Mímir - 01.06.2005, Síða 78

Mímir - 01.06.2005, Síða 78
fram á næsta dag og Elías slapp með minni háttar áminningu. Hér er Guðlaug í svipuðu hlutverki og Magga móða, hún er sú sem hæðst er að, en hér er þó gengið skrefinu lengra. Guðlaug er hrakin á brott á fremur grófan hátt, sem er nokkuð sem hún reyndar átti að mestu leyti skilið og grínið sem beinist að henni er mjög lítillækkandi, gróft og litað af hroka eins og skilgreining Cassons gefur til kynna, en helstu einkenni slíkrar kímni eru að sá sem fyrir því verður er gefið í skyn að sé heimskur eða segi eitthvað heimskulegt og sá sem segir frá eða framkvæmir spaugið er þá umlukinn eins konar dýrðarljóma á meðan á því stendur. Hann telur ennfremur að þegar hegðunarreglur séu brotnar gefi það tilefni til aðhláturs og Guðlaug brýtur þær hvað eftir annað með óstjórnlegri frekju og barnalegri hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Hún virkar því eins og trúður með látunum í sér og er í raun trúður þegar hún sest á og brýtur símaborð á heimili Elíasar.55 Kímnin í því atriði er einmitt þannig detta-á-rassinn-kímni sem Casson fjallar um í Funny bodies. Þegar á heildina er litið er þessi tegund kímni öðrum algengari í bókunum um Elías, þó svo að einnig komi fyrir að menn geti hlegið að sjálfum sér eða verði sjálfir fyrir kímnigáfu annarra. Þegar flutningarnir til Kanada standa fyrir dyrum verða foreldrar Elíasar sérlega áhyggjufullir um heilsufar hans og almenna vellíðan. Þau halda að þau séu að skaða hann með því að slíta hann úr umhverfi sínu með því að flytja erlendis og umhyggja þeirra brýst út í stöðugum spurningum um líðan hans þangað til Elíasi hættir að standa á sama: [...]Þau létu ekki svona þegar ég brákaði ristina. Pabbi hélt að hann gæti sveiflað þvottavélinni, en hann gat það ekki og setti vélina ofan á fótinn á mér. Þá sagði hann: „Hvað var fóturinn á þér að gera þarna?“ Og á meðan ég lá kom hann heim úr vinnunni og sagði kampakátur:„Ertu ekki sprækur eins og áll, Elías öryrki?" Pabbi ersvo fyndinn. Huhh.[...]56 Elíasi finnst ekkert sérlega fyndið þegar spaugið snýr að honum sjálfum, hann vill náttúrulega frekar óskipta samúð foreldra sinna yfir klaufarlegu ristarbrotinu en aðhlátur, því hver er ekki viðkvæmur fyrir slíku þó svo að grínið sé góðlátlegt? Lokaorð Börn hafa aðra og óþroskaðri tilfinningu fyrir formgerð orða og setninga þannig að brandarar þeirra eru ófullkomnar eftirmyndir 55 Auður Haralds 1985, bls. 63. 56 Auður Haralds 1983, bls. 11. 76 fullorðinsbrandara. Misræmið sem leiðirtil skopsins getur því annaðhvort verið meðvitaðar tilraunir til kímni eða skoplegur misskilningur sem börnin gera sér oft sjálf ekki grein fyrir. í greininni rökstyð ég að slík kímni sé algengust í barnabókum og ennfremur algengust í íslenskum barnabókum. Þannig sé í raun hefð fyrir slíkri kímni í íslenskum bókum og það komi vel fram í Gvendi Jóns eftir Hendrik Ottóson og í Jóni Oddi og Jóni Bjarna. í þeim bókum snýst meirihluti brandaranna um misskilning krakkanna á því sem er sagt eða gert, og þar eru það Gvendur Jóns, Jón Oddur og Jón Bjarni og Magga litla systir þeirra sem misskilja það sem þau heyra, lesa eða sjá eins og fram kemur í dæmunum hér að framan. Elíasarbækurnar innihalda mun beittari og háðslegri kímni en venjan hafði verið í íslenskum barnabókum, þegarþærvoru gefnar út. Kímnin þar er persónulegri og jafnframt fullorðinslegri enda ber minna á misskilningi hjá Elíasi en börnunum í hinum bókunum sem eru til umfjöllunar, brandarar hans eru hnitmiðaðir og rökfastir eins og hjá fullorðnum einstaklingi. Einnig snýst kímni í Elíasarbókunum meira um manneskjurnar sjálfar, hegðun þeirra, kosti og galla en í eldri bókunum. Þegar gallarnir eru til umræðu verður hún allt að því rótarleg eða jafnvel eineltisleg en það kemur varla fyrir í bókunum um Gvend Jóns eða tvíburana. Þróunin á skemmtiefni fyrir börn og unglinga sýnir öðrum þræði að kímni svipuð þeirri í Elíasarbókunum er komin til að vera. Barna- og unglingaefni í sjónvarpi er mun grófara en áður, hvort sem um er að ræða ofbeldi, orðbragð, kynferðislegar vísanir eða pólitík. Sem dæmi má nefna bandarísku þættina um Simpson fjölskylduna og South Park sem þykja i grófari kantinum hvað kímni snertir og South Park þættirnir þykja almennt ekki hæfa ungum börnum. Það virðist langur vegur frá fræðandi og siðbótarþrungnum barnabókum 18. og 19. aldartil barnabóka okkartíma hvað innihald snertir. En er það í raun svo? Hafa barnabækur og barnaefni farið hrínginn hvað varðar grótesku og ofbeldi, er sagan að endurtaka sig? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér en er umhugsunarverð í Ijósi þess hvað börn hafa greiðan aðgang að bókum, sjónvarpi og tölvum. Barnabókaútgáfa síðustu áratuga hefur einkennst af fjölbreytni hvað varða efnisval og innihald og börn geta valið um allt milli himins og jarðar hvað barnaefni snertir, hvort heldur er sjónvarpsefni, bækur eða margmiðlunarefni. Þrátt fyrir aukna fjölbreytni í vali virðist þó ekkert halla á vinsældir skemmtilegra og fyndinna barnabóka og sumar eru endurútgefnar hvað eftir annað eins og til dæmis bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna. Stöðug eftirspurn barna eftir bókum sem foreldrar þeirra sjálfra lásu á sínum yngri árum og barnarásum í útvarpinu sýnir glöggt hvað það er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.