Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 7
HETJUDÁÐ SERA KOLBE
5
Og í hvert skipti bentu verðir
hinum dauðadæmdu að taka sér
stöðu í framlínu. Sumir hinna tíu
grétu. Einn þeirra Gajowniczek
hrópaði: „Konan mín, vesalings
börnin mín“.
Rétt í því, er verðirnir bjuggu
sig til að ganga brott með dauða-
dæmdu mennina, varð allt í einu
einhver truflun á athöfninni.
Ellefti maðurinn gekk fram —
presturinn. „Hvað heldur þetta
pólska svín, að hann sé?“ öskraði
Fritsch.
En presturinn hélt áfram við-
stöðulaust, náhvítur í andliti lét
hann sem hann sæi ekki vopn varð
anna, sem beindust að honum.
Allt í einu sagði hann: „Má ég
gera herforingjann ánægðan með
því að taka að mér hlutverk eins
þessa fanga?“ Hann benti á Gaj-
owniczek: „Eg kem fyrir þennan.“
Fritsch glápti á þessa tærðu veru
fyrir framan sig og hvæsti: „Ertu
brjálaður?“
„Nei,“ svaraði presturinn, ,,en ég
er aleinn í heiminum. Þessi maður
á fjölskyldu til að lifa fyrir. Gjör-
ið svo vel.“
„Hvað ert þú? Hvað gerir þú?“
„Ég er kaþólskur prestur."
Allir biðu í ofvæni. Koscielniak
hugsaði: „Frit.sch tekur þá auðvit-
að báða.“
Og hvað hugsaði Fritsch í raun
og veru, þar sem hann horfði í
þessi alvarlegu augu í fölu og
tærðu andlitinu.
Fann hann raunverulega, að hann
stóð frammi fyrir valdi, enn þá
meiru en hann hugðist hafa sjálf-
ur? Þeir, sem muna, segja að augna-
ráð hans hafi hvarflað til og frá
og hann stamaði: „Samþykkt", og
sneri brott.
Fangarnir í „14. blokk“ voru sem
stirðnaðir. „Við gátum ekki skilið
þetta,“ segir Koscielniak. „Hvern-
ig getur nokkur maður gert slíkt?
Hvað var þessi prestur eiginlega?
Hann hét Maximilian Maria Kol-
be, Fransiskusarmunkur, og með
tímanum skildu þeir, sem lifðu, að
hér hafði dýrlingsvígsla farið fram
fyrir augum þeirra.
Raymond Kolbe — hann tók sér
nafnið Maximilian, þegar hann
gekk í regluna — var fæddur í
pólsku þorpi 1894, en 13 ára að
aldri ákvað hann að verða prestur.
Þegar hann var aðeins tíu ára að
aldri, sagði hann móður sinni merki
legan draum; honum þótti sem
María mey leyfði honum að velja
um tvær kórónur, aðra hvíta —
tákn hreinleikans, hina rauða —
tákn píslarvættisins. „Eg valdi báð-
ar,“ sagði barnið.
Hann smitaðist af berklum á
barnsaldri og náði sér aldrei fylli-
lega eftir þann sjúkdóm.
„Hann var bráðgáfað ungmenni,
segir einn af prófessorum við Gre-
goryháskólann í Róm. „Hann lauk
doktorsgráðu í heimspeki aðeins 21
árs að aldri. Ári eftir vígslu sína í
regluna, lauk hann guðfræðiprófi.
Hann hefði getað átt glæsilega
framabraut í klerkdómi kirkjunn-
ar.“
En köllun hans var á öðru sviði.
Árið 1917 hafði hann skipulagt í
Rómaborg „Militia of Mary Imm-
aculate" — Herdeild hreinnar Mar-