Milli mála - 2023, Page 212

Milli mála - 2023, Page 212
212 Milli mála 15/2/2023 1. Tungumál í ólíkum búningi Tungumálakennsla á Norðurlöndum dregur fram fjölbreyttar birt- ingarmyndir af tungumálum og skyldleika þeirra á milli. Tungumálin geta tekið á sig mynd sem móðurmál, erlent mál, annað mál, fyrsta mál, grannmál og fleytitunga (d. transitsprog). Allt eru þetta hugtök sem hafa breytilega merkingu sem háð er samhengi hverju sinni. Móðurmál má skilja sem það (eða þau) tungumál sem einstaklingur lærir fyrst (upprunaviðmið), það tungumál sem fólk samsamar sig við eða er samsamað með (samsömunarviðmið), það tungumál sem einstaklingur hefur mest vald á (hæfniviðmið) eða það tungumál sem mest er notað (notkunarviðmið). Fyrsta mál (L1) er oft hið sama og móðurmál samkvæmt upp- runaviðmiði, en þarf ekki að vera hið sama samkvæmt samsömunar- viðmiði. Hvort tungumál er erlent eða annað mál er spurning um notkun í og utan skólaumhverfis. Erlent mál er yfirleitt tungumál sem kennt er án þess að það sé hluti af málumhverfi samfélagsins. Umdeilanlegt er hvort enska eigi að skoðast sem erlent eða annað mál á Norðurlöndunum, þar sem hún er í raun nógu útbreidd til að fá stöðu annars máls. Þegar færð eru rök fyrir því að Íslendingar læri dönsku (eða norsku/sænsku) er það gert á grunni þess að litið er á tungumálin sem tengingu við sögulega þekkingu fyrr og nú og nútíma samfélagsgerð sem, auk menntunargildis, veitir aðgengi að t.d. vinnumarkaði og menntun í Skandinavíu. Í þeirri merkingu verða skandinavísku tungumálin fleytitungur (d. transitsprog), þ.e. tungu- mál sem auðvelda aðgengi að þjóðum og samfélögum. Íslenska og færeyska eru vestnorræn tungumál sem líta má á sem fyrsta mál og grannmál (frændamál), á sama hátt og skandinavísku tungumálin danska, norska og sænska eru hvert annars grannmál. Reynt var að greina flækjustig (d. kompleksitet) þeirra hlutverka sem tungumálin gegna og þar með hvaða hlutverk tungumálakennslan verði að tækla. Danska er bæði erlent mál og fleytimál á Íslandi, en er danska erlent mál eða annað mál í Færeyjum? Þar þróast danskan frá því að vera annað mál yfir í að verða erlent mál, og þar með líka fleytimál. Finnland hefur tvö opinber tungumál, finnsku og sænsku. Sænska er viðurkennd sem minnihlutamál og menntakerfið kemur til móts við það með kennslu í tungumálinu sem móðurmáli, og/eða fyrsta máli, NORÐURLÖND, TUNGUMÁL ÞEIRRA OG MENNING Í NÁMSGÖGNUM 10.33112/millimala.15.2.8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.