Mímir - 01.06.2005, Síða 43

Mímir - 01.06.2005, Síða 43
sumir þeirra við að hafa notað orðasambandið að sigla beitivind og að beita upp ívindinn. Sögnin beita er þekkt úr fornsögunum, sbr. tilvitnun í kafla 4.1 hér að framan, og virðist vera eina sögnin sem notuð er sérstaklega um siglingu móti vindi. Takmörk eru fyrir því hve nærri vindstefnunni er hægt að beita seglbáti. Liggja þessi mörk nálægt 45 gráðum frá vindstefnunni, eins og nánar verður vikið að síðar. Þegar báti er beitt nærri þessu marki er nú á dögum gjarnan talað um að stifbeita og að sigla á stífri beitingu. Erlendur Björnsson talar um að nauðbeita og eru til fleiri dæmi um það f ritmálssafninu. 4.3 Að breyta stefnu 4.3.1 Að venda Af heimildum má ráða (CV, Fritzner 1954 og ritmálssafn Orðabókarinnar) að tvær sagnir hafi verið notaðar á öldum áður um þann verknað að beygja seglbáti fyrir vind. Þetta eru sagnirnar venda og hverfa. Það sem átt er við með að beygja fyrir vind er að bátnum er beygt þannig að annað hvort stefnið eða skuturinn fer fyrir vindstefnuna. Aðgerðin krefst þess að seglskautum sé sleppt iausum á réttu augnabliki og þau dregin inn á öndverðu borði. Ef báturinn er á beitingu þarf að hafa snör handtök við þetta svo ekki dragi úr ferð bátsins og hann leggist þvert á vindinn. Til eru tvö afbrigði af báðum sögnunum sem lýsa vendingunni nánar. Talað er um að stagvenda þegar stefnið fer fyrir vindstefnuna og að kúvenda (kúfvenda) þegar skuturinn fer fyrir vindinn. Sambærileg afbrigði af sögninni hverfa eru staghverfa og skuthverfa. Einnig er orðasambandið að fara fyrir stag notað í stað orðsins stagvenda. Fjórmenningarnir í könnuninni nota allir sögnina að venda og þeir þekkja ekki sögnina að hverfa. Þeir nota einnig afbrigðin stagvenda og kúvenda þótt algengast sé að tala aðeins um að venda og skilgreina það ekki nánar. Það er helst að stýrimaður kalli: „Kúvending!” til þess að vara skipverja við bómunni sem getur slegist af miklu afli milli borða ef slær í bakseglin. Sögnin venda er ekki eingöngu notuð í skútumáli. Hún er hefur mun almennari merkingu og er m.a. þekkt úr orðasambandinu að venda sínu kvæði ikross. Sögnin merkir að beygja, snúa aftur eða breyta stefnu. Til er orð af sama uppruna í dönsku (vende) og þýsku (wenderí). Orðið hefur verið notað um aldir (CV, Fritzner 1954, ritmálssafn Orðabókarinnar og Jón Thorarensen 1945) og sama má segja um nafnorðið vending sem er heiti á athöfninni að beygja. Sögnin hverfa á sér einnig langa sögu í íslensku og er, eins og venda, ekki bundin við skútumál, sbr. orðasambandið að hverfa til baka sem merkir að snúa til baka. Sögnin var algeng í ritmáli fyrr á öldum, ef marka má orðadæmi ritmálssafns Orðabókarinnar, en er ekki notuð af skútumönnum nú á dögum, eins og áður sagði. Hugsanlegar skýringar á því að sögnin venda varð ofan á í máli skútumanna en ekki sögnin hverfa gætu verið þær að seinni sögnin er einnig mjög algeng í annarri merkingu í íslensku nútímamáli og danska systursögnin vende er mikið notuð í dönsku skútublöðunum. 4.3.2 Að krussa Siglingar seglbáta og seglskipa eiga sér árþúsunda langa sögu. Á þessum tíma hefur orðið mikil þróun í seglabúnaði sem meðal annars hefur gert mönnum kleift að sigla sífellt meira upp í vindinn án þess að tapa ferð. Áður var minnst á þá byltingu sem fokkan hafði í för með sér. Eðlisfræðileg takmörk eru þó fyrir því hversu nálægt vindstefnunni er hægt að komast á seglunum einum. Þegar hornið milli vindstefnunnar og stefnu bátsins minnkar og fer að nálgast 45 gráður þá fer að draga úr ferð bátsins og að lokum missir hann allt afl og seglin flagga. Þetta setur skútumönnum þær skorður að þegar för er heitið beint á móti vindi þurfa þeir að krussa eða slaga til að komast leiðar sinnar. Er þá stagvent til skiptis á bakborða og stjórnborða, sigldir leggir á báða bóga eins og það er kallað, þangað til áfangastað er náð. Auk sagnanna krussa (krusa) og slaga var þriðja sögnin, bóga, notuð fyrr á öldum um svona siglingu. Fjórmenningarnir í könnuninni nota allir sögnina krussa en þekkja jafnframt vel sögnina að slaga og hafa notað hana. Sigling eins og lýst var hér að framan minnir líka óneitanlega á göngulag þeirra sem hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því. Sögnin bóga virðist hins vegar alveg gleymd. Sögnin krussa (krusa) er mjög líklega tökuorð úr dönsku (krydse), samanber orðtakið þvers og kruss (d. tværs og kryds). Cleasby (CV) og Fritzner (1954) nefna hana ekki og flest ritmálsdæmi Orðabókarinnar eru frá 20. öld en aðeins örfá frá 18. og 19. öld. Sjómenn skútualdar hafa líklega lítið notað orðið; hafa frekar talað um að slaga eða bóga. Þórður Ólafsson (1936) talar t.d. um að bóga sig áfram er hann lýsir siglingu Reykvíkinga til fiskjar á 19. öld. 4.4 Að hagræða seglum 4.4.1 Að trimma Vindur er sjaldnast stöðugur við ísland og áhrifa fjalla á vind gætir oft langt á haf út. Skútumenn þurfa því stöðugt að hafa auga með seglunum 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.