Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 25
Náttúrufræðingurinn 93 (3–4) bls. 113–124, 2023 Harald Krabbe – frumkvöðull sníkjudýra- rannsókna á Íslandi 1. mynd. Danski læknirinn Harald Krabbe kom til Íslands árið 1863, einkum til að rannsaka sullaveiki af völdum ígulbandormsins Echinococcus granulosus. – The Dan- ish parasitologist Harald Krabbe came to Iceland in 1863, mainly to examine the hydatid disease caused by Echin- ococcus granulosus. Ljósm./Photo: Óþekktur/unknown. Karl Skírnisson Fyrir nokkrum árum vann höfundur tímabundið á Dýrafræðisafninu í Kaup- mannahöfn og fékk þá tækifæri til að rannsaka sníkjudýr sem þar eru varðveitt. Þar eru í öndvegi sýni af bandormum og þráðormum frá danska lækninum Har- ald Krabbe (1831–1917), brautryðjanda sníkjudýrarannsókna á Íslandi snemma á ferli sínum. Krabbe varð síðar einn virt- asti og afkastamesti sníkjudýrafræðingur samtímans. Hann starfaði svo til ein- göngu í Kaupmannahöfn. Fyrst á starfsævinni beindust kraft- arnir að því að rannsaka hunda- og katta- sníkjudýr, ekki hvað síst ígulbandorm- inn (Echinococcus granulosus). Sá hefur flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið lifir í hundum en lirfustigið – ígulsullur- inn – þroskast jafnt í mönnum sem ýmsum jórturdýrum. Harald Krabbe hóf rannsóknir sínar í Danmörku um 1860 en kom árið 1863 til Íslands og safnaði upplýsingum um sníkjudýr, og einkum um sullaveikina. Hann krufði fjölda dýra og komst meðal annars að því að 28% hunda voru með ígulbandorminn, upp- sprettu sullaveikinnar. Í kjölfarið hafði Krabbe forystu um útrýmingaraðgerðir í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld, með þeim einstaka árangri á heimsvísu að ígulbandorminum var útrýmt á Íslandi. Þar með hvarf hin illræmda sullaveiki. Síðan er liðin hálf öld. Fljótlega beindust athuganir Krabbe jöfnum höndum að sníkjudýrum í mönnum, húsdýrum og villtum dýrum, ekki síst fuglum. Hann ritaði fjöld- ann allan af greinum á því fræðasviði en verður trúlega lengst minnst fyrir nákvæmar lýsingar á áður óþekktum tegundum bandorma. Sem dæmi um af- köstin á því sviði telst höfundi til að Har- ald Krabbe hafi lýst 76 tegundum fugla- bandorma fyrir vísindin. NÁM OG STÖRF Harald Krabbe (1. mynd) fæddist og ólst upp í Kaupmannahöfn og starfaði mestan hluta ævi sinnar í Danmörku. Hann lauk stúdentsprófi 1848, prófi í læknisfræði 1855 og doktorsprófi 1857. Viðfangsefni doktorsritgerðarinnar var á sviði lífeðlisfræði og fjallaði hún um fosfórsýru í þvagi. Meðan á doktors- náminu stóð dvaldist hann um tíma í Þýskalandi. Lærði hann mál þarlendra, sem síðar gagnaðist honum vel við að koma rannsóknarniðurstöðum sínum á framfæri innan vísindasamfélagsins. Að doktorsprófi loknu 1858 tók Krabbe að kenna vefjafræði við Kon- unglega dýralækna- og landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn (KVL). Hann var fyrst aðstoðarkennari, nokkru síðar (1880) aðalkennari og eftir 1892 pró- fessor í líffærafræði og lífeðlisfræði. Þeirri stöðu gegndi Krabbe þar til eft- irlaunaaldri var náð 1902. Þrátt fyrir kennsluskyldu á ólíkum fræðasviðum stundaði Krabbe sníkjudýrarannsóknir af kappi alla starfsævina. Viðfangsefnin voru fjölbreytileg eins og fram kemur í ritverkalista hans (sjá heimildaskrá). Bandormarannsóknir voru þó oftast í fyrirrúmi. Síðasta ritsmíðin leit dagsins ljós árið 1905. Í henni tíundaði Krabbe smittíðni landa sinna í Danmörku af fjórum tegundum iðrabandorma.1 Á fyrstu starfsárum Krabbe við KVL varð ráðamönnum, bæði hérlendis og í Danmörku, tíðrætt um hina geigvæn- lega tíðu sullaveiki á Íslandi. Fór sú um- ræða ekki fram hjá Krabbe. Hann tók fljótlega til við að rannsaka innyflaorma í hundum og köttum í Kaupmannahöfn og birti fyrstu niðurstöður sínar á því sviði þegar árið 1862.2 Árið 1863 fékk Krabbe síðan styrk frá danska dóms- málaráðuneytinu, sem þá fór með flest íslensk málefni, til rannsókna á sulla- veikinni á Íslandi. Kom hann til landsins með vorskipi 1863 og dvaldist hér við athuganir sínar fram á haust. Fljótlega birtust niðurstöður þessara athugana og var þar gerður samanburður við stöðu mála í Danmörku.3,4,5 113

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.