Mímir - 01.06.2005, Side 24

Mímir - 01.06.2005, Side 24
hátt verið mikilfenglegur og goðsagnirnar eru sögur af stórvirkjum þeirra sem lifðu þá tíma eða annarrar tíðar mönnum sem báru höfuð og herðar yfir samtímamenn sína. Goðsagnirnar varpa oft Ijósi á eitthvert þjóðareinkenni og þær geta verið misgamlar rétt eins og hefðirnar. Flestar þjóðir byggja tilveru sína á einhvers konar frumgoðsögn, sögu sem rekur uppruna þjóðarinnar í tíma og rúmi. Yfirleitt er tími þessarar frumgoðsagnar týndur einhvers staðar langt aftur í grámóðu aldanna, óraunverulegur og „goðsagnakenndur". í sameiginlega þekkingu fólks sækja skáld oft tæki orðum sínum til áherslu. Keith Negus fjallar í riti sínu, Popular Music in Theory, um hvernig sagan geti nýst sem sameiginlegt minni þeirra sem eiga sér sameiginlega sögu: History can serve as collective memory, the storehouse of experience through which people develop a sense of their social identity and future prospects. History is important for an individual and group sense of identity; it provides knowledge and ideas from which ‘we’ decide who ‘we’ are, where ‘we’ came from and where ‘we’ are going (Keith Negus, 1996, bls. 137). Þegar Megas ræðst á viðurkennda söguskoðun ræðst hann að rót þjóðarvitundarinnar, þjóðmenningunni. Fólk hefur tilhneigingu til að líta svo á að þegar það sjálft eða eitthvað sem það samsamar sig er gagnrýnt liggi vandinn ekki þeirra megin heldur hjá gagnrýnandanum. Þegar Megas sýnir okkur aðra hlið á íslandssögunni og íslenskri menningu verður hann í huga sumra hálfgerður guðlastari. Það er verið að ráðast að grundvelli tilveru þeirra. Þorvaldur Þorsteinsson tjáði þá skoðun sína í pistli árið 2000 að Megas „hefði komið á hættulega lífrænu sambandi við bókmenntasöguna, stjórnmálasöguna, kristnina og kaupmennskuna svo alls staðar skapaðist óvænt rúm fyrir endurmat og íróníska sjálfsskoðun" (Þorvaldur Þorsteinsson, 2000). Þetta endurmat á sjálfi þjóðarinnar er meginmarkmið Megasar. Hann afhjúpar gamlan sannleik sem hann telur þörf á að endurmeta. Afhjúpanir hans á einsleitri og heimatilbúinni fortíð ráðandi stétta yfirgnæfa nið aldanna. Hann yrkir sig inn í hefðina og hrópar útúr henni nýjar hugmyndir með nýju tungutaki. Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaðurinn og fyrsti Reykvíkingurinn kemur við sögu í þremur textum, „óheppilegri fundvísi ingólfs arnarsonar“, „ekkert er andstyggilegra" og „súlnareka". Þeir bræður Ingólfur og Hjörleifur sigla myndskreyttum seglum þöndum inn í „súlnareka“, texta Megasar af plötunni Millilendingu. Það fyrsta sem þeir bræður tóku eftir þegar þeir héldu á land var klístur og drulla en það aftrar þeim ekki frá því að reka áróður fyrir Islandi af þvílíkum krafti að minnir einna helst á sjálfan Göbbels. Þeir stefna á harðbýlan skikann stéttbræðrum sínum, örvita hátekjuskattflóttamönnunum en mælandi textans staðsetur landnámsmennina fljótt í hærri miðstétt. í lok textans er Ingólfur búinn að koma sér fyrir í borginni og tekinn að sinna borgmeistara- embættisverkum. Hann spyr ekki hvað borgin geti gert fyrir hann heldur segist viljugur til að gera fyrir borg sína allt það sem hann getur, og vitnar þar í Kennedy sem þóttist allt vilja gera fyrir sína ástkæru fósturjörð. „Sagnfræðingurinn" sem segir sögu Ingólfs í textanum byggir stoðir undirveldi borgarastéttarinnar. Ingólfurer hennar maður og stéttbróðir, hann flýr hátekjuskattinn og sækir fyrirmyndir sínar, að minnsta kosti í ræðumennsku, til fasískra einvalda og málpípa þeirra. Megas skýrir fortíðina með vísunum til nútímans, með nútímasögu, nútímaþankagangi og nútímahugtökum. Hann afhjúpar þannig mýtur fortíðarinnar og bendir á að hagsmunir þjóðarinnar - allra íslendinga - voru ekki sameiginlegir, þeir eru ekki sameiginlegir og þeir munu ekki verða það. Með vísunum sínum í Þriðja ríkið og BNA gefur hann til kynna að það eigi víðar við. Mýturnar séu hluti af áróðrinum sem heldur þjóðskipulaginu gangandi. í hinum textunum um Ingólf kveður þó við annan tón. Þar er ekki ráðist beint á mýtuna um Ingólf heldur öllu heldur afleiðingar gjörða hans fyrir hann sjálfan og afkomendur hans. í „ekkert er andstyggilegra" finnur Ijóðmælandi til samkenndar með Ingólfi sem er dæmdur til að „beina sjónum sínum einatt yfir þann stað hvar súlurnar höfnuðu fjandanum einum til fagnaðar". Textinn lýsir umhverfi borgarinnar, fjöllunum sem hvert hafa sinn lit. Akrafjallið og Skarðsheiðin eru hér ekki eins og „fjólubláir draumar" heldur er Akrafjallið hörgult og hlær við tönn, Skarðsheiðin er búin skræpóttum kirtli skósíðum og jökulnefnan hvanngræn ber hvítan hött. Esjan gín við ólífugræn og fráleit, verður svo bleik en í lok textans er hún orðin heiðgul. Vorkvöldið er ekki fagurt í þessari Reykjavík því hér er „allt eins og mykjugræn martröð [...] og ekkert er andstyggilegra en að erfa hér stæði í stað.“ í textanum er Ingólfur holdgervingur ógæfu íslendinga en ógæfa hans er óendanleg. Hann er áróðursmeistari á landnámsöld og hann er stytta uppi á Arnarhól nútímans. Þar stendur hann með mykjugræna martröðina fyrir augum til eilífðar. Arnarhóll var lengi vel eitt helsta athvarf útigangsmanna í miðbæ Reykjavíkur, þeir hímdu við styttuna af Ingólfi, skýldu sér þar fyrir veðri og vindum og staupuðu sig. Ingólfur er í félagsskap þessara manna og getur sig hvergi hrært þar sem 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.