Mímir - 01.06.2005, Side 48

Mímir - 01.06.2005, Side 48
Eiríks í gegnum gler. Eiríkur fer ekki niður á hið lága plan Einars og hefur fulla stjórn á aðstæðunum. Hann kallar Einar elsku og hæðist að honum. Hann setur sig í hlutverk foreldris gagnvart Einari: „Ég veit núna ailt um þig og þína líka! Allt! Bíddu bara paddan þín!“ Fólk var farið að stoppa beggja vegna veggjarins og horfði forviða á þennan tryllta mann sem æpti gegnum gler. Ég fann að ég var að gera mig að fífli. Þá gekk Eiríkur alveg að glerinu, horfði beint í augun á mér og sagði með vinalegu brosi eitthvað sem mér heyrðist vera: „Þú skalt ekki hóta mér, elsku drengurinn."10 í síðara dæminu er Einar við stjórnvölinn eftir að hafa afhjúpað Eirík en gróft orðalag Einars hefur þá betur gegn uppgerðarblíðmælgi Eiríks: „Þetta geturðu haft eftir mér, en ekki hitt að of snemmt er fyrir þig að hrósa sigri, elsku drengurinn. Þú skalt ekki ögra mér um of.“ „Jæja, en eru það ekki fagnaðarfundir að andskotinn hafi hitt ömmu sína?“ Eiríkur ieggur á. (BT, bis. 150) Á þennan hátt sveiflast Einar blaðamaður milli þess að hafa stjórn á aðstæðum sínum og þróun rannsóknarinnar yfir í að vera leiksoppur valdhafa í leit sinni að hinum raunverulega glæp sögunnar. Sýnilegir glæpir og ósýnilegir Sú skoðun er viðtekin meðal stjórnmálamanna að besta leiðin til þess að draga úr glæpum sé að auka fjölda lögreglumanna og gera hið áþreifanlega vald sýnilegra á götum stórborga.11 Réttarsamfélaginu stafar mest ógn af misyndismönnum sem vinna ofbeldisverk og ræna borgara af handahófi á götum úti. Þeirri skoðun virðist almenningur á fslandi deila með valdhöfum ef marka má viðhorfskannanir til afbrota og öryggiskenndar sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands lét gera á árunum 1989, 1994 og 1997. Rannsóknin sýndi að fjöldi þeirra ísiendinga sem taldi að afbrot væru mjög mikið vandamál í samfélaginu fjórfaldaðist á þessu árabili en niðurstaðan benti til þess að aukinn ótti hefði búið um sig meðal fólks.12 Meðal skýringa sem nefndar hafa verið á þessari þróun eru m.a. örari samfélagsbreytingar, aukin borgarmyndun og aukinn fréttaflutningur af 10 Árni Þórarinsson, Hvíta kanínan, bls. 208-209. Framvegis táknað HK og birt í sviga aftan við tilvísanir. 11 Sját.d. Kjartan Magnússon, „Bætum löggæslu og tryg- gjum öryggi Reykvikinga," Morgunblaðið 14. maí 2002. 12 Helgi Gunnlaugsson, Afbrot og Islendingar, bls. 67. 46 ofbeldisglæpum, svo fátt eitt sé nefnt. Þeirfræðimenn sem sinna afbrotafræðum (criminology) innan félagsvísindanna hafa margir hverjir haldið því fram að án skilgreininga sem löggjafarvaldið leggur til grundvallar glæpum og lögreglu sem framfylgir lögunum væru glæpir ekki til.13 Slíkum vangaveltum fræðimanna er ekki ætlað að kynda undir stjórnleysi heidurfremur að benda á að alltaf þurfi að leggja mat á það hvað sé skilgreint sem glæpur og hvað sé ósakhæf hegðun. Lögin leggja grunn að réttarríki okkar og því eru þeir glæpir sem grafa undan trú okkar á kerfið jafnvel alvarlegri en þau brot sem almenningur óttast mest. Þessir glæpir eru svonefndir hvítflibbaglæpir eða viðskiptabrot en öfugt við mörg önnur sýnileg afbrot eru þeir oftar en ekki huldirsjónum almennings, í skjóli viðskiptaleyndar eða sérhæfingar. Rannsóknir hafa leitt það í Ijós að menn sem fremja hvítflibbaglæpi eru síður dæmdir til refsingar en aðrir afbrotamenn.14 Fræðimenn sem rannsakað hafa hvítflibba- eða viðskiptabrot eru almennt sammála um að þessi brot séu meðal þeirra aivarlegustu í samfélaginu. Þetta sjónarmið tengist áhrifum brotanna á samfélagið, áhrifum sem talin eru í það minnsta jafn alvarleg, ef ekki alvarlegri en glæpir á borð við manndráp, þjófnaði, rán og ofbeldi.15 Brotamennirnir líta ekki á sig sem glæpamenn, eru oft vel menntaðir og koma úr efsta lagi samfélagsins. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til þess að skýra ástæður og grundvöll hvítflibbabrota en með þeim frægari er kenning Edwin Sutherland um ólík félagstengsl (differential association).16 Samkvæmt henni er brotahegðunin lærð og litið er á hana jákvæðum augum í þeim hópi sem brotin fremur. Jákvætt viðhorf samstarfsmanna virkar þannig hvetjandi á þann einstakling sem kemur nýr inn og vegur upp á móti þeim neikvæðu viðhorfum sem ríkja gegn hvítflibbabrotum úti í samfélaginu. Hegðunin er réttlætt með frösum eins og að „viðskipti eru ekki fyrir veiklundaða"17 og að allir aðrir i viðskiptaiífinu hegði sér á þennan máta. Ólíkt því sem verður þegar framdir eru þjófnaðir eða ofbeldisglæpir reynir brotamaðurinn ekki að fela persónu sína, heldur fremur það að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Ýmislegt bendir til þess að hinn raunverulegi 13 Sjá t.d. rökstuðning Reiman, Jeffrey. The Rich get richer and the Poor get Prison, bls. 60. 14 Reiman, Jeffrey, The Rich get richer and the Poorget Prison, einkum bls. 109-145. 15 Helgi Gunnlaugsson, Afbrotog l'slendingar, bls. 121. 16 Helgi Gunnlaugsson, Afbrot og Islendingar, bls. 120-121. 17 Helgi Gunnlaugsson, Afbrot og l'slendingar, bls. 124.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.