Mímir - 01.07.1987, Síða 30

Mímir - 01.07.1987, Síða 30
Saussure skilgreinir táknið svo að á því séu tvær óaðskiljanlegar hliðar. Önnur þeirra, táknmyndin (t.d. hljóð, skrift, hreyfing) er hljóðímynd, og þessi hljóðímynd tengist tákn- miði eða hugtaki, sem er hin hlið táknsins. Hugmyndin um einhvers konar vísun (re- presentation) er sameiginleg með táknhugtök- um þeirra Saussure og Peirce — og öðrum táknhugtökum, sem sprottin eru af þeim. Þar gildir að táknin standa í stað þess sem þau vísa til (re-present), enda nefnir Peirce táknið re- presentamen. Merkingin býr ekki í hlutunum né heldur í venslum (relations) þeirra, heldur er hennar að Ieita í táknum og venslum þeirra. Við reynum stöðugt að „ná“ merkingunni, en það eina sem við festum hendur á eru önnur tákn þar sem merkingin er sjálf tákn, aldrei áþreifanleg né endanleg. Þessa óendanlegu merkingarkeðju hafa táknfræðingar nefnt skefjalaust táknferli, (unlimited semiosis)' og er þar aftur vísað til Peirce: The meaning of a representation can be nothing but a representation. In fact, it is nothing but the representation itself conceived as stripped of irrelevant clothing. But this clothing never can be completely stripped of; it is only changed for something more diaphan- ous. So there is an infinite regression here. Finally, the interpretant is nothing but another representation to which the torch of truth is handed along; and as representation, it has its interpretant again. Lo, another infinite series.4 Að svo stöddu verður spurningin að sjálf- sögðu: „Hvað er þá orðið um veruleikann“? Ef merkingin eða sannleikurinn færist alltaf til, eins og Peirce segir, úr einni merkingarkeðju í aðra, hvernig nálgumst við þá raunveruleik- ann, sem við verðum að takast á við? Hver eru tengslin á milli merkingar og veruleika? Þeirri spurningu verður sennilega aðeins svarað með því að hverfa ennþá lengra aftur í tímann en til þeirra Peirce og Saussure og sýna fram á að táknfræðin á sér lengri aðdraganda. Deilan um almenn hugtök Þegar á tímum forngrikkja glímdi Platon við spurningar um eðli táknsins, síðar fylgdi Agústínus í kjölfarið, og seinna á miðöldum skilgreindu skólaspekingar tákn með reglunni aliquid stat pro aliqua (eitthvað stendur fyrir eitthvað annað). Mikil deila stóð um stöðu hugtakanna í heiminum, eða almennt um tengslin milli tákna og efnislegra fyrirbæra. Svonefndir nafnhyggjumenn (nómínalistar) voru á þeirri skoðun að hugtökin væru einungis orð. Þau væru eins konar heilaspuni, óhlutstæðar einingar, þó að þau gætu að vísu haft hagnýtt gildi. Andspænis nafnhyggju- mönnum stóðu hluthyggjumenn, sem héldu því fram að ímynd hugtakanna væri til í raun og veru og óháð notkun okkar og skilgreining- um. Þessi deila leiddi til átaka, sem að mörgu leyti er ekki Iokið enn þann dag í dag. Kannski er ógerlegt að skera úr um hið rétta í þessu efni, þar sem hér er um tvær hliðar sama máls að ræða. Sem einhvers konar málamiðlun á milli þessa tveggja öfga stóðu hughyggjumenn, (conceptualists), sem töldu að hugtökin ættu sér ekki sjálfstæða tilveru, en þar sem þau væru sköpuð í vitund manna eða Guðs væru þau einstök, og því ekki að öllu leyti afstæð eins og nafnhyggjumenn vildu meina. Þegar (sumir) táknfræðingar fullyrða að tján- ingin verði aldrei bein, heldur taki á sig krók táknkerfanna, er það vegna þess að þeir líta á bilið milli táknanna og hlutanna sem eðliseigind, og þeir geta því ekki fallist á ofan- greind sjónarmið, þó að þeim geti að sjálfsögðu skjátlast eins og öðrum. Um er að ræða leik eða spil, þar sem menn sveiflast fram og aftur á milli tveggja öfga.5 Margir eru þeirrar skoðunar að franskir táknfræðingar hneigist til nafnhyggju (einkum A.J. Greimas), en að breskir og bandarískir táknfræðingar hallist frekar að hluthyggju. Þessi skoðun kemur t.d. fram hjá Robert Scholes, sem segir á einum stað: Saussure, as amplified by Roland Barthes and others, has taught us to recognize an unbridge- 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.