Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 34
Hjartaormur og flóar- bandormurinn í hundi Árið 1870 greinir Krabbe frá því að hafa fundið hjartaorminn (Filaria immitis) í hundi í Danmörku, þráðorm sem nú er nefndur Dirofilaria immitis. Hundar geta smitast þegar smitaðar moskítófl- ugur stinga þá.50 Árið áður fjallaði hann í sérstakri grein um flóarbandorminn í hundi.44 Hringormar í selum og tannhvölum Árið 1878 birti Krabbe lýsingar á tveimur tegundum þráðorma51 sem til staðar voru á Dýrafræðisafninu í Kaup- mannahöfn (5. mynd). Önnur þeirra er vel þekkt og heitir nú Pseudoterranova decipiens. Hún er algeng í mörgum selategunum, oft nefnd selormur. Upp- haflega nefndi Krabbe hana Ascaris decipiens. Lirfurnar, svonefndir hring- ormar, finnast á þriðja þroskastigi (L3) í ýmsum tegundum sjávarfiska og geta þær lifað tímabundið í mönnum.52 Hin tegundin hafði fundist í iðrum tannhvala og nefndi Krabbe hana Asc- aris conocephalus. Tegundin er nú ekki viðurkennd samkvæmt Fauna Euro- pea,54 Líklega var Krabbe að skoða hval- orminn (Anisakis simplex), sem Rudol- phi hafði þegar lýst 1809. Hrossasníkjudýr Harald Krabbe ritaði tvær greinar um hrossasníkjudýr. Önnur fjallaði um grein- ingu á stóra dreyraorminum (Strongylus equinus), sem hann nefndi Pallisade- orminn (Sclerostoma eqvinum).54 Stóri dreyraormurinn er meðal skæðustu orma sem sýkja hross. Fullorðnir sjúga þeir blóð úr þarmaveggnum en lirfu- stigið finnst í ýmsum líffærum, meðal annars í slagæðum í þarmahenginu, og getur þar valdið stíflum og jafnvel blóð- tappa.55 Í hinni samantektinni er greint frá athugunum Krabbe á iðraormum 100 danskra hrossa sem felld voru í tengslum við anatómíukennslu höf- undar við dýralæknaháskólann (KVL). Þar voru rannsakaðir bæði bandormar og þráðormar.56 Fuglabandormar Rannsóknir og ný þekking á lífsferli bandorma hleypti krafti í athuganir á bandormum í fuglum. Krabbe gekk snemma til liðs við þá rannsakendur. Árið 1866 ritaði hann grein um lirfustig bandorma, en þá voru rannsóknir á lífs- ferlum á frumstigi og þekkingin oftast brotakennd.45 Tveimur árum síðar birti hann grein um bandorma í trölladoðru (Otis tarda), steppufugli sem lifir í Mið- og Suður-Evrópu. Efniviðinn fékk hann úr fugli sem drepist hafði í dýragarði á Jótlandi árið 1860. Hann lýsti tegund- inni innan nýrrar ættkvíslar sem hann nefndi Idiogenes.57 Viðamesta grein Krabbe um fuglaband- orma birtist 1869.29 Þar fjallar hann á 120 blaðsíðum um 123 tegundir bandorma sem fundist höfðu við rannsóknir á 110 tegundum fugla. Alls birtast 303 penna- teikningar af greiningareinkennum á tíu blaðsíðum í greinarlok. Höfundur leggur áherslu á að draga upp ná- kvæma lögun króka á haus fullorðinna bandorma, skoða niðurröðun þeirra og telja fjölda mismunandi króka- gerða. Hann lýsir einnig útliti eggja og stærð, stökum liðum, staðsetningu kynopa og útliti æxlunarfæra. Auk þess sem hann safnaði sjálfur á Íslandi (1. tafla) fékk hann sendan efnivið til rannsókna frá kollegum sem söfnuðu fuglabandormum í Tønder í Dan- mörku, í Færeyjum og á Grænlandi. Af þeim 123 tegundum sem fjallað er um í greininni voru 59 áður óþekktar í vísindaheiminum. Árið 1882 birtir Krabbe aðra grein um fuglabandorma.58 Þar segir frá 42 tegundum sem safnað var á fimm aðskildum landsvæðum. Þarna er á ferðinni nokkurs konar uppsóp efni- viðar sem Krabbe fékk í hendur eftir stóru bandormagreinina. Flestar teg- undanna, 26 talsins, voru upprunnar í Túrkistan, landsvæðum í Mið-Asíu sem þá voru undir stjórn Rússakeisara. Þeim safnaði árin 1870 og 1871 prófessor Aleksej Fedtsjenko í Moskvu en sá lést áður en rannsóknum á þessum efniviði var lokið. Þar fann Harald Krabbe 10 áður óþekktar tegundir en 16 voru þegar þekktar. Sem fyrr söfnuðu kollegar bandormum fyrir Krabbe á ýmsum stöðum í Danmörku, Færeyjum, Græn- landi og í Þýskalandi. Í þessum efniviði fundust 16 nýjar tegundir sem hann lýsti fyrir vísindin. 7. mynd. Sníkjudýr á Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn eru jöfnum höndum varðveitt í geymsluvökva eða lituð og steypt inn á smá- sjárgler af ýmsum stærðum og gerðum. – Parasites in the collection of the Copenhagen Zoological Museum are kept fixed in jars and vials as well as stained and mounted on different-sized microscopical slides. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. Náttúrufræðingurinn 122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.