Mímir - 01.07.1987, Síða 33

Mímir - 01.07.1987, Síða 33
hún hvort þeir hefðu einhverjar athugasemdir um þá staðreynd að margir New York-þúar væru farnir að arka um í kúrekastígvélum. Táknfræðingana langaði að ræða um allt annað en stígvél, en þeir gengust inn á hugmynd blaðamannsins engu að síður. Þegar Pines hafði kynnt sér svör fræðimannanna lýsti hún því yfír að með táknfræðinni væri þorin ný vísinda- grein. Ritstjórn New York Times hefur líklega verið sammála þessari yfirlýsingu, því greinin þirtist í hinum virðulega hluta blaðsins, Science Times. Spurning blaðamannsins varðaði að sjálf- sögðu fyrirbæri sem eldri vísindi hafa ekki get- að skýrt. Hún vissi að textafræðingar og Ameríkufræðingar (þeir sem leggja stund á „American Studies“) gátu talað um kúrekagoð- sögnina og að sálfræðingar gátu talað um kúrekastígvélin sem tákn um veldi og vaxandi áhrifaleysi New York-búa o.s.frv. En hún taldi að hæfileiki táknfræðinga til þess að samtvinna flóknar sögulegar og samtímalegar upplýsingar við ákveðið hegðunarmynstur, sálfræðilegar hvatir og stjórnmálalegar og hugmyndafræði- legar aðstæður, hlyti að vera vísbending um að hér væri um nýja vísindagrein að ræða. í grein sinni segir Pines: Nothing seems to trivial or to complicated to semioticians to analyze. Take the matter of cowboy boots, for instance. A New Yorker who buys such boots is actually responding to well-established myths about the cowboy in our culture, and also to the new power of the oil millionaires and ranchers who support the Reagan Administration, says Dr. Marshall Blonsky, a semiotician in the department of comparative literature at the State University ofNew York at Stony Brook. „In both myths, the wearer of the cowboy boots handles the world masterfully,“ says Dr. Blonsky. „He is virile, self-reliant, free to roam over the wide-open spaces that New Yorkers lack, and has or supplies virtually limitless energy.“ Nobody cares that real cow- boys often Iead humdrum lives, he points out. New Yorkers don‘t want real cowboy boots — just the idea of cowboy boots. So they buy boots made of Iizard or snake that serve as symbols or signs of cowboy boots, in which they can roam the city with a feeling of power, but wouldn’t be much good for rounding a cattle.17 Þetta var það sem stóð í blaðagreininni um kúrekastígvélin. Þar fyrir utan eru nokkrar al- mennar hugleiðingar um hvaðan tákn fá merk- ingu sína, hvað það merkir að karlmaður færir konu rós og hvers vegna kvikmyndin Casa- blanca varð sígild, svo dæmi séu nefnd. En það var sagan um kúrekastígvélin sem sannfærði New York Times um að táknfræðin væri vísindagrein. Skýringin á þessu er að sjálf- sögðu sú að blaðamaðurinn gat notfært sér þessa sögu gegn Reagan-stjórninni með því að líta á kúrekastígvélin sem tákn um hollustu við hægristjórnina. Kannski eru það slík þrögð sem Maya Pines hefur haft í huga þegar hún vitnar í Eco: „Semiotics is the discipline of studying every- thing that can be used in order to lie.“ En biaðamaðurinn bandaríski hefur þrátt fyrir allt komist í tæri við fyrirbæri sem er allrar athygli vert. Og það er sú staðreynd að hin ýmsu vísindalegu líkön sem auðvaldssam- félagið hefur úthugsað til að gera grein fyrir vöruframleiðslu og hreyfingum vörunnar í samfélaginu (dreifing og neysla) þau duga ekki lengur til að útskýra jafn sáraeinfaldan hlut og kúrekastígvél. Og þetta er að sínu leyti hluti af kreppu vísindanna, eða öllu heldur kreppu þekkingarinnar, sem gert hefur vart við sig á Vesturlöndum á áttunda áratugnum. Það sem kúrekastígvélin hafa afhjúpað fyrir blaðamann- inum er einfaldlega það sem Þjóðverjar hafa kallað Sinnkrise og enskir crisis of meaning. I Danmörku hafa menn haft veður af þessari kreppu fyrir tilstilli bókar eftir franska heimspekinginn Lyotard, Þekking og samfélag síðmódernismans, þar sem hann ræðir um endalok hinna víðtæku frásagna. Þar er því haldið fram að frásagnir í skáldskap jafnt sem vísindum, sem lúta að merkingu tilverunnar, séu ekki lengur trúverðugar og að vörur jafnt sem merking hrærist skipulagslaust í tómarúmi (,,simulacrum“). 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.