Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 101
GREIFYNJAN í BLOOMSBURYGÖTU
99
hann: „Hvað um þetta, Frankie?
Mér tókst það loksins."
Laugardaginn 19. júní.
Haft var viðtal við okkur Nóru,
ekkju Franks, í útvarpshúsinu. Það
var fyrsta stóra byggingin, sem ég
hef séð hér, og ég vona ég eigi eftir
að kynnast annarri slíkri. Húsið
minnir á ofvaxið skrímsli. Hér hafa
menn ekki skilning á stórum bygg-
ingum. í New York er eins og menn
skilji ekki neitt annað.
Eftir viðtalið ók Nóra með mig
heim til Muswell Hill til kvöld-
verðar. Þær mæðgurnar keyptu hús
þar eftir lát Franks. Það stendur
hátt á einni hæðinni í norður-borg-
inni við skemmtilega götu, sem ber
mikinn svip af rósum. Rósirnar eru
mjög litauðugar eins og að hausti
til í Nýja Englandi. Ekki einvörð-
ungu rauðar, bleikar og gular, held
ur og purpuralitar, bláar og app-
elsínugular. Hver litur hefur sinn
ilm. "Ég óð um garð Nóru, ólm í að
soga að mér angan rósanna.
Áður en ég fór heim barst mér
orðsending frá Jean Ely, en hún
er leikkona, sem ég hafði kynnzt
vegna bókar minnar. Hún kvaðst
hafa skrifað vini sínum einum um
mig, og væri hann gamall Eton-
skólamaður og héti Pat Buckley.
Hún skrifaði ennfremur: „Hann
þekkir London betur en nokkur
annar, sem ég veit um. É'g hef al-
drei minnzt á þessa hluti áður við
hann, en ég sagði honum, að þú
værir gestur, sem hann yrði að
fara með í ferð um London.“
f dag beið mín eftirfarandi orð-
sending frá honum: „Gætirðu snætt
dálítinn kvöldverð hér á sunnudag-
inn og komið svo með mér í öku-
ferð um borgina, sérstaklega gamla
hlutann? P. B.“
Sunnudaginn 20. júní, á miðnætti.
Pat Buckley býr í litlu hverfi