Mímir - 01.06.2005, Side 20
borginni og þeim iifnaði sem þar þrífst um fíkn
sína. „Björt Ijós, borgarljós“ fjallar um dreng sem
er fæddur undir fjallinu en féll ekki líf í sveit. Hann
stakk því af til borgarinnar þar sem borgarljósin
blinda hann. Borgin umvefur hann örmum sínum,
blíðum en banvænum, og smátt og smátt vinnur
hún á honum. Hann tærist upp að innan jafnt sem
utan líkt og holdsveikisjúklingur. Sú litla og stopula
stund sem hann stóð við í borginni er öll skráð
á honum, hann hefur misst sína lokkandi brá og
hatar nú borgina eins og sjálfan sig. Þar sem hann
situr, svitnar og bíður endaloka sinna á klósettinu
á stöðinni, hugsanlega smitaður af alnæmi, óskar
hann þess helst að hann væri laus við frestinn. Þar
á hann kannski við gálgafrestinn úr útfararsálminum
um blómið:
Hvorki fyrir hefð né valdi
hopar dauðinn eitt strik,
fæst sízt með fögru gjaldi
frestur um augnablik
[...]
(Hallgrímur Þétursson, 1944, bls. 228)
Fíklinum virðist sem dauðinn kvelji sig, hafi veitt
honum þennan frest sem allajafna fæst ekki og
hann vilji síst allra. Hann vill losna við þessa kvöl,
sem tilvistin er, enda þótt fyrir honum liggi engin
paradísarvist. En honum verður ekki kápan úr því
klæðinu, þrátt fyrir að nautnalífið hefði átt að vera
búið að ganga af honum steindauðum fær hann
frestinn.
Textann má skoða sem reynslusögu fíkilsins.
Söguna um hvernig hann sekkur dýpra og dýpra
ofan í fíknina. Rétt eins og holdsveikisjúklingnum
virðist honum engin útgönguleið fær, eina leiðin er
að fljóta fram:
& þyngdaraflið það örmagnast, tíma og eilífð er
varpað fyrir róða
& það snjóar óminni og alsælu upp af speglinum
góða
Fíknin vinnur bug á öllu. Þegar hann hefur sogið
alsæluna upp af speglinum er öllu öðru varpað fyrir
róða. Og rétt eins og holdsveikisjúklingurinn getur
fíkillinn enga mótspyrnu veitt. Hægt en örugglega
liggur leiðin í gröfina.
Megas hefur í gegnum tíðina verið í hlutverki
eiturfíkilsins á grafarbarminum og oftar en einu
sinni hafa gengið kjaftasögur um að hann sé
dauður. Þær voru sérstaklega áberandi eftir
tónleika hans „Drög að sjálfsmorði", en þá var
hann mjög illa farinn vegna lyfjaneyslu að eigin
sögn (Einar Kárason, 1984). Vegna (ó)lifnaðar síns
var honum stillt upp sem utangarðsmanni sem
væri þjóðfélaginu til vansa.7 Hann var andstæða
venjulegs fólks. Gert var lítið úr honum í fjölmiðlum
og jafnvel skrifað leikrit sem var lítið annað en
níð um hann, þ.e. leikritið „Valmúinn springur út
á nóttunni" eftir þá bræður Jón Múla og Jónas
Árnasyni. Um stælinguna á Megasi í leikritinu segir
í leikdómi: „...einhver grátlegasta smekkleysa sem
ég hef horft uppá og nánast ótrúlegt að góður
leikari eins og Hjalti Rögnvaldsson láti hafa sig
út í slíkt “(Sverrir Hólmarsson, 1978). Megas var
samsamaður persónum sínum, enda féll goðsögnin
um dópfíkilinn Megas vel að þeim.
2. Sjónarhorn - sjónbeining - sjónarmið
í fyrsta kaflanum var litið á paródíurnar
„Þaradísarfuglinn" og „Heimspekilegar vangaveltur
um þjóðfélagsstöðu" auk þess sem drepið
var á textann um sveitastrákinn sem verður
borgarsollinum að bráð. Allir eiga þessir textar
það sameiginlegt að mælendur þeirra eða
aðalsögupersónur eru utangarðs; geðsjúklingur,
róni og fíkniefnaneytandi. Þeir eru fólk sem allur
þorri almennings vill lítið hafa með að gera í
nánasta umhverfi sínu.
í textunum er hversdagurinn dagur
utangarðsmannsins. Textar Megasar segja frá
atburðum, kómískum, hversdagslegum eða
átakanlegum, sem varpa Ijósi á líf persóna hans
og lífsstíl. Hann túlkar afkimana í íslenskum
samtíma og með kveðskap sínum bendir hann
á fjölbreytileika mannlífsins og þá þöggun
sem alltaf á sér stað um það sem er illa séð
eða truflar millistéttina á einhvern hátt. Þannig
hefur Megas orðið nokkurs konar talsmaður
olnbogabarna þjóðfélagsins. Þegar hann syngur
um fatlafól kætast fatlaðir ekki síður en aðrir, þó
ekki sé nema vegna þess að vakin er athygli á
að þeir séu til. Þegar hann syngur um rónana
og eiturlyfjaneytendurna kætast líklega færri,
og þá kannski sérstaklega þeir sem hættir eru
eiturneyslunni, vita af vandanum og hafa bæði vilja
og þor til að horfast í augu við hann. Ekki er ólíklegt
að án þess að það hafi beinlínis vakað fyrir honum
hafi Megas með viðleitni sinni til að draga umræðu
um þessi mál upp á yfirborðið gert frumkvöðlum
í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi starfið
hægara.
En Megas lét ekki staðar numið. Þegar hann hóf
að syngja um ástir til barna uppúr miðjum níunda
áratugnum fannst mörgum eins og loksins hefði
Megas gengið of langt. Margir aðdáenda hans og
fylgismanna frá upphafi ferilsins sneru baki við
honum og gengu í lið með þeim sem alltaf höfðu
haft illan bifur á textasmíð hans og tónlist. Menn
vildu ekki horfast í augu við að til væru menn
18
7 Sbr. lesendabréf í dagblöðum sem vitnað var til á bls. 8.