Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 34
Hjartaormur og flóar- bandormurinn í hundi Árið 1870 greinir Krabbe frá því að hafa fundið hjartaorminn (Filaria immitis) í hundi í Danmörku, þráðorm sem nú er nefndur Dirofilaria immitis. Hundar geta smitast þegar smitaðar moskítófl- ugur stinga þá.50 Árið áður fjallaði hann í sérstakri grein um flóarbandorminn í hundi.44 Hringormar í selum og tannhvölum Árið 1878 birti Krabbe lýsingar á tveimur tegundum þráðorma51 sem til staðar voru á Dýrafræðisafninu í Kaup- mannahöfn (5. mynd). Önnur þeirra er vel þekkt og heitir nú Pseudoterranova decipiens. Hún er algeng í mörgum selategunum, oft nefnd selormur. Upp- haflega nefndi Krabbe hana Ascaris decipiens. Lirfurnar, svonefndir hring- ormar, finnast á þriðja þroskastigi (L3) í ýmsum tegundum sjávarfiska og geta þær lifað tímabundið í mönnum.52 Hin tegundin hafði fundist í iðrum tannhvala og nefndi Krabbe hana Asc- aris conocephalus. Tegundin er nú ekki viðurkennd samkvæmt Fauna Euro- pea,54 Líklega var Krabbe að skoða hval- orminn (Anisakis simplex), sem Rudol- phi hafði þegar lýst 1809. Hrossasníkjudýr Harald Krabbe ritaði tvær greinar um hrossasníkjudýr. Önnur fjallaði um grein- ingu á stóra dreyraorminum (Strongylus equinus), sem hann nefndi Pallisade- orminn (Sclerostoma eqvinum).54 Stóri dreyraormurinn er meðal skæðustu orma sem sýkja hross. Fullorðnir sjúga þeir blóð úr þarmaveggnum en lirfu- stigið finnst í ýmsum líffærum, meðal annars í slagæðum í þarmahenginu, og getur þar valdið stíflum og jafnvel blóð- tappa.55 Í hinni samantektinni er greint frá athugunum Krabbe á iðraormum 100 danskra hrossa sem felld voru í tengslum við anatómíukennslu höf- undar við dýralæknaháskólann (KVL). Þar voru rannsakaðir bæði bandormar og þráðormar.56 Fuglabandormar Rannsóknir og ný þekking á lífsferli bandorma hleypti krafti í athuganir á bandormum í fuglum. Krabbe gekk snemma til liðs við þá rannsakendur. Árið 1866 ritaði hann grein um lirfustig bandorma, en þá voru rannsóknir á lífs- ferlum á frumstigi og þekkingin oftast brotakennd.45 Tveimur árum síðar birti hann grein um bandorma í trölladoðru (Otis tarda), steppufugli sem lifir í Mið- og Suður-Evrópu. Efniviðinn fékk hann úr fugli sem drepist hafði í dýragarði á Jótlandi árið 1860. Hann lýsti tegund- inni innan nýrrar ættkvíslar sem hann nefndi Idiogenes.57 Viðamesta grein Krabbe um fuglaband- orma birtist 1869.29 Þar fjallar hann á 120 blaðsíðum um 123 tegundir bandorma sem fundist höfðu við rannsóknir á 110 tegundum fugla. Alls birtast 303 penna- teikningar af greiningareinkennum á tíu blaðsíðum í greinarlok. Höfundur leggur áherslu á að draga upp ná- kvæma lögun króka á haus fullorðinna bandorma, skoða niðurröðun þeirra og telja fjölda mismunandi króka- gerða. Hann lýsir einnig útliti eggja og stærð, stökum liðum, staðsetningu kynopa og útliti æxlunarfæra. Auk þess sem hann safnaði sjálfur á Íslandi (1. tafla) fékk hann sendan efnivið til rannsókna frá kollegum sem söfnuðu fuglabandormum í Tønder í Dan- mörku, í Færeyjum og á Grænlandi. Af þeim 123 tegundum sem fjallað er um í greininni voru 59 áður óþekktar í vísindaheiminum. Árið 1882 birtir Krabbe aðra grein um fuglabandorma.58 Þar segir frá 42 tegundum sem safnað var á fimm aðskildum landsvæðum. Þarna er á ferðinni nokkurs konar uppsóp efni- viðar sem Krabbe fékk í hendur eftir stóru bandormagreinina. Flestar teg- undanna, 26 talsins, voru upprunnar í Túrkistan, landsvæðum í Mið-Asíu sem þá voru undir stjórn Rússakeisara. Þeim safnaði árin 1870 og 1871 prófessor Aleksej Fedtsjenko í Moskvu en sá lést áður en rannsóknum á þessum efniviði var lokið. Þar fann Harald Krabbe 10 áður óþekktar tegundir en 16 voru þegar þekktar. Sem fyrr söfnuðu kollegar bandormum fyrir Krabbe á ýmsum stöðum í Danmörku, Færeyjum, Græn- landi og í Þýskalandi. Í þessum efniviði fundust 16 nýjar tegundir sem hann lýsti fyrir vísindin. 7. mynd. Sníkjudýr á Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn eru jöfnum höndum varðveitt í geymsluvökva eða lituð og steypt inn á smá- sjárgler af ýmsum stærðum og gerðum. – Parasites in the collection of the Copenhagen Zoological Museum are kept fixed in jars and vials as well as stained and mounted on different-sized microscopical slides. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. Náttúrufræðingurinn 122

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.