Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 18
texta en eldri textar hafa áhrif á túlkun þeirra yngri. Hér er því horft að mestu leyti fram hjá höfundinum og áherslan er lögð á textann sjálfan. Megas byrjar að yrkja u.þ.b. 15-20 árum eftir að formbyltingin svokallaða verður í íslenskri Ijóðagerð. Þó yrkir hann ekki í frjálsu formi heldur nýtir sér yfirleitt hefðbundnar bragreglur. Hann hefur sjálfur útskýrt það þannig að í gömlu íslensku kvæðahefðinni hafi maður mjög sniðuga effekta, stuðla, höfuðstafi og rím sem allt leggi sitt af mörkum við flutning, auk þess sem það auðveldi manni að munatextann. Hann segist þannig vera ægilega íhaldssamur, bæði í formi og innihaldi og að þess vegna hafi íslenska hefðin haft mest áhrif á það sem hann hefur verið að gera (Einar Kárason, 1984). Síðar bætti hann við þetta að hann gæti ekki hugsað sér að setja saman texta sem ekki er geirnegldur með einhverju stuðlasýstemi (Jónas Jónasson, 1990). Megas neglir nánast undantekningalaust texta sína saman með stuðlum og höfuðstöfum. Braglínur eru þó mjög mislangar í textunum, lengd þeirra stjórnast fremur af taktinum en hefðinni og minnir hann í því stundum á Bob Dylan.5 Yfirleitt notast hann þó við rím og bindur Ijóðlínur saman með því. Megas lærir eins og svo margir aðrir af Bob Dylan að hægt er að yrkja Ijóð við dægurtónlist, taktinn má nota til að hreyfa við huga fólks rétt eins og líkama þess. Dylan réðst oft harkalega á eiginhagsmunaseggi úr efstu stigum þjóðfélagsins, siðlausa valdsmenn og góssmangara, t.a.m. I „Masters of War“ og „Only a Pawn in Their Game“. Fyrir vikið varð hann (eins og margir aðrir) átrúnaðargoð hipþakynslóðarinnar. Á íslandi stundaði Megas viðlíka gagnrýni. Þeir félagar Megas og Bob eiga þó ýmislegt fleira sameiginlegt. Til dæmis notfærir Dylan sér oft, rétt eins og Megas, vísanir í klassískar bókmenntir og goðafræði til að koma boðskap sínum á framfæri. f viðtali árið 1984 spurði Einar Kárason Megas út f það sem hann kallar „litterer intressur" í textunum: Blm.: Þetta sem þú ferð þá að semja [1965- 66], er það ekki miklu frekar skáldskapur en dægurvísur. Komu ekki inní þessa texta litterer 5. Textar sem falla að þessum útlistunum eru fjölmargir, sem dæmi má nefna „Björt Ijós borgarljós", „Mættu“ og „Gömlu gasstöðina við Hlemm". „Gasstöðina" má taka sem dæmi. Stuðlar og höfuðstafir eru hefðbundnir. Bragllnur eru ýmiss konar; fjórir þríliðir og tvíliður, þrir þríliðir og tvíliður, tveir þríliðir og tveir tvíliðir, tveir þríliðir og tvíliður o.s.frv. Því eina sem má treysta í þeim efnum er að rfmliður er alltaf tviliður í lok hverrar braglínu og braglínur eru átta í hverju erindi. Fyrstu þrjár línur hvers erindis ríma og fimmta til sjöunda, auk þess sem áttunda línan rímar við þá fjórðu. Það er því allt í nokkuð föstum skorðum og í takt við hefðina nema lengd og form braglínanna sem eru mjög frjálsleg. intressur sem lítið tíðkuðust í poppinu þá? M: Ja, litterer intressurnar gægjast kannski víða inn, en kannski aðallega hjá Dylan. Það er að segja: mýtu veröld tuttugustu aldarinnar. Mýtólógían, þar sem allt er mögulegt. í gamla daga mátti ekki blanda mýtunum saman, grískar goðsagnir máttu ekki hrærast saman við rómverskar, og allra síst við þjóðlegar sauðskinnsmýtur. Á 20. öldinni koma upp aðferðir að demba öllu saman, forn-grísk minni komu inní nútímaveruleikann; Ódysseifur var kominn með kókflösku. Jú, það er satt, verandi í smásögunum þá verða textarnir hjá mér dáldið heví og litterer. ... Þetta var ólíkt því sem verið var að gera í íslensku poppi, en það hefur kannski verið mitt handíkapp í raun og veru. Að gera þá svona heví. Bara einhver bæklun (Einar Kárason, 1984). Af þessu að dæma virðist „leyfið“ hafa fengist frá Dylan til að steypa saman öllum mýtunum, hefðunum og formunum. Aðferðina notar Megas svo á íslenska menningu og mætir fyrir það miklu andstreymi. Aðspurður um helstu lýrísku áhrifavaldana nefnir Megas þá til sögunnar sem honum finnast hallærislegir: Það sem manni finnst hallærislegt hefur kannski oft meiri og lúmskari áhrif, því maður fær það á heilann. „Paradísarfuglinn" ertil að mynda bara umsnúningur á kvæði eftir Davíð. Á sama hátt breytti ég texta eftir Steingrím Thorsteinsson með höppum og glöppum og úr því varð lagið um kondórinn á síðustu íkarusplötunni (Einar Kárason, 1984). Ef kvæði Davíðs Stefánssonar sem hann nefnir hér, „Brúðarnótt“, er skoðað, sjáum við að Megas snýr rækilega út úr mótífinu. Eins og fram kemur ber kvæðið heitið „Paradísarfuglinn" í útgáfu hans. „Brúðarnótt" Davíðs er hádramatísk harmsaga ungrar stúlku, fjallar um meydómsmissi og dauða sakleysisins. Paradísarfugl Megasar fjallar aftur á móti um reynslu stúlku af ofskynjunarlyfjum. Fikt hennar með þau tókst ekki betur en svo að hún „gjörðist veik á geði“ og var í kjölfarið komið fyrir á geðveikrahæli. í stað hjónalífsins hjá Davíð er lyfjagjöfum á Kleppi lýst. Nafn kvæðis Megasar er sótt í stutta frásögn eftir Robert D. Laing sem lögð er í orðastað geðsjúklings. Þar er fjallað um skáldskap og kemur eftirfarandi fram: I want you to taste and smell me, want to be palpable, to get under your skin, to be an itch in your brain and in your guts that you can't scratch out and that you can't allay, that will 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.