Mímir - 01.07.1987, Síða 48

Mímir - 01.07.1987, Síða 48
þegar hann bjó í haginn fyrir einmitt þá þætti sem gátu kollvarpað öllum lyklinum. Hann vildi búa tii bann til að láta reyna á þessar verur sínar en um leið fær hann þeim upp í hendurnar grundvallardæmi um hvernig má grafa undan því sem álitið er náttúrleg skipan hlutanna. Hvers vegna ætti epli sem er rautt að vera óætt eins og það væri blátt? Illu heilli ætlaði Guð að innleiða menning- arhefðina en svo virðist einmitt sem menningin fæðist þegar blásið er til einhvers banns af yfir- völdum. Það má vera að hægt sé að rökstyðja að menningin hafi verið þarna fyrir þegar haft er í huga að tungumálið var til og allt sköpun- arstarf Guðs var þá þegar norm, uppspretta valds, lögmál. En hver mun nokkru sinni geta rakið lið fyrir lið rás viðburðanna á þessum merku tímamótum mannkynssögunnar? Hvað nú ef tungumálið myndaðist ekki fyrr en ein- hvern tíma eftir tilurð bannsins? Að þessu sinni er það ekki í mínum verkahring að útkljá vandamálið um uppruna tungumálsins heldur er ég aðeins að ráðskast hér með ímyndað mállíkan. Hvað sem því líður þá höfum við fulla heimild til að staðhæfa að Guð hafi rasað heldur um ráð fram; enn er þó of snemmt að segja til um hvar honum skaust nákvæmlega. Fyrst verðum við að hverfa aftur til Eden og þeirrar kreppu sem þar fer ört dýpkandi. Adam og Eva hafa nú verið trakteruð á þessu eplabanni og þá þykir þeim nauðsyn bera til að aðlaga merkingartengdu keðjurnar úr (3) breyttum viðhorfum og nýjar keðjur verða til: (5) Rautt = Ætt = Gott = Blátt = Óætt = Vont = Fallegt= Já Ljótt = Nei = Snákur og Epli Og þá er stutt skrefið í Snákur = Epli Þetta sýnir að merkingarheimurinn er fljótur að riðlast miðað við upphafsaðstæðurnar. Reyndar lítur út fyrir að merkingarheimur nú- tímamannsins eigi meira skylt við (5) en (3). Þetta misgengi í kerfinu veitir vísbendingar um fyrstu mótsagnirnar í undralandi Adams og Evu. Þar sem fyrstu mótsagnirnar taka á sig snið í merkingarheiminum Eden Það fer ekkert á milli mála að ákveðin hefð kemst ævinlega á skynjunina, og því leyfist okkur að halda áfram að tala um eplið sem /rautt/, jafnvel þótt við vitum ofurvel að það hefur verið merkingarlega tengt því sem er vont og óætt og þaraf Ieiðandi Blátt. Setningin (6) BAAAB. ABBBBBA (eplið er rautt), er í beinni mótsögn við hina setninguna, (7) BAAAB.BAAAAAB (eplið er blátt). Það rennur allt í einu upp fyrir Adam og Evu að hér er eitthvað ankannalegt. Hugtak með tiltekna aðalmerkingu kemst í fullkomna nrótsögn við þær hjámerkingar sem það kemst ekki hjá því að framleiða; þessa mótsögn er á engan hátt hægt að tjá með þeim aðalmerking- um sem þau ráða yfir i sínum venjulega orða- forða. Þau geta ekki með nokkru móti tekið eplið sérstaklega út úr og tilgreint það með því að segja /þetta er rautt/. Og vitaskuld er þeim heldur óljúft að fara að forma mótsögnina — „eplið er rautt, það er blátt“ —, svo þau verða að láta sér lynda að tiltaka séreðli eplisins með ambögulegri myndhverfingu eins og /hluturinn sem er rauöur og blár/ eða kannski væri skárra að segja /hluturinn sem er kallaður rauð-blár/. í staðinn fyrir jafn ómstríða yrðingu og /BAAAB.ABBBBBA. BAAAAAB/ (eplið er rautt, það er blátt), kjósa þau heldur að búa til metafór, samsett nafn sem getur komið í stað- inn fyrir setninguna. Þetta losar þau undan 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.