Úrval - 01.12.1973, Page 7

Úrval - 01.12.1973, Page 7
HETJUDÁÐ SERA KOLBE 5 Og í hvert skipti bentu verðir hinum dauðadæmdu að taka sér stöðu í framlínu. Sumir hinna tíu grétu. Einn þeirra Gajowniczek hrópaði: „Konan mín, vesalings börnin mín“. Rétt í því, er verðirnir bjuggu sig til að ganga brott með dauða- dæmdu mennina, varð allt í einu einhver truflun á athöfninni. Ellefti maðurinn gekk fram — presturinn. „Hvað heldur þetta pólska svín, að hann sé?“ öskraði Fritsch. En presturinn hélt áfram við- stöðulaust, náhvítur í andliti lét hann sem hann sæi ekki vopn varð anna, sem beindust að honum. Allt í einu sagði hann: „Má ég gera herforingjann ánægðan með því að taka að mér hlutverk eins þessa fanga?“ Hann benti á Gaj- owniczek: „Eg kem fyrir þennan.“ Fritsch glápti á þessa tærðu veru fyrir framan sig og hvæsti: „Ertu brjálaður?“ „Nei,“ svaraði presturinn, ,,en ég er aleinn í heiminum. Þessi maður á fjölskyldu til að lifa fyrir. Gjör- ið svo vel.“ „Hvað ert þú? Hvað gerir þú?“ „Ég er kaþólskur prestur." Allir biðu í ofvæni. Koscielniak hugsaði: „Frit.sch tekur þá auðvit- að báða.“ Og hvað hugsaði Fritsch í raun og veru, þar sem hann horfði í þessi alvarlegu augu í fölu og tærðu andlitinu. Fann hann raunverulega, að hann stóð frammi fyrir valdi, enn þá meiru en hann hugðist hafa sjálf- ur? Þeir, sem muna, segja að augna- ráð hans hafi hvarflað til og frá og hann stamaði: „Samþykkt", og sneri brott. Fangarnir í „14. blokk“ voru sem stirðnaðir. „Við gátum ekki skilið þetta,“ segir Koscielniak. „Hvern- ig getur nokkur maður gert slíkt? Hvað var þessi prestur eiginlega? Hann hét Maximilian Maria Kol- be, Fransiskusarmunkur, og með tímanum skildu þeir, sem lifðu, að hér hafði dýrlingsvígsla farið fram fyrir augum þeirra. Raymond Kolbe — hann tók sér nafnið Maximilian, þegar hann gekk í regluna — var fæddur í pólsku þorpi 1894, en 13 ára að aldri ákvað hann að verða prestur. Þegar hann var aðeins tíu ára að aldri, sagði hann móður sinni merki legan draum; honum þótti sem María mey leyfði honum að velja um tvær kórónur, aðra hvíta — tákn hreinleikans, hina rauða — tákn píslarvættisins. „Eg valdi báð- ar,“ sagði barnið. Hann smitaðist af berklum á barnsaldri og náði sér aldrei fylli- lega eftir þann sjúkdóm. „Hann var bráðgáfað ungmenni, segir einn af prófessorum við Gre- goryháskólann í Róm. „Hann lauk doktorsgráðu í heimspeki aðeins 21 árs að aldri. Ári eftir vígslu sína í regluna, lauk hann guðfræðiprófi. Hann hefði getað átt glæsilega framabraut í klerkdómi kirkjunn- ar.“ En köllun hans var á öðru sviði. Árið 1917 hafði hann skipulagt í Rómaborg „Militia of Mary Imm- aculate" — Herdeild hreinnar Mar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.