Milli mála - 2023, Blaðsíða 225

Milli mála - 2023, Blaðsíða 225
 Milli mála 15/2/2023 225 Álútur beindi hann því athyglinni að grillinu og byrjaði að undirbúa steikina. Í þetta skiptið grillaði hann bara steik og tæmdi heila vín- flösku. Ég elti hann hvert fótmál. Hann settist pirraður niður og hrinti mér frá sér þannig að ég missti jafnvægið og datt næstum á gólfið. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að félagsskapur minn skapraunaði honum settist ég við borðið sem við höfðum valið þennan dag og beið eftir því að hann rétti mér minn bita af steikinni. Við borðuðum í þögn. Pabbi greip aðra flösku og fyllti plastglasið sitt. Hann drakk næstum hálfa flösku í viðbót. Því næst féll hann sofandi fram á borðið eins og hann væri dauður. Fyrst brá mér en það varði aðeins í fáeinar mínútur því að þegar lágværar hrotur fóru að berast frá honum skildi ég að það var vínið sem hafði komið honum í þetta ástand meðvitundarleysis. Mig langaði hvorki að hrista hann eða kalla nafn hans til að vekja hann. Ég var alltaf hrædd við viðbrögð foreldra minna þegar ég óskaði einhvers. Svona svaf hann í tvo tíma á meðan ég virti hann fyrir mér með meiri skömm en ég upplifði yfir hrópunum sem stundum bárust frá vinahópnum. Ég sat eins og steingervingur þessar tvær klukkustundir og fylgdist með því hvernig fágaðri með- limir starfsmannafélagsins gengu hjá og hvísluðust á um eitthvað sem ég ímyndaði mér að hafi verið um pabba minn, sem lá þarna fram á borðið. Þegar hann vaknaði greip hann um handlegginn á mér. Hann lét mig klæða mig í fötin yfir sundfötin og leyfði mér ekki að fara í skóna. Ég var þess vegna í sandölunum og það var erfitt að ganga yfir grjótið á óhentugum skónum á leiðinni að strætó- num sem flutti okkur heim. Eins og alla aðra laugardaga komum við heim um sjöleytið. Mamma hafði komið fyrr heim þennan dag og var að strauja fötin sem hún hafði þvegið í vikunni. Pabbi heilsaði henni með snöggum kossi á kinnina og hljóp beint inn á baðherbergi. Á bak við lokaðar dyrnar heyrðum við hann kasta upp. Mamma hélt áfram að strauja og lét sem hún heyrði ekkert en ég tók eftir því að hún sperrti eyrun við hvert hljóð sem barst frá baðherberginu. Í fjórða eða fimmta skiptið sem hann kastaði upp, leit hún á mig og spurði hvar taskan mín væri. Mér til mikillar skelfingar uppgötvaði ég að ég hafði gleymt henni við hliðina á borðinu þar sem pabbi hafði setið og drukkið, og tekið þennan blund sem hafði valdið mér meiri skömm CRISTINA CIVALE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.