Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 60

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 60
nemendur sem samþykktu tvær eða fleiri af ótæku viðmiðunarsetningunum voru ekki teknir með í útreikningana í niðurstöðunum. Þeir voru 7 talsins og þá voru eftir 78 nemendur, 32 drengir og 43 stúlkur en 3 nemendur merktu ekki við kyn. í töflu 5 kemur fram fjöldi þátttakenda úr hverjum bekk. Tafla 5. Fjöldi þátttakenda. Skóli Bekkur Nemendur VE 7. 24 9. 21 AE 7. 20 9. 13 Alls 78 í athugun minni voru setningarnar vaidar sérstaklega til að kanna ýmis einkenni á þessari nýju setningagerð sem þær Sigríður og Joan töldu að kanna þyrfti betur. Eins og fram kom f fyrri rannsóknum þeirra virðist nýja setningagerðin ganga betur með setningum sem hafa andlag í þágufalli en setningum sem hafa andiag í þolfalli. Til að skoða þetta betur voru nokkrar slíkar setningar hafðar með. Einnig virðist nýja setningagerðin ganga betur með andlögum sem tákna manneskju en andlögum sem tákna hlut og skipti þá ekki máli hvort andlagið var í þolfalli eða þágufalii. Stórum hluta athugunarinnar var ætlað að skoða þetta betur. Nokkur lágmarkspör voru höfð með til að athuga hvort nýja setningagerðin gangi betur með andlagi sem er persónufornafn en andlagi sem er nafnorð. Einnig var athugað hvort unglingarnir samþykkja nýju setningagerðina þegar hún er með geranda í forsetningarlið en eins og áður kom fram ætti ekki að vera hægt að hafa geranda í forsetningarlið ef tilgáta Sigríðar og Joan reynist rétt. Þá var athugað hvort ákveðni nafnliðarins skiptir máli í nýju setningagerðinni því lágmarkspör sem kanna þetta vantaði í rannsókn Sigríðar og Joan. Nokkrar setningagerðir í viðbót voru einnig athugaðar en ekki verður rætt um þær niðurstöður hér. 4.2 Niðurstöður athugunarinnar 4.2.1 Nýja setningagerðin í skólum austan og vestan Elliðaáa Niðurstöður úr könnun Stefaníu Björnsdóttur virðast benda til þess að notkun nýju setningagerðarinnar sé meiri hjá yngri krökkum og minnki eftir því sem börnin eldast. Hugsanlegar ástæður fyrir því eru tvær, annars vegar sú að notkun nýju setningagerðarinnar sé að aukast meðal barna, hins vegar sú að börnin læri smátt og smátt að nýja setningagerðin er „rangt mál“ og þau noti hana því alla vega ekki í ritmáli. í athugun minni var upphaflega ætlunin að bera saman þessa tvo aldurshópa, 7. og 9. bekk. Niðurstöður athugunarinnar eru þó ekki að öllu leyti eins og við mætti búast. í skólanum austan Elliðaáa var hlutfall jákvæðra svara nokkuð hærra hjá 9. bekk en 7. bekk. í skólanum vestan Elliðaáa var þetta öfugt en aftur á móti var útkoman hjá 9. bekk vestan Elliðaáa oft svipuð og útkoman hjá 7. bekk í skólanum austan Elliðaáa. Þessar niðurstöður koma á óvart miðað við fyrri kannanir. Ástæðan er líkast til sú hversu fáir nemendur voru prófaðir í hverjum bekk. I þessari athugun var úrtakið ekki stórt og niðurstöðurnar eru ekki eins marktækar og í umfangsmeiri rannsóknum. í svona litlu úrtaki hafa svör hvers einstaklings meira vægi og ná að setja svip sinn meira á niðurstöðurnar. Bekkir í hverjum árgangi geta líka verið misjafnir, í sumum bekkjum eru margir sem hafa náð góðum námsárangri en í öðrum bekkjum geta verið margir sem hafa ekki náð eins góðum námsárangri. í skólanum austan Elliðaáa gæti þetta verið hluti af skýringunni, krakkarnir í 7. bekk virtust fljótt á litið vera mjög námsfús hópur en í 9. bekk virtust krakkarnir ekki eins spenntir fyrir lærdómnum. Krakkarnir í þessum 9. bekk voru mjög fáir og það hefur einnig áhrif á niðurstöðurnar. Hér á eftir verður því svörum úr 7. og 9. bekk stundum steypt saman þar sem það gefur oft skýrari niðurstöður. í rannsókn Sigríðar og Joan var hlutfall jákvæðra svara miklu iægra í skólunum vestan Elliðaáa í Tafla 6. Hlutfall jákvæðra svara í hvorum skóla. Nýja setningagerðin með 1. pfn. í andlagssæti. Skóli VE Skóli AE a. *Það var hrint mér í leikfimi í gær. 33% 58% b. *Það var ýtt mér út úr rúminu í morgun. Tafla 7. Hlutfall jákvæðra svara í hverjum bekk. Nýja setningagerðin með 3. pfn. í andlagssæti. Skóli VE Skóli AE 7. 9. 7. 9. a. Það var barið hana fyrir framan blokkina í gær. 58% 34% 45% 81% b. Það var rekið hann úr handboltaliðinu síðasta sumar. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.