hafi
týnt lífinu við störf sín, ýmist í
ofsahita, brunafrosti ellegar kæf-
andi sandbyl.
En fullgerður var múrinn mikið
stórvirki. Líkastur risastórum dreka
hlykkjaðist hann 1500 mílur yfir
eyðimerkur og háa fjallgarða og
gegnum dali, svo djúpa, að þeir eru
fyrir neðan yfirborð sjávar. Múr-
inn liggur frá Peking og vestur á
bóginn til miðs Norður-Kína. Hæð
hans leikur frá fimmtán fetum til
fimmtíu, og breiddin frá fimmtán
til þrjátíu. Vegur er eftir honum
endilöngum milli brjóstvarna til
varnar skotum andstæðinganna.
Með reglulegu millibili eru varð-
turnar, margar þúsundir alls.
Enginn getur sagt um, hve Kína-
múrinn hefur komið í veg fyrir
margar óvinainnrásir. En margar
Empire State byggingin.