Úrval - 01.12.1973, Side 95
ÞJARMAÐ AÐ DRÁPARA
93
giktarbólga stafi af „ófriði“ milli
próteina, sem líkamsvefirnir fram-
leiða, og varnarkerfi líkamans. En
menn greinir á um orsakirnar til
þessa „ósamkomulags".
Flest eða öll lyf, sem reynd hafa
verið gegn liðagikt, hafa vissar
hliðarverkanir, og því skyldu þau
notast með gát.
O—O
Hvað átt þú að gera, ef skyndi-
lega gerir vart við sig hjá þér
þreyta, stirðleiki í vöðvum, liða-
mótabólga með verkjum ellegar al-
menn vanlíðan? Hér eru nokkrar
leiðbeiningar frá sérfræðingum:
1. Reyndu ekki að greina sjúk-
leikann sjálfur. Þessi einkenni geta
stafað af ýmsu, sumu alvarlega, en
í fleiri tilfellum meinlausara. Láttu
því lækni skoða þig.
2. Taktu ekki lyf, sem þú ákveð-
ur sjálfur eða kunningjar þínir.
Jafnvel aspirín, séu skammtarnir
stórir, geta orsakað alvarlegar
hliðarverkanir.
3. Forðastu nudd, nema læknir
ráðleggi það.
4. Hvíldu þig meira en venju-
lega og forðastu andlega streitu.
5. Sérstakt mataræði hefur ekk-
ert gildi við liðagikt.
6. Öllum sjúklingum með liða-
gikt er unnt að hjálpa á einhvern
hátt, en meginatriðið er, að komið
sé nógu snemma til læknis.
Skáldkonan Eudora Welty, sem hefur hlotið Pulitzer-bók-
menntaverðlaunin, trúir ekki á fjöldahreyfingar eða „herferðir"
fyrir málefnunum. Samt hefur hún verið „rauðsokkur" allt frá
skóladögunum.
„Það var að sumu leyti af illri nauðsyn, að ég varð fylgjandi
kvenfrelsi,“ sagði hún í trúnaði við vin sinn. „Enginn hafði mikið
af peningum í þá daga, og faðir minn sagði mér, þegar hann lét
mig í menntaskólann, að koma ekki aftur, fyrr en ég hefði lært
að vinna fyrir mér.“
Það var á barnadeildinni. Læknirinn sá smásnáða miða leik-
fangabyssunni sinni á hjúkrunarkonuna og öskra: „Bang! Bang!
Þú ert dauð!“
Hjúkrunarkonan lyppaðist niður á gólfið og lá þar endilöng.
Læknirinn beygði sig yfir hana með áhyggjusvip. Hún opnaði
annað augað og hvíslaði:
„Það er allt í lagi, læknir. Ég geri þetta alltaf. Þetta er eini
möguleikinn til að hvíla sig augnablik.“
(Læknablaðið).