Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 11
LÝSING ATHUGUNARSVÆÐIS Mývatn (65°40´N, 17°00´W) er grunnt og næringarríkt stöðuvatn í Suður- Þingeyjarsýslu, í 278 m h. y. sjó, og á sér afrennsli í Laxá. Mývatnssveit er nærri efri byggðarmörkum. Meðalhiti hvers mánaðar er á milli 10°C ( júlí) og -4°C (febrúar) og ársúrkoma um 400 mm. Ýt- arlegar lýsingar á vistkerfinu má finna víða í ritum.1, 5, 10, 11 Uppruni vatnsins er að mestu lindarvatn af um 1.400 km2 eldbrunnu svæði. Stöðugt yfirborðs- vatn á vatnasviðinu er tæplega 50 km2. Þar af er Mývatn sjálft 37 km2 en önnur stöðuvötn og tjarnir um 9 km2. Neðan við um 2,5 m dýpi hefur botn Mývatns á síðustu öldum lengst af verið þakinn teppi af grænþörungum af ættbálkinum Cladophorales. Það hvarf að mestu upp úr aldamótunum 2000. Á grunn- slóð Mývatns og í smærri vötnum eru háplöntur hins vegar ríkjandi, einkum nykrur (Potamogeton spp.) og marar (Myriophyllum spp.). Vatnagróðurinn er mikilvægt fóður andfugla, og grænþör- ungateppið er sérlega mikilvægt sem beður fyrir mýlirfur og krabbadýr, ekki síst kornátu, en þessar tegundir eru grundvallarfæða anda og fiska. Ífánan sem myndar yfirborðslag botnsetsins er langmest mýflugulirfur af tegund- inni Tanytarsus gracilentus, sem gera sér pípur úr silkibundnum setögnum og lifa á því að sleikja lífrænar leifar og örverur af yfirborðinu. Starfsemi þessara mýlirfna er einn aðalstjórn- þátturinn í fæðuvef vatnasviðsins. Eins og annars staðar í íslenskum vötnum eru fisktegundir fáar, hornsíli (Gastero- steus aculeatus), bleikja (Salvelinus alp- inus, nokkur afbrigði) og urriði (Salmo trutta), og í neðri hluta Laxár lax (Salmo salar). Að meðaltali verpa 10–15 þúsund pör vatnafugla af um 20 tegundum, mest kafendur, á Mývatnssvæðinu (2. tafla). Algengustu tegundirnar eru skúf- önd (Aythya fuligula), meðalþéttleiki 182 fuglar á km2, og duggönd, 103 á km2. Helstu tegundir aðrar eru flórgoði (Pod- iceps auritus), álft, rauðhöfðaönd (Mar- eca penelope), gargönd (litla gráönd, Mareca strepera), hrafnsönd (Melanitta nigra), hávella (Clangula hyemalis), hús- önd (Bucephala islandica) og toppönd (Mergus serrator). Auk þessa er á Laxá mesta þéttbýli straumandar (Histrion- icus histrionicus) sem um getur. Mývatn og Laxá eru einnig mikilvægar vetrar- stöðvar andfugla, einkum húsandar, stokkandar (Anas platyrhynchos), gul- andar (Mergus merganser) og álftar, því að auðar vakir eru bæði í kringum lind- irnar, við útfallið og á Laxá. Athyglisvert er að þéttleiki anda á þessum vetrar- vökum er svipaður og á öllu vatnakerf- inu að sumri til. Flórgoði – Horned Grebe. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann 99 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.