Milli mála - 2023, Blaðsíða 96

Milli mála - 2023, Blaðsíða 96
MILLI MÁLA 96 Milli mála 15/2/2023 Petrínu er ljóst að Arnfríður ætlar ekki vestur úr þessu en hún nýtur þess samt að skrifast á og skiptist á fréttum. Tilfinningaleg bönd milli kvennanna tveggja eru greinileg í bréfunum. Fyrri heimsstyrj- öldin setti strik í reikninginn en að minnsta kosti þrjú bréf til Fríðu eru skrifuð á tímabilinu 1917–1921 og innihalda fyrst og fremst fréttir af henni og hennar fólki og kveðjur til Fríðu og annarra á Íslandi. Í einu ódagsettu bréfi er vikið að því að hún sé að verða sjóndöpur og líklegt er að hún hafi hætt að geta skrifað til Fríðu á allra síðustu árum sínum, en hún dó 21. janúar 1928. Strákarnir mennta sig, kvænast og fara að eignast börn og Petrína tjáir þakklæti til tengdadætra sinna fyrir að veita sér mikla hjálp. Hún hefur sérstakt dálæti á Lissí konu Péturs en í því samhengi kemur skýrt fram að Petrína kann mjög takmarkaða ensku: „Okkur þykir mjög vænt um hana. Hún getur ekki verið okkur betri. Við verðum sjaldan ráðalausar að skilja hvur aðra. Ekki skaltu halda að ég skilji ensku eða tali nema einstaka orð“.43 Ekki var óalgengt að íslenskir innflytjendur sem komu vestur á fullorðinsárum lærðu enga eða nánast enga ensku. Jón Halldórsson skrifar árið 1914 um annan vesturfara að „hann er eins og margir landar, skeytti ekki um að læra ensku [...] getur síðan ekki talað við sonarkonur sínar og því síður við barnabörn sín; er svo í rauninni einstæðingur og vill helst vera milli landa“ og bætir við „sá sem best talar ensku, talar fyrir heilu ættina“.44 Bréf Petrínu gefa þó aðra sýn þar sem hún leggur áherslu á gagnkvæman skilning kvennanna sem byggist ekki á tungumálakunnáttu. Petrína virðist vilja fullvissa Arnfríði um að hún sé ekki lengur eina konan í fjölskyldunni og fái þann stuðning sem Arnfríður geti ekki veitt henni. Bréfið sem hér um ræðir er skrifað rúmlega tuttugu og fimm árum eftir komu Petrínu til Norður-Ameríku og sýnir hvernig skrif Íslendinga – og ritmenning fyrstu kynslóðarinnar –heldur áfram að takmarkast nær eingöngu við íslenskt ritmál á þeim slóðum þar sem íslenskir innflytjendur eru fjölmennastir en hverfur nánast með næstu kynslóð. Hlutverk handskrifaðra texta á íslensku á borð við 43 „[O]kkur þikir mjög vænt um hana hún gjetur ekki verid okkur betri vid verdum sjaldan ráda- lausar ad skilja hvur adra ekki skaltu halda ad eg skili ensku eda tali nema einstaka ord.“ Petrína Guðmundsdóttir til Arnfríðar Sigurgeirsdóttur, 22. maí [1919], 2v. 44 Jón Halldórsson, Atriði ævi minnar, 177. SVAR VIÐ BRÉFI FRÍÐU 10.33112/millimala.15.2.4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.