Mímir - 01.06.2005, Side 41

Mímir - 01.06.2005, Side 41
verið notað um hliðarstögin en síður um fram- og afturstagið (Jón G. Arason munnleg heimild, 3. desember 2001) og virðist það einnig eiga við notkun danska orðsins (Ebert 1977). Orðið vantur heyrist sjaldan í íslensku nú á dögum og skilningur á merkingu þess er mjög takmarkaður ef marka má könnunina. Guðbrandur ísberg (1965) notar orðið í endurminningum sínum frá skútuöldinni en orðið virðist ekki koma inn f íslenskt ritmál fyrr en um miðja 19. öld, ef marka má ritmálssafn Orðabókarinnar. Orðið var einnig notað um sjóvettlinga, sbr. orðatiltækið að kasta vöntunum. í þeirri merkingu er orðið líklegast tökuorð úr dönsku (vante) og hefur komið inn í íslenskuna með fleiri slíkum orðum í skútumáli (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). 3.1.5 Upphal Nú á dögum er hvorugkynsorðið upphat (ft. upphöl) alfarið notað um dragreipin sem seglin eru dregin upp með. Orðið sést hins vegar hvergi í þeim heimildum sem skoðaðar voru, engin dæmi eru um það í ritmálssafni Orðabókarinnar og ekki er hægt að fletta orðinu upp í Orðabók Menningarsjóðs (Árni Böðvarsson 1983). Erlendur Björnsson sjómaður notar hins vegar karlkyns orðmyndina upphalari um dragreipi (Jón Thorarensen 1945) og er sú mynd einnig til í nokkrum dæmum í ritmálssafni Orðabókarinnar. Þar er hún reyndar notuð almennt um ýmis dragreipi til sjós og lands, t.d. í sambandi við veiðarfæri. í ensku er til sögnin haul sem þýðir að draga upp eða hala upp og sömuleiðis sögnin uphale sem, skv. The Oxford English Dictionary 1989, getur þýtt það sama. í dönsku er notuð sögnin ophale um að draga upp segl og orðið ophaling sem þýðir uppdráttur. Skútumenn nú á dögum lesa mikið ensk og dönsk tímarit um skútur og báta og hafa þau m.a. verið aðgengileg á Borgarbókasafni Reykjavíkur, a.m.k. undanfarin 15 ár. Fullvíst má telja að íslenska nýyrðið upphal í hvorugkyni sé komið inn í málið úr þessum grannmálum og sjálfsagt er gamla karlkynsmyndin upphalari einnig tökurorð úr dönsku. Til er gamalt íslenskt orð sem notað var um dragreipi á seglskútum. Það er orðið falur sem ekki virðist hafa ratað inn í orðaforða nútímaskútumanna. Guðbrandur ísberg (1965) notar orðið í lýsingu sinni og mörg dæmi eru til um orðið í ritmálssafni Orðabókarinnar. [ fornum ritum er hins vegar notað orðið dragreipi en orðið falur hefur aðra merkingu og er m.a. notað um spjótsskaft, sbr. spjótsfalr (CV). Ásgeir Biöndal Magnússon (1989) telur orðið vera tökuorð úr dönsku (fald). 3.2 Seglin Talsverður munur er á seglum báta frá skútuöldinni og skemmtibáta frá seinni hluta 20. aldar (sjá myndir 1 og 2). Klýfirinn er horfinn á nútímaskútunum og í staðinn fyrir sprytseglið er komið stórsegl. Svo hefur belgseglið eða belgurinn bæst við. Einungis fokkuna er að finna á bátum beggja þessara tímabila. 3.2.1 Fokka Fyrirrennara fokkunnar er að finna á galeiðum síðmiðalda sem búnar voru gríðarstórum skáseglum á hallandi rám. Á 17., 18. og 19. öld, gullaldartíma seglskipanna og tíma landafundanna, kom fokkan fram og voru stóru seglskipin jafnan búin nokkrum slíkum seglum (Angelucci og Cucari 1979). Fokkan er mikilvægasta seglið þegar siglt er upp í vindinn og með tilkomu hennar fengu sjómenn mun meira svigrúm til siglinga en áður hafði þekkst. Eiginleikum hennar má líkja við flugvélavæng sem lyftir flugvél frá jörðu með því að mynda háþrýsting við neðra borð og lágþrýsting við efra borð og þar með togkraft upp á við. Inni í seglpoka fokkunnar myndast háþrýstingur en öndverðu megin lágþrýstingur sem togar bátinn skáhallt fram á við. Eftir því sem siglt er nær vindstefnu þarf að strekkja seglið meira og minnka pokann til að halda togkraftinum. Fokkan var ekki komin fram á sjónarsviðið í þeirri mynd sem síðar varð þegar víkingarnir sigldu langskipum sínum og knörrum um norðurhöf. Cleasby (CV) nefnir ekki fokkuna í sinni orðabók en Fritzner (1954) nefnir eitt dæmi. Það er úr kvæði Jóns biskups Arasonar sem hann orti er hann var í utanferð til biskupsvígslu. Ekki er hins vegar Ijóst af kvæði Jóns hvers konar skipi eða báti þetta segl tilheyrði (Biskupa sögur II, 1878:570). Samkvæmt ritmálssafni Orðabókarinnar er orðið að finna í ritmáli allt frá 16. öld og hafa íslendingar fyrst kynnst þessum seglabúnaði á erlendum kaupförum sem hingað lögðu leið sína á þessum tíma, t.d. kaupförum Flansakaupmanna. TelurÁsgeir Blöndal Magnússon (1989) orðið vera tökuorð úr þýsku (Vocke) eða hollensku (fok). Könnunin leiðir í Ijós að fokkan er það orð sem allir nota um þetta framsegl nútímaskúta. Til viðbótar við það er til orðið stormfokka sem notað er um lítinn selgbleðil sem stundum er settur upp í stað fokkunnar þegar hvasst er. 3.2.2 Belgsegl Spinnakker eða belgsegl er 20. aldar nýjung í seglabúnaði (sjá mynd 2). Þetta er stærsta seglið 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.