Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 40

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 40
breytingu á Iestrarvenjum, en einmitt á því sviði virðist einræðni ráða ríkjum: Vissir „textar“ Ritningarinnar, venjulega teknir upp af guðfræðilegri (sögulegri eða andlegri) ein- ræðni, gætu verið fallnir til sveigjanlegrar merkingar (þegar allt kemur til ails, til efnis- hyggjulegs lesturs), og marxísk túlkun verka, sem hingað til hefur einkennst af einbeittri ein- hyggju, gæti orðið efnishyggjulegri með því að gera sig margræðari (ef marxískar „stofnanir“ leyfa slíkt, að sjálfsögðu). 5. Verkið er flækt í feðrunarferli. Gengið er út frá því að heimurinn (kynþátturinn, síðan sag- an) ákvarði verkið, verkin raðskipist sín á milli, og að verkið sé höfundarstimplað. Höf- undurinn er talinn faðir og eigandi verks síns; bókmenntafræðin kennir okkur í samræmi við það að virða handrit og yfirlýstar ætlanir höf- undarins, og þjóðfélagið staðfestir tengsl höf- undarins við verk sitt með lagaboði (hér er átt við „höfundarrétt“, sem er reyndar nýr af nál- inni og ekki settur í frönsk Iög fyrr en á tímum byltingarinnar). Textinn aftur á móti er lesinn án áritunar Föðurins. Myndhverfmgin, sem Iýsir Textanum er hér aftur aðskilin frá þeirri sem á við verkið; hin síðarnefnda vísar til ímyndar af lífrœnni heild sem vex vegna þrótt- mikillar þenslu, með „þróun“ (áberandi tvírætt orð: líffræðilegt og mælskufræðilegt). Mynd- hverfing Textans er eins konar kerfi eða net\ þenjist Textinn er það fyrir áhrif samverkandi aðgerða (þetta er ímynd sem Iíkist mjög hug- mynd nútímalíffræði um lífveruna); þar af leið- andi ber ekki að votta Textanum mikilsverða virðingu: hægt er að brjóta hann (það var meira að segja gert á miðöldum við tvo texta sem þó voru áhrifamiklir: Ritninguna og Aristóteles); hægt er að lesa Textann án ábyrgðar föður hans; endurreisn textatengsla afnemur faðern- isleitina á þversagnarkenndan hátt. Það er ekki svo að Höfundurinn geti ekki „snúið aftur“ í Textanum, í sínum texta, en hann gerir það eingöngu, ef svo mætti segja, sem gestur; ef hann er sagnaskáld, greypir hann sjálfan sig þar sem eina persónu, sem þráð í vefnaðinn, áritun hans er ekki lengur friðhelg, föðurleg, stóri sannleikur, heldur leikkennd: segja má að hann verði pappírshöfundur; líf hans er ekki lengur uppspretta sögu hans, heldur saga samstíga lífi hans; það verða umskipti á þann veg að verkið fer að hafa áhrif á líf (í stað þess gagnstæða); verk Prousts og Genets gera okkur kleift að lesa líf þeirra sem texta: orðið œvi-saga öðlast sterkt orðsifjafræðilegt gildi; og þar með verður heið- arleiki orðræðunnar, hinn raunverulegi „kross“ bókmenntalegs siðgæðismats, gervi- vandamál: Það Ég sem ritar textann er aldrei neitt annað er pappírs-Ég. 6. Verkið er venjulega neyslufyrirbæri; ég hygg ekki á neitt lýðskrum með því að skírskota til þess sem nefnt er neyslumenning, en við verð- um að kannast við það að í dag eru það „gæði“ verksins (en mat á þeim hlýtur þegar allt kem- ur til alls að byggjast á ,,smekk“) en ekki hin raunverulega lestrarathöfn sem getur skilið á milli bóka. Ekki verður greindur neinn form- gerðarlegur munur á „fáguðum“ lestri og til- viljunarkenndum lestri í neðanjarðarlest. Text- inn (þó ekki sé nema vegna algengs „ólæsi- leika“) hellir verkinu (ef það leyfir það) úr neysluflösku þess og endurheimtir það í formi leiks, starfs, framleiðslu, æfingar. Þetta merkir að Textinn heimtar að reynt sé að þurrka út (eða að minnsta kosti minnka) fjarlægðina milli þess að skrifa og þess að lesa, ekki með því að efla ívarp lesandans inn í verkið, heldur með því að tengja þetta tvennt saman í einu og sömu mikilvægu merkingarathöfnina. Fjar- lægðin sem skilur lestur frá skrift er söguleg. Á tímum hinnar mestu lagskiptingar þjóðfélags- ins (fyrir gegnsýringu lýðræðislegrar menning- ar) voru skrift og lestur jafnmikil stéttarforrétt- indi: Mælskufræðin, hinn mikli bókmennta- lykill þess tíma, kenndi skrift (þó að framleiðsl- an væri að vísu venjulega orðræður, ekki text- ar). Það er táknrænt að tilkoma lýðræðisins sneri röðinni við: framhaldsskólinn leggur metnað sinn í að kenna lestur en ekki skrift. Reyndin er sú að lestur sem neysla, er ekki leikur að textanum. Hér verður að skiija hug- 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.