Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 22
Megasar er ekki unninn undir áhrifum frá upphaflegu greininni heldur vinnur hann meðvitað með hana til að miðla öðrum þankagangi, sýna hina hliðina, andstæðu blaðagreinarinnar. „Ástandið" birtist því á óhefðbundinn hátt í textanum, jákvæðan. Sjónbeinandi í kvæðinu um Mættu er enginn vandræðagripur að öðru leyti en því að hann er annarrar skoðunar en flestir, viðurkennir ekki viðurkennd viðhorf valdastéttarinnar. Öllu algengari sjónbeinendur eru þó olnbogabörnin sem Megas notar einatt til að greina veröldina og greina frá henni. Þá hefur heimurinn leikið grátt og fæstir vilja kannast við þá. Sjónarmiðið er yfirleitt hversdags- legt í augum sjónbeinanda, við sjáum neðanjarðar- heima borgarinnar, heim undirmálsfólks sem fæst okkar þekkja af eigin raun. Sjónbeinendum Megasar, undirmálsmönnunum, er sama um smáborgarana og lifnaðarhætti þeirra sem verða þeim bara aðhlátursefni. Þeir gera lítið úr unnendum hluta, eða ef því er að skipta, unnendum „viðurkenndra" gæða yfir höfuð. Utangarðsmennirnir eru oft gagnrýnir á viðmið samfélagsins og þeir skilgreina sín eigin norm. Viðmið og gildi jaðarhópa samfélagsins hafa verið umfjöllunarefni félagsfræðinga og á 7. áratugnum fór erlendis að bera á gagnrýni á þá almennu skoðun að líferni sem samræmist ekki ,miðstéttargildum‘ samfélagsins væri bundið einstaklingum sem væru úr lagi færðir og fámennir hópar þannig dæmdir til jaðarlífs í samfélaginu vegna þess að þeir væru afbrigðilegir til líkama eða sálar. Árið 1961 bentu David Matza og Gresham Sykes á að það væri fáránlegt að gera ráð fyrir að allir í samfélaginu löguðu sig að stöðlum millistéttarinnar í hegðun og viðhorfum, og að það næði í rauninni of skammt að gera ráð fyrir að samfélagið væri samsett af sundurleitum þjóðfélagshópum sem hver um sig hefði ákveðin stúlkubarna á aldrinum 12-16 ára og jafnvel yngri sé svo almennur orðinn og breiðist svo ört út, að ekkert heimili frá hinum aumustu til hinna bezt settu geti talið sig öruggt öllu lengur." Hann leggur til að allar þær konur sem stundi vændi séu fangelsaðar og stúlkubörn þau sem lögreglan hafi gögn um að séu á glapstigum séu flutt burt úr bænum. Einnig leggur hann til að þau stúlkubörn 12-16 ára sem eftir verða, séu höfð undir eftirliti. Hinn 29. júlí 1941 skipaði dómsmálaráðherra þriggja manna nefnd, sem átti einungis að vera á fárra vitorði, til að rannsaka þessi mál og gera tillögur til bóta. Nefndina skipuðu Benedikt Tómasson læknir, dr. Broddi Jóhannesson uppeldisfræðingur og séra Sigurbjörn Einarsson. Nefndin skilaði skýrslu síðsumars 1941 og vakti hún mikla athygli enda drógu niðurstöður hennar ekki úr orðum landlæknis. (Hrafn Jökulsson og Bjarni Guðmarsson 1989, bls. 158-185). gildi í heiðri. Samfélagið skiptist þannig ekki bara lárétt í hópa heldur skiptist hver hópur lóðrétt, m.ö.o. grundvallarþversagnir væru í gildiskerfi ailra þegna samfélagsins. Við hliðina á hinum opnu og opinberu gildum samfélagsins væri gnótt neðanjarðargilda. Eitt af þeim væri þörfin fyrir spennu eða örvun, þörfin fyrir ný kikk. Samfélagið reyndi að sjá fyrir stofnanavæddum skeiðum þar sem neðanjarðargildin fengju að hafa forgang, sbr. frí, hátíðahöld af öllum stærðargráðum og íþróttir. Matza og Sykes segja: „Leitin að ævintýrinu, örvuninni og spennunni er neðanjarðargildið sem oft og einlægt lifir við hliðina á gildum öryggis, rútínuvæðingar og hvíldar. Það er ekki fráviksgildi í bókstaflegri merkingu heldur verður að halda því niðri þar til viðeigandi andartak og aðstæður rísa til að tjá það.“ Sá sem tileinkar sér neðanjarðargildin: nautnahyggju, lítilsvirðingu á vinnu, ofbeldishugmyndir um karlmennsku og þar fram eftir götunum verður utangarðs vegna þess að viðhorfin falla ekki að stöðlum millistéttarinnar. Hegðun er aldrei hægt að skilja ef hún er einangruð frá þvi félagslega umhverfi sem hún birtist í (Bergijót S. Kristjánsdóttir, 2001).10 Sjónarhorn Megasar er úr þessu félagslega umhverfi utangarðsmannsins sem hann staðsetur í Reykjavík. Á plötunni Fram og aftur blindgötuna er texti sem sýnir viðhorf utangarðsmannsins til þeirra sem ala manninn innangarðs. Textinn „enn (að minnsta kosti)“ er dæmigerður fyrir sjónarhorn í textum Megasar. Olnbogabarnið fær ekki aðgang að heimi hinna stóru og hinir stóru hafa engan áhuga á að hafa olnbogabarnið fyrir augunum. Textinn lýsir veislu, myndin af henni er brota- og draumkennd. Allt gerist eins og á örskotsstund, hvergi er staldrað við og fátt hefur meira vægi en annað. Þegar sjónbeinandi horfir inn í veisluna, á ofgnótt munaðar fær hégóminn á sig mynd dauða í huga hans. Honum finnst sem prúðbúnir veislugestirnir líti út eins og lík sem mara í miðju kafi þar sem þeir sviptast dansandi um salina í kvöldkjólunum, ýmist nábleikum eða hrægulum. Sögumaður heyrir ávæning af valdamakki munaðarseggjanna handan við flostjaldið. Þar þrífst spillingin sem sögumaður bendir á með því að gera hana að sjónarmiði sínu. Textinn er öðrum þræði nöturlega fyndinn en miðlar hinum þræðinum andstyggð, vísbendingu um að heimur veislunnar sé grimmur og hættulegur. Mælandi afhjúpar þennan heim munaðar og valda án þess að segja neitt um hann beint. Það eru öllu heldur sjónarhornið, sjónbeinandinn og sjónarmiðið sem skapa ádeiluna. Sjónbeinandinn á ekki heima þarna, hann er aðkomumaður í þessum heimi og einmitt þess vegna getur hann séð hann eins og hann er. 10 Bókin sem fyrirlestrarnir byggðust á fannst ekki á söfnum hérlendis. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.