Mímir - 01.06.2005, Page 44
og hagræða þeim eftir því sem vindurinn breytist.
Sigling nálægt landi, þar sem krækja þarf hjá
skerjum og boðum, krefst einnig aðgæslu og
seglavinnu.
Fjórar sagnir eru mest notaðar um hagræðingu
segla. Fyrst skal nefna sagnirnar strekkja og slaka
sem lýsa því þegar tekið er í skaut segls eða það
gefið eftir í þeim tilgangi að fínstilla legu þess
gagnvart vindinum. Síðan er almennt talað um að
trimma segl þegar þarf að stilla þau, án þess að
kveða nánar á um hvort strekkja þurfi eða slaka.
Um almenna stillingu segla hefur einnig verið notuð
sögnin aka, sbr. orðasambandið að aka (haga)
seglum eftir vindi.
Allar ofangreindar sagnir eru vel þekktar í máli
skútumanna nú á dögum, að undanskildri sögninni
aka sem heyrist sjaldan. Sögnin trimma er ný í
málinu, líklegast tökuorð úr ensku (trim). Aðeins
tvö dæmi er að finna um hana í ritmálssafninu,
bæði eru frá frá seinni hluta 20. aldar og hvorugt úr
skútumáli. Merking orðsins í dæmunum er samt sú
sama og í skútumálinu: að lagfæra eða stilla.
4.4.2 Að rifa
Þegar vindur eykst getur reynst nauðsynlegt að
minnka segl. Sama tækni hefur verið notuð frá
fornu fari við minnkun segla. Aðgerðin kallast að rifa
eða hefla segl og felst í því að seglið er lækkað og
seglflöturinn minnkaður með því taka saman neðsta
hluta seglsins með þöndum.
Nú á dögum nota skútumenn eingöngu sögnina
rifa. Sögnin hefla er óþekkt ef marka má könnunina.
Báðar sagnirnar eru gamlar í málinu og notaðar í
fornsögunum. Nefnir Cleasby (CV) t.d. ágætt dæmi
um sögnina hefla úr Njálu: „Látum vér Hrapp nú í
seglit, þat var heflat upp við rána”.
Sögnin rifa á sér systursagnir bæði í dönsku
(rebe) og ensku (reef) og uppruni þeirra líklega sá
sami. Sögnin hevla er til í nýnorsku (Ásgeir Blöndal
Magnússon 1989).
5. Niðurlag
í köflunum hér á undan hefur verið fjallað um ýmis
orð og orðtök sem tengjast seglbátum og meðferð
þeirra. í Ijós hefur komið að gamli orðaforðinn hefur
að miklu leyti gengið í endurnýjun lífdaga með hinni
nýju kynslóð skútumanna. Hann er reyndarekki
eins fjölbreyttur og hann var hér áður fyrr en góður
skilningur er enn á mörgum gömlum orðum sem
sjaldan heyrast nú á dögum. Óhætt er að segja að
gamli orðaforðinn hafi varðveist ótrúiega vel, þrátt
fyrir þetta langa hlé sem varð á skútusiglingum hér
við land. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra sem
hófu seglbátasiglingar á seinni hluta 20. aldar hafi
þekkt gamla sjómenn sem enn voru á lífi og fengið
gömlu orðin frá þeim. Það er hins vegar ijóst að
skútumenn nú á dögum hafa lagt sig fram um að
finna þessi gömlu orð og blása lífi í þau á ný. Það
eru líka margar leiðir færar til þess, svo sem með
lestri æviminninga og fræðirita um skútuöldina og
í fornsögunum eru mörg þessara orða notuð. Líka
má nefna heimsóknir á minjasöfn en á mörgum
slíkum söfnum er búnaður gömlu seglbátanna til
sýnis og jafnvel fullbúnir bátar uppsettir.
Þegar nýr búnaður hefur komið fram á
sjónarsviðið þá hafa ensk orð reynst nærtækust.
Þetta er í raun mjög eðlilegt því skútumenn nú
á dögum lesa mikið blöð og bækur á ensku eða
dönsku. Það gætir þó ótvírætt tilhneigingar hjá
skútumönnum til að búa til íslensk heiti á þessa
nýju hluti, heiti sem hafa einhverja tilvísun í
eiginleika eða útlit búnaðarins.
í Ijós kemur einnig, þegar gömlu orðin eru skoðuð
nánar, að mörg þeirra eru nokkurra alda gömul
tökuorð úr dönsku, ensku eða þýsku enda seglbúin
kaupförfrá Danmörku, Englandi og Þýskalandi
algengust í förum milli íslands og Evrópu á þessum
tíma. Sum orðin má rekja allt aftur til íslensku
fornritanna og eiga þau sér þá oft systurorð í hinum
Norðurlandamálunum og jafnvel í þýsku og ensku.
Uppruninn er þá væntanlega samnorrænn eða
germanskur.
Heimildaskrá
Angelucci Enzo og Attilio Cucari, 1979. Skipabók Fjölva.
Þýðandi Þorsteinn Thorarensen. Reykjavík: Fjölvaútgáfan.
Árni Böðvarsson, (ritstj.) 1983. Islensk orðabók handa
skólum og aimenningi (2. útgáfa). Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
Ásgeir Blöndal Magnússon, 1989. Islensk orðsifjabók.
Reykjavík: Orðabók Háskólans.
Biskupa sögur, 1858-1878. Annat bindi. Útg. Jón Sigurðsson,
Guðbrandur Vigfússon, Þorvaldur Björnsson og Eiríkur
Jónsson. Hið islenska bókmenntafélag. Kaupmannahöfn.
CV=Cleasby, Richard og Guðbrandur Vigfússon, 1957. An
lcelandic-English Dictionary. 2. útg. aukin og endurbætt af
Sir William A. Craigie. Oxford: The Clarendon Þress.
Ebert, Jan, 1977. Báden i dags Sejlerskole. Næstved: Det
Maritime Forlag.
Fritzner, Johann, 1954 Ordbog over det norske sprog l-lll.
Óbreytt endurprentun af 2. útgáfu. Oslo: Tryggve Juul
Möller forlag. [2. útgáfa kom upphaflega út aukin og
endurbætt í Osló 1883-1896.]
Guðbrandur isberg 1893-1984, 1965. „Háseti á skútu.“
Húnavaka 5. árg. bls. 49-53.
Halldór Halldórsson, 1991. íslenzkt orðtakasafn. Reykjavík:
Almenna bókafélagið.
Hrefna Róbertsdóttir, 1984. „Opnir bátar á skútuöld." Sagnir,
5. árg. bls. 35-43.
Jón G. Friðjónsson, 1993. Mergur málsins - íslensk
orðatiltæki, uppruni, saga og notkun. Reykjavík: Örn og
42