Úrval - 01.12.1973, Síða 56
54
fjölgunarár heimsins“ hjá Samein-
uðu þjóðunum. Og á þá að gera
allt, sem nútíma tækni og vísindi
ráða yfir. til að fræða um og fram-
kvæma gegn offjölgun. Skipulagn-
ing í þessum málum hefur orðið
helzta verkefni víða um heim á dag
skrá stjórnmálaafskipta. Samtök og
sambönd eru stofnuð og starfrækt.
Eitt þeirra er hið svonefnda The
International Planned Parenthood
Federation, skammstafað IPPF, sem
nefna mætti á íslenzku: Alþjóða
samtök foreldra. Marga sjóði mætti
einnig nefna, sem hafa verið stofn-
aðir og aðra, sem hafa bætt þessu
málefni á stefnuskrá sína.
Rockefeller-sjóðurinn eða stofn-
unin hefur hafið fjölbreytta
fræðslu, rannsóknir og alþjóðlegan
stuðning og gert áætlanir, sem ýms
um þjóðum er of viðkvæmt mál.
ÓGNARSPRENGJAN
Þrátt fyrir þessar framfarir eru
fjölskylduáætlanir yfirleitt í mol-
um. Að Kína undanteknu má heita,
að þróunarlöndin öll hafi engum
árangri náð og hafi mjög háan fæð-
ingarkvóta. En í þessum löndum eru
um 40—50 fæðingar árlega á hvert
þúsund miðað við 18 í Rússlandi
og Júgóslavíu, 16 í Bandaríkjunum,
14 í Svíþjóð og 12 í Vestur-Þýzka-
landi.
Jafnvel þótt fjölgun yrði tak-
mörkuð og frjósemi minnkaði
mundi kraftur þessarar flóðbylgju
lítt réna og ógnun sú, sem af henni
stafaði, halda áfram.
Þótt jöfnuður sá, sem oft er bent
á, að fæðingar og dauðsföll yrðu
hið sama fyrir árið 2000, mundi
ÚRVAL
fólksfjöldinn samt fjórfaldast, áður
en sá jöfnuður næðist.
Sennilega stendur Indland fremst
í tilraunum með takmarkanir fjöl-
skyldustærðar. En þar var takmörk
un fæðinga lögboðin árið 1952.
Og samt er það svo, þrátt fyrir
þjóðaráætlun og mikinn stuðning
frá ríkinu, að lítill árangur náðist
allt fram til 1965. 6400 milljónum
króna er árlega eytt úr ýmsum þar
til gerðum sjóðum og auk þess álit-
legum stuðningi eða upphæðum,
bæði frá ríki og einstaklingum. Að
þessu markmiði vinnur hálf millj-
ón manna á 50 þúsund starfsstöð-
um.
Arangurinn er ekki annar en sá,
að fæðingartalan hefur lækkað um
tvær milljónir á ári. En þrátt fyrir
þetta eykst íbúatala Indlands um
2,3 af hundraði árlega, enda er
lækkun dauðsfalla að sama hlut-
falli á sama tíma.
I lok aldarinnar mun íbúatalan
ná einni billjón með sama hraða í
Indiandi. En hvers vegna er árang-
ur alls þessa svo lítill, sem raun
ber vitni í þróunarlöndunum?
Ástæður eru mismunandi eftir
löndum. En í aðalatriðum þessar:
Saga og erfðavenjur.
Sögulega séð hefur frjósemi ver-
ið tengd gæfu og gengi, valdi og
þróun — í einu orði sagt afkomu
og lífi fjölskyldu og þjóðflokks.
Innan margra samfélaga er litið
á börn sem öryggi og tryggingu
fyrir foreldrana í elli þeirra og inn-
legg gegn hárri dánartölu í hópi
barnanna.