Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 84
82
fæturna," var svar, sem kom eins
og sprengja.
Væri fargið hreyft, var hætta á
örlagaríkum blóðmissi. Það yrði því
að fjarlægja þungann, sem á fót-
unum hvíldi í einu vetfangi og
hefjast samstundis handa til hjálp-
ar.
,,ÉR ER ENNÞÁ HÉR“
Tvö hundruð brunaliðsmenn og
tæknifræðingar, sem urðu þó stund
um að gefa sér hlé til að hugsa og
gæta allrar fyrirhyggju með of-
hlaðna krana og króka, voru nú
krafsandi og sópandi gegnum þenn-
an frumskóg af stáli og járnabrot-
um og bjálkum.
í raun og veru varð allur þessi
mannskapur að þreifa sig áfram og
nema brott stykki eftir stykki með
mestu varkárni án þess að hreyfa
við öðru um leið. Allt varð að vera
gert með ráðum og fyrirhyggju.
Hverja einustu ögn, hvað þá
heldur það, sem stærra var og
þyngra, varð að athuga með ýtr-
ustu nákvæmni, vega, meta og
mæla til að forðast óvænta hreyf-
ingu eða álag.
Slasaða og látna varð að fjar-
lægja ásamt öllu eldfimu úr brotn-
um vögnunum, áður en málmskurð
arlogarnir voru bornir að ásamt
aflsögum til að smækka brotin eða
losa þau sundur.
Ennfremur varð stöðugt að kæla
málmhlutana aftur, svo að ekki
hlytist enn slys og bruni á þeim
særðu, sem fundust í hrúgunni.
En þetta vatn — kælivatnið
streymdi niður og rennvætti fatn-
að og umhverfi stúlknanna, sem
ÚRVAL
voru raunverulega undir öllu sam-
an.
Lísa minntist nú þess, sem hún
hafði lært í heilsufræðitímum um
blóðrásarstöðvun í útlimum og
drep, sem af henni leiddi. En hún
reyndi að hrekja þetta brott úr
huga sér með hryllingi.
Stúlkurnar höfðu haldizt í hend-
ur, en allt í einu fann Lísa að tak
Pat losnaði um hönd hennar. Það
var eins og hún félli í mók.
Nolan lagði hönd á höfuð hennar
og sagði: „Ertu hérna ennþá?“
„Já, ég er hér enn.“ Hún var að
hugsa um hvað foreldrar hennar
og vinir væru nú að gera. „Ætli
það verði ekki allt í lagi með fæt-
urna á okkur?“ spurði hún Nolan.
„Vertu óhrædd. Þú verður farin
að dansa aftur eftir nokkra daga,“
svaraði hann.
Nú var komið um hádegi og hálf-
ur fimmti tími liðinn síðan árekst-
urinn varð.
Nolan hélt enn áfram að tala við
Pat og Lísu. „Þið hafið staðið ykk-
ur eins og hetjur og ættuð heið-
ursmerki skilið fyrir hugrekkið. Nú
náum við ykkur eftir andartak."
Þótt hann andvarpaði við og við,
þá trúði hann á hjálpina. Hann
þráði að sjá þær lausar, þurrar og
öruggar eftir allar þessar þrautir.
Dr. Matthew McDonald, klerkur
slökkviliðsins, gægðist þarna niður,
hughreysti stúlkurnar, kynnti sig
og flutti stutta bæn. Svo fór hann.
Þær fóru að gráta. „Er þetta ekki
bænin, sem flutt er, þegar einhver
er að deyja?" snökti Pat.
„Uss, taktu þetta ekki alvarlega,"
sagði Nolan glettnislega. „Bænir