Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 71
Porfinnur Skúlason
Ótti Emilíu
Það var Emilía sem
kom þessu öllu af
stað. Ég hafði verið
að súpa á mjólk og
narta í kex á meðan
ég fletti blaðinu, er ég
skyndilega rakst á tvö
orð. Af þúsundum
annarra orða voru
það aðeins þessi tvö
sem fönguðu athygli
mína, þar sem þau
stóðu kolsvört yfir
litlum dálki, TÆTUM OG TRYLLUM. Ég vissi
að hér var gamli Stuðmannafrasinn á ferð og átti
því von á tónlistarumfjöllun einhverrar ættar. I
staðinn birtist þetta:
Emilía hringdi:
A útvarpsstöðinni Bylgjunni hafa að undanförnu
heyrst auglýsingar sem enda á þessum slagorðum:
„Tætum og tryllum“! Þessar auglýsingar eru aug-
sýnilega ætlaðar ungu fólki og hljóða upp á sam-
komur á hinum og þessum stöðum á landinu. Mér
finnst þetta vera með lágkúrulegustu slagorðum
sem hafa verið í gangi lengi - og hafa þau þó ekki
öll verið upp á marga fiska. Þetta lýsir kannski best
innræti þjóðarinnar hvernig óafvitandi má stuðla
að afbrotum, misferli og lítilsvirðingu fyrir heil-
brigðu þjóðfélagi.
Orðin eru hlaðin krafti í augum Emilíu. Krafti
sem beinist gegn þjóðfélaginu, regluríki manna.
Með því að hafa þau yfir nógu oft eins og gjarnan
er háttur auglýsinga geta þau auðveldlega leitt
ungt og óharðnað fólk inn á glapstigu afbrota og
misferlis. Orðin seiða og sefa eins og tröllin forð-
um til þess eins að gera fórnarlömbin sér sam-
dauna. Ómótaður unglingur á það á hættu að
tryllast, verða að trölli. Skilningur Emilíu á orð-
inu trylla vakti með mér forvitni sem að endingu
leiddi mig áfram um ranghala íslenskrar menning-
ar og sögu. Hvað þýðir orðið tröll og hverrar
náttúru er veran sem það ber? Hvaða merkingu
hafði orðið trylla, hefur hún breyst? Þessar spurn-
ingar leituðu fyrst á mig en síðan urðu þær fleiri og
fleiri. í ritgerð minni til B.A.-prófs1 leitaði ég
svara við þessum spurningum á þremur sviðum, í
orðsifjum, þjóðsögum og íslandslýsingum. Hér á
eftir fer fyrsti hluti þriggja. Von mín er sú að
uppruni orðanna geti orðið að leiðarsteinum sem
markað gætu leið að dulinni merkingu.
Aðferðafræðilegir þankar
Orð eru tákn sem ákveðin merking er tengd við.
Hægt er að líta á þá merkingu sem sáttmála fólks-
ins sem tungumálið talar. Við lesum bókstafi af
blaði eða nemum hljóð úr annars munni og tengj-
um saman í huganum tákn og merkingu. En það
er oftast ekkert í eðli orðsins sjálfs sem tengir það
merkingu sinni.2 Orðið sími merkti t.d. á miðöld-
um hið sama og orðið þráður merkir í dag. Þetta
er ein af frumforsendum orðsifjarannsókna.
Ákveðið orð er tekið til skoðunar og merkingar-
þróun þess rakin aftur um aldir. Vegna þess að
merking orða tekur stöðugum breytingum gerir
athugun á þróun hennar okkur stundum kleift að
ráða í hugsunarhátt fyrri tíma. Þó að liðinn tími
verði aldrei endurvakinn að fullu þá getur merk-
ingarfræðin verið sem áhald í höndum okkar til að
byggja mynd af fortíðinni.
En vissir annmarkar eru einnig á merkingar-
fræðirannsóknum og sá mestur að algildur sann-
leikur og svör verða aldrei fundin, engin niður-
staða er endanleg. Líta má á merkingu orða eins
og rætur á tréi þar sem einn angi tengist öðrum en
ómögulegt er að segja til um það í hvaða rótar-
grein upphafið liggur. Þetta gefur okkur óneitan-
lega ákveðið vald í hendur. Við getum ákveðið að
taka eina merkingu fram yfir aðra, fylgt einum
anga en sniðgengið annan. I því felst líka nokkur
hætta, sú hætta að einfalda um of það sem í eðli
sínu er flókið. Með þessar hugmyndir og fyrirvara
í nestismalnum getur verið fróðlegt að skoða orð-
69