Úrval - 01.12.1973, Side 19
17
Þar til liin nátlúriilegu heimkynni þeirra verða vernduð,
er eina lífsvon fjölda sjaldgæfra dýrateganda
að ginna þau til að anka kgn sitt í dýragörðum.
Frjógun í dýragörðum
- síðasta vonin?
Tekið saman úr National Wildlife af Leland Stowe
því að Cecil Jackson
yfirdýravörður bar
morgunverðinn, einn
janúarmorgun, inn til
hinnar sjö ára gömlu
górillu, Mahari, í dýra-
garðinum í Cincinnati, gaf hún frá
sér slíkt skaðræðisöskur, að hann
var nærri búinn að missa bakkann.
„Mahari lá og velti sér á allar hlið-
ar,“ minntist Jackson. „Á því lék
enginn vafi, hvað að henni gekk.
Annað öskur, nokkrar stunur og
allt í einu sá ég Mahari grípa í hár-
flóka, sem var að birtast. Eftir
nokkur augnablik sleikti hún og
karaði ungann sinn. Það var ekki
fyrr en löngu seinna, að ég frétti,
að ég væri fyrsti starfsmaður
bandarísks dýragarðs sem varð
vitni að fæðingu górillu-unga.“
Afkvæmi Maharis var fyrsti gór-
illu-unginn af sex sem fæddust
á þriggja ára tímabili í Cincinnati
í ákafri barátt.u, sem nú á sér stað,
í dýragörðum um allan heim, til
björgunar dýrategunda, sem hætta
er á að deyi út. í dag er tilveru
132 tegunda spendýra — auk fjölda
fuglategunda, skriðdýra og lagar-
dýra —■ ógnað vegna þess að mað-
urinn er að leggja undir sig hið
eðlilega umhverfi þeirra. Nokkrum
ljónum, Bengal-tígrisdýrum og nas
hyrningum verður kannski bjarg-
að með myndun þjóðgarða og