Mímir - 01.06.2005, Page 61

Mímir - 01.06.2005, Page 61
Reykjavík en í úthverfum Reykjavíkur og annars staðar á landinu, eins og kom fram hér að framan. Þess vegna var ákveðið að ég athugaði einn skóla vestan Elliðaáa og einn skóla austan Elliðaáa, þ.e. í úthverfi Reykjavíkur, til að sjá hvort sami munur kæmi fram. Þegar á heildina er litið er skóli VE með lægra hlutfall jákvæðra svara en skóli AE í setningum með nýju setningagerðinni. Þetta er eins og við mátti búast miðað við niðurstöður fyrri rannsókna. í heild er munurinn þó ekki tölfræðilega marktækur. Hann kemur skýrast fram í þeim setningum þar sem andlagið er persónufornafn, sjá töflu 6. Tafla b sýnir hlutfall jákvæðra svara í hvorum skóla með 1. pers.fn. í andlagssæti, en munurinn á milli skóla var einna skýrastur þar. Niðurstöður athugunar minnar eru þó að sumu leyti ekki eins og búist var við. Þegar munur milli bekkja er skoðaður kemur í Ijós að lægsta hlutfall jákvæðra svara er yfirleitt hjá 9. bekki í skóla VE en hæst er hlutfall jákvæðra svara hjá 9. bekk í skóla AE. Aftur á móti var oftast lægra hlutfall jákvæðra svara í 7. bekk í skóla AE en í 7. bekk í skóla VE, en stundum var hlutfall jákvæðra svara þó svipað í þessum tveimur 7. bekkjum. Dæmi um þessa skiptingu er hægt að sjá í töflu 7. Miðað við niðurstöður fyrri rannsókna kemur á óvart að 7. bekkur í skóla AE hafi oftast lægra hlutfall jákvæðra svara en 7. bekkur í skóla VE. í skóla AE er lægra hlutfall jákvæðra svara í 7. bekk en 9. bekk. Þetta stangast einnig á við það sem kom fram í könnun Stefaníu og það sem flestir hafa talið: að notkun nýju setningagerðarinnar sé meiri hjá yngri krökkum. En eins og áður sagði getur ástæðan fyrir þessum undarlegu niðurstöðum verið hversu lítið úrtakið er og hversu fáir nemendur voru prófaðir í hverjum bekk. Þessi munur kemur ekki fram í viðmiðunarsetningunum, en þar er hlutfall jákvæðra svara yfirleitt mjög jafnt hjá öllum bekkjum, sjá töflu 8 og 9. Þegar hlutfall jákvæðra svara við tækum og ótækum viðmiðunarsetningum erskoðað kemur í Ijós að 9. bekkur í skóla AE sker sig úr í tæku viðmiðunarsetningunum í töflu 8 og í setningu 9b, þar sem hlutfall jákvæðra svara er óvenju lágt í tæku viðmiðunarsetningunum og óvenju hátt í ótæku viðmiðunarsetningunum. Eins og fyrrsagði eru fæstir nemendur í þessum bekk, sbr. töflu 5 hér að framan. Það gæti haft áhrif á niðurstöðurnar og benda þær til þess að niðurstöðurnar í þessum bekk séu ómarktækastar. 4.2.2 Andlag í þágufalli eða þolfalli í rannsókn Sigríðar og Joan kom fram tölfræðilega marktækur munur á hlutfalli jákvæðra svara eftir því hvort andlagið í nýju setningagerðinni var í þágufalli eða þolfalli. Fleiri nemendur samþykktu nýju setningagerðina með andlagi í þágufalli en þolfalli. Sigríður og Joan telja muninn stafa af því að þegar nýja setningagerðin er með þágufallsandlögum er aðeins eitt sem greinir hana frá þolmynd, þ.e. ákveðni nafnliðarins, sbr. dæmi (6) hér að framan. Fleira greinir hana frá þolmynd þegar þolfallsandlög eru notuð, þ.e. fall nafnliðarins og það að sagnir Tafla 8. Tækar viðmiðunarsetningar. Tækar viðmiðunarsetningar. Skó i VE Skó i AE 7. 9. 7. 9. a. Strákurinn var rekinn úr skólanum. 100% 100% 100% 92% b. Ólafur var rekinn úr skólanum. 100% 100% 80% 85% Tafla 9. Ótækar viðmiðunarsetningar. Ótækar viðmiðunarsetningar. Skóli VE Skóli AE 7. 9. 7. 9. a. *Haraldur er ennþá veikt. 9% 10% 0% 8% b. *Ég hjálpaði þér af hjólinu sínu. 8% 10% 0% 15% Tafla 10. Nýja setningagerðin með andlagi (no.) í þolfalli og þágufalli. Skóli VE Skóli AE Fullorðnir Þolfall: a. Það var skoðað bílinn eftir áreksturinn. 27% 41% 0% b. Það var séð nýju bíómyndina í gærkvöldi. Þágufall: c. Það var fylgt þessum reglum á prófinu. 60% 66% 25% d. Það var lýst sýningunni í blöðunum. 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.