Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 68
Þeirra stríSið stranga
styggir marga kvon.
Falsarar þessir fanga
fríðan ekkju son,
hafa svo langt í heiminn út,
þröngva honum í þrældóms nauð
og þoldi marga sút.
Orkar ekki að vinna
jungi neina gjörð.
Taka þeir sveininn svinna
og setja liann niður á jörð
í dýflissu djúpa þá.
Ætla þeir að mannleg hönd
engi skuli honum ná.
Sárlega syrgir heima
sveinsins móðir nú.
Hrundin hvítra sveima
heitir á Máríu frú.
Hverdaglega fyrir hennar skrift
kærir snót með hjartans hryggð,
hverju hún var svipt.
Fór svo iljóðs um háttu
fimmtán daga í samt,
þrautir þyngja máttu,
og þótti eigi skammt.
Gengur fram fyrir guðdóms port,
sagði hún til sætri mey,
svo sem hér er ort:
,,Þú ert það æðsta yndi,
sem englakóngurinn gaf.
Hver þann harminn fyndi,
að huggaðir eigi af,
nema ég hrygg, er heit á þig,
verlaus kvinnan? Von mín sæt,
viltu ei heyra mig?
MÁRÍUKVÆÐI
67
Varla má nú sýnast
vorkunnlæti þitt,
ef svo skal sveinninn týnast,
sætast yndi mitt.
Eða ætli, meyleg mynd,
að tregi mig ekki tigið barn,
er tók ég það með synd?
Hvert er skírðir skipta
skilning þennan mér,
ég skal, sætan, svipta
syni í burt frá þér.
Skaltu hann ei fyrri fá
en lætur þú mig, lifandi hjálpin,
ljúfum sveini ná.“
Skapara skriftin hæsta
skorin með stein og trjám,
ber hún barnið æðsta
burt úr móður knjám,
vefur að einum silkisveip.
í læstri kistu lýkur hún þann,
er lífs úr faðmi greip.
Nú er að segja frá sveini.
Hann situr í löndin út.
Honum er margt að meini,
mæddur í harmi og sút.
Enn ungi kennir eina nátt
ilminn þann, sem innri var,
opnast húsið brátt.
í dýflissu dimma
drottins móðir kemur.
Minnkar myrkrið grimma.
Mildin þetta fremur.
Ljós af henni lifandi skein.
Meiði sýndist Máría döpur,
móðir talar við svein: