Mímir - 01.07.1987, Side 39

Mímir - 01.07.1987, Side 39
leiki táknmyndarinnar ekki til einhverrar hug- myndar um ósegjanleika (um ónefnanlegt táknmið) heldur til hugmyndar um leik; æxlun hinnar endalausu táknmyndar (að hætti hins endalausa tímatals) á sviði Textans á sér ekki stað vegna einhvers lífræns þroskaferils,né „djúptækrar" túlkunar, heldur miklu frekar vegna raðtengdra tilfærslna, skörunar, til- brigða; rökvísin sem stýrir Textanum er ekki alhliða (og reynir því ekki að skilgreina hvað verkið „merkir") heldur nafnhverfð (metony- mique); starfsemin sem felst í tengingu, nálgun og innbyrðis vísunum, fellur saman við það að táknunarorka er leyst úr læðingi (ef hún brygðist myndi maðurinn deyja). Verkið er (þegar best lætur) hóflega táknrænt (hinu tákn- ræna eru þá takmörk sett, þ.e.a.s. það þrýtur); Textinn er hins vegar táknrænn á róttœkan hátt: skilji maður, skynji og meðtaki hið tákn- rœna eðli verks, þá er þar um texta að rœða. Textanum er þannig skilað aftur til tungumáls- ins; eins og tungumálið hefur hann formgerð en er án miðju og ólokaður (við skulum athuga, svo svarað sé þeim fyrirlitningarfullu og tískubundnu ásökunum á hendur formgerð- arstefnunni, að þau þekkingarfræðilegu forrétt- indi, sem nú er viðurkennt að tungumálið hafi, eiga einfaldlega rætur að rekja til þeirrar stað- reyndar að í málinu hafa menn uppgötvað mótsagnarkennda hugmynd um formgerð: kerfi án jaðars og miðju). 4. Textinn er margræður. Þetta þýðir ekki aðeins að hann hafi margar merkingar, heldur að hann uppfylli sjálft margræði merkingar- innar: óbreytanlega (en ekki aðeins samþykkj- anlega) margræðni. Textinn er ekki samlíf merkingar, heidur göng hennar, yfirferð hennar; hann hlýtur að ganga túlkanda úr greipum, hversu frjálslyndur sem hann kann að vera, texti kallar þess í stað á sprengingu, sán- ingu. Margræðni textans byggist reyndar ekki á óljósleika innihalds hans heldur á því sem við getum kallað þrívíða margræðni táknmynd- anna sem vefa hann (upphaflega merkti orðið texti vefnaður). Lesanda Textans má líkja við aðgerðarlausan huga (huga sem gefur ímynd- unum sínum lausan tauminn): Þessi tiltölulega tónri hugur röltir (þetta hefur komið fyrir höf- und þessarra lína og af þeirri ástæðu hefur hann orðið svo sterklega meðvitaður um Textann) um hlíð; eftir dalbotninum rennur vatnsflæði (ég nota þetta orð til að skapa vissan framand- leika). Það sem hann skynjar er margvíslegt, óbreytanlegt og kemur frá mismunandi og að- skildum efnum og sviðum: birta, litir, gróður, hiti, loft, hvel! sköll, smátíst í fuglum, barna- raddir frá gagnstæðri hlíð, slóðir, bendingar, klæðnaður íbúa fjær og nær. Öll þessi fyrirbæri eru að nokkru þekkjanleg: Þau koma frá þekkt- um lyklum, en samtvinnuð verkun þeirra er einstök, hún myndar einstakan bakgrunn við röltið sem ekki er hægt að endurtaka nema sem mismun. Það sama gerist í Textanum: hann getur aðeins verið Texti í mismun sínum (það er ekki átt við „sérkenni“ hans); að lesa Texta er „semelfactive“ (og það væri aðeins sjón- hverfing að beita textavísindum sem grundvöll- uð eru á aðleiðslu og afleiðslu: ekki er til nein „málfræði“ textans), og þó er hann algjörlega ofinn úr tilvitnunum, vísunum, bergmáli: Það er menningarlegt tungumál (hvaða tungumál er ekki menningarlegt?) fornt eða nýtt, sem iiggur yfir hann þvers og kruss í víðfemri fjölrás. Ekki er hægt að jafna textatengslunum sem allir textar eru fangaðir í, þar sem þeir sjálfir eru samtextar annarra texta, við einhvern uppruna textans: með því að leita að „uppsprettu“, „áhrifum" í verki er verið að fullnægja goð- sögninni um feðrun; tilvitnanirnar sem textinn er gerður úr eru nafnlausar, óafturkallanlegar og þó þegar lesnar: Þær eru tilvitnanir án gæsa- lappa. Verkið truflar enga einhyggju (fjand- samleg heimspeki er til eins og við vitum); í augum slíkrar heimspeki er margræðni af hinu illa. Því er það svo að andspænis verkinu gæti Textinn svo sannarlega gert að sínum einkunn- arorðum svar mannsins er haldinn var illum öndum: „Hersing heiti eg; því vér erum margir“ (Mark 5:9). Sá margræði og djöfullegi vefur sem skipar Textanum í andstöðu við verkið getur haft í för með sér grundvallar 39

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.