Mímir - 01.06.2005, Síða 61
Reykjavík en í úthverfum Reykjavíkur og annars
staðar á landinu, eins og kom fram hér að framan.
Þess vegna var ákveðið að ég athugaði einn skóla
vestan Elliðaáa og einn skóla austan Elliðaáa, þ.e.
í úthverfi Reykjavíkur, til að sjá hvort sami munur
kæmi fram. Þegar á heildina er litið er skóli VE
með lægra hlutfall jákvæðra svara en skóli AE í
setningum með nýju setningagerðinni. Þetta er
eins og við mátti búast miðað við niðurstöður fyrri
rannsókna. í heild er munurinn þó ekki tölfræðilega
marktækur. Hann kemur skýrast fram í þeim
setningum þar sem andlagið er persónufornafn, sjá
töflu 6.
Tafla b sýnir hlutfall jákvæðra svara í hvorum
skóla með 1. pers.fn. í andlagssæti, en munurinn
á milli skóla var einna skýrastur þar. Niðurstöður
athugunar minnar eru þó að sumu leyti ekki eins og
búist var við. Þegar munur milli bekkja er skoðaður
kemur í Ijós að lægsta hlutfall jákvæðra svara er
yfirleitt hjá 9. bekki í skóla VE en hæst er hlutfall
jákvæðra svara hjá 9. bekk í skóla AE. Aftur á móti
var oftast lægra hlutfall jákvæðra svara í 7. bekk
í skóla AE en í 7. bekk í skóla VE, en stundum var
hlutfall jákvæðra svara þó svipað í þessum tveimur
7. bekkjum. Dæmi um þessa skiptingu er hægt að
sjá í töflu 7.
Miðað við niðurstöður fyrri rannsókna kemur á
óvart að 7. bekkur í skóla AE hafi oftast lægra
hlutfall jákvæðra svara en 7. bekkur í skóla VE. í
skóla AE er lægra hlutfall jákvæðra svara í 7. bekk
en 9. bekk. Þetta stangast einnig á við það sem
kom fram í könnun Stefaníu og það sem flestir hafa
talið: að notkun nýju setningagerðarinnar sé meiri
hjá yngri krökkum. En eins og áður sagði getur
ástæðan fyrir þessum undarlegu niðurstöðum verið
hversu lítið úrtakið er og hversu fáir nemendur
voru prófaðir í hverjum bekk. Þessi munur kemur
ekki fram í viðmiðunarsetningunum, en þar er
hlutfall jákvæðra svara yfirleitt mjög jafnt hjá öllum
bekkjum, sjá töflu 8 og 9.
Þegar hlutfall jákvæðra svara við tækum og
ótækum viðmiðunarsetningum erskoðað kemur
í Ijós að 9. bekkur í skóla AE sker sig úr í tæku
viðmiðunarsetningunum í töflu 8 og í setningu
9b, þar sem hlutfall jákvæðra svara er óvenju lágt
í tæku viðmiðunarsetningunum og óvenju hátt í
ótæku viðmiðunarsetningunum. Eins og fyrrsagði
eru fæstir nemendur í þessum bekk, sbr. töflu 5
hér að framan. Það gæti haft áhrif á niðurstöðurnar
og benda þær til þess að niðurstöðurnar í þessum
bekk séu ómarktækastar.
4.2.2 Andlag í þágufalli eða þolfalli
í rannsókn Sigríðar og Joan kom fram tölfræðilega
marktækur munur á hlutfalli jákvæðra svara eftir því
hvort andlagið í nýju setningagerðinni var í þágufalli
eða þolfalli. Fleiri nemendur samþykktu nýju
setningagerðina með andlagi í þágufalli en þolfalli.
Sigríður og Joan telja muninn stafa af því að þegar
nýja setningagerðin er með þágufallsandlögum
er aðeins eitt sem greinir hana frá þolmynd, þ.e.
ákveðni nafnliðarins, sbr. dæmi (6) hér að framan.
Fleira greinir hana frá þolmynd þegar þolfallsandlög
eru notuð, þ.e. fall nafnliðarins og það að sagnir
Tafla 8. Tækar viðmiðunarsetningar.
Tækar viðmiðunarsetningar. Skó i VE Skó i AE
7. 9. 7. 9.
a. Strákurinn var rekinn úr skólanum. 100% 100% 100% 92%
b. Ólafur var rekinn úr skólanum. 100% 100% 80% 85%
Tafla 9. Ótækar viðmiðunarsetningar.
Ótækar viðmiðunarsetningar. Skóli VE Skóli AE
7. 9. 7. 9.
a. *Haraldur er ennþá veikt. 9% 10% 0% 8%
b. *Ég hjálpaði þér af hjólinu sínu. 8% 10% 0% 15%
Tafla 10. Nýja setningagerðin með andlagi (no.) í þolfalli og þágufalli.
Skóli VE Skóli AE Fullorðnir
Þolfall:
a. Það var skoðað bílinn eftir áreksturinn. 27% 41% 0%
b. Það var séð nýju bíómyndina í gærkvöldi.
Þágufall:
c. Það var fylgt þessum reglum á prófinu. 60% 66% 25%
d. Það var lýst sýningunni í blöðunum.
59