Mímir - 01.07.1987, Side 67
Soffía Auður Birgisdóttir:
Hin norræna móðir og
svanurinn
Andstæðusýn og togstreita í Dalafólki 1
eftir Huldu
Inngangur
Þessi ritgerð var samin sem prófritgerð í
námskeiðinu: Konur og bókmenntir II, sem
Helga Kress kenndi í Almennri bókmennta-
fræði á vormisseri 1986. Sumar þeirra hug-
mynda minna sem hér koma fram hafa vafa-
laust mótast af umræðum þar. Ritgerðin birtist
hér nær óbreytt.
I ritgerðinni er skáldsagan Dalafólk I eftir
Huldu skoðuð í ljósi kenninga franska fræði-
mannsins og femínistans Héléne Cixous.
Tilgangurinn var að athuga hvort sjá mætti í
skáldsögunni þá andstœðusýn sem Cixous (sem
byggir mikið á kenningum Jacques Derrida)
telur vestræna menningu hvíla á. Að mati
Cixous er þessi andstœðusýn mikil hindrun í
vegi kvenna, þröskuldur sem er rótfastur í vest-
rænni menningu og nær yfir alla orðræðu
hennar. Þetta veldur konum erfiðleikum bæði
að skapa sér jákvætt og virkt hlutverk við að tjá
reynslu sína með tungumálinu sem og innan
menningarheildarinnar.
í Dalafólki I er þessi andstæðusýn allsráð-
andi. Kvenhetja sögunnar á í sífelldri baráttu
við sjálfa sig, baráttu sem gengur út á að sætta
sig við það hlutverk sem menningin ætlar kon-
um. Einnig er athyglisvert hversu ráðandi and-
stæður eru í öllu tungumáli verksins og mynd-
máli þess.
I Sjá Héléne Cixous: „Castration or Decapitation?"
Signs: Journal of Women in Culture and Society,
Volume 7, Number I (Autumm 1981), bls. 41—55. Einnig
Toril Moi: Sexual/Textual Politics. Feminist Literary
Andstæðusýn
Franski rithöfundurinn og fræðimaðurinn
Héléne Cixous hefur sett fram þá kenningu að
öll vestræn menning og menningarorðræða sé
byggð á andstœðusýn karlveldisins.1 Allt sem
stjórnar lífi okkar, sem hef'ur áhrif á okkur, sem
fram kemur í Iistum, trúarbrögðum, tungumál-
inu, fjölskyldumynstrinu, samræðum o.s.frv.,
er bundið í táknkerfi sem grundvallast á
tvenndarandstæðum (binary-oppositions) sem
sett eru upp sem pör (couples). Innan hvers
andstæðupars er ríkjandi stigveldi (hierarchy)
eða valdastrúktúr, á þann hátt að annar þáttur
parsins er „yfir“ hinum, er jákvæðari og virk-
ari. Hin baklæga andstæða sem rekja má öll
hin andstæðupörin til er, samkvæmt Cixous,
höfuðandstæðan karl/kona.
Til að halda þeirri hugsun við Iýði að karl/-
kona teljist óumbreytanlegt andstæðupar, verð-
ur hin menningarlega orðræða að bera með sér
að munurinn á þessum hugtökum (þ.e. karl/-
kona) sé „náttúruleg“ forsenda og undirstaða
annarra tvenndarandstæðna. Að mati Cixous
er þetta einmitt hængurinn á orðræðu karl-
veldisins: Andstæðuparið karl/kona vekur
ósjálfrátt upp fjölda annarra andstæðna, svo
sem stór/lítil, sterkur/veik, ráðandi/undirgefin,
hreyfing/kyrrstaða, virkur/óvirk.
Það sem skiptir einna mestu máli í þessari
Theory. Methuen. London and New York, 1985. Kaflinn:
„Héléne Cixous: an imaginary utopia." Aðallega bls.
104-107.
67