Mímir - 01.06.2005, Side 80

Mímir - 01.06.2005, Side 80
Um áhrifsútjafnanir í íslensku nútímamáli Höfundur Ásgrímur Angantýsson 1. Inngangur Yfirleitt er vandalaust fyrir málnotendur að „velja rétta framburðarmynd“ orða, hestur er einfaldlega [hestyr], hestsins [hes:ins] o.s.frv. Þegar fólk hikar eða tafsar er það frekar orðaval, orðaskipan og í sumum tilvikum beyging sem vefst fyrir því. Þó er hugsanlegt að einhverjir hugsi sig andartak um áður en þeir bera fram orðmyndir á borð við þær sem eru skáletraðar í eftirfarandi setningum: (1) a. Þetta voru bágir tímar b. Smiðirnir voru sérstaklega lagnir c. Forstöðumaðurinn mun gegna embættinu til áramóta d. Liðsmennirnir voru drjúgir með sig fyrir leikinn Ekki er að efa að framburður þessara orða er breytilegur og jafnvel kunna mismunandi framburðarmyndir að togast á „hið innra“ með sumum málnotendum. Þannig getur orðmyndin bág/'/'verið borin fram [pau:jlr] eða [pau:lr], lagnir með einhljóði eða tvíhljóði ([laknir]/[laiknir]) - sömuleiðis gegna ([cekna]/[ceikna]) - og drjúgir getur bæði verið borið fram [trju:jir] og [trju:ir].1 Þegar seinni kosturinn er valinn í þessum dæmum er um svonefnda áhrifsbreytingu að ræða en slíkar málbreytingar hafa löngum vakið athygli málfræðinga. Markmiðið með þessari grein er að varpa Ijósi 1 f IPA-hljóðritunarkerfinu er gerður greinarmunur á rödduðum og órödduðum lokhljóðum, þ.e.[p]/[bj, [t]/[d], [k]/ [g] o.s.trv. (sbr. t.d. Ladefoged 2001:xxii). Par sem lokhljóð eru alltaf órödduð í islensku er að mínu mati skýrara og nærtækara að nota órödduðu afbrigðin við hljóðritun og sýna mun fráblásinna og ófráblásinna lokhljóða með blásturstáknum eingöngu í stað þess að nota sérstök afröddunartákn með þeim ófráblásnu eins og tíðkast hefur í íslenskum hljóðfræðibókum (sbr. t.d. Björn Guðfinnsson 1946 og Eirík Rögnvaldsson 1989). Samkvæmt þessu hljóðritast bar [pa:r] og par [pha:r] (sbr. Kristján Árnason 2002). á „yfirstandandi" áhrifsbreytingar í íslensku, einkum svonefndar áhrifsútjafnanir, en þar er á ferð fræðilega áhugavert samspil hljóð- og hljóðkerfisfræði annars vegar og orðhlutafræði hins vegar. í öðrum kafla eru sýnd dæmi um áhrifsbreytingar í íslensku og áhrifsútjöfnunum markaður bás. í þriðja kafla eru tekin ýmis dæmi um áhrifsútjafnanir í íslensku, aðallega úr nútímamáli, og bent á spurningar sem þau vekja. Fjórði kafli fjallar um möguleika mismunandi málfræðikenninga til að lýsa og skýra þessa tegund málbreytinga. Þar er því m.a. haldið fram að hugmyndir úr bestunarhljóðkerfisfræði henti að ýmsu leyti vel til að gera grein fyrir áhrifsbreytingum af þessu tagi. Loks eru helstu niðurstöður dregnar saman í fimmta kafla. 2. Almennt um áhrifsbreytingar í íslensku Með hugtakinu „analógía" (e. anaiogý) er í almennum málfræðilegum skilningi átt við hvers konar samræmi í mannlegu máli. Analógískar breytingar, eða áhrifsbreytingar, merkja þá þróun máls í átt til regluleika (sbr. Anttila 1977, bls. 7- 86). Miðað við þetta þarf kannski engan að undra þótt lagður hafi verið margháttaður skilningur í analógíuhugtakið (sjá umfjöllun hjá Lahiri 2000, bls. 1-14). Það sem máli skiptir hér er að glöggva sig á þeim málbreytingum sem oftast eru settar undir þennan hatt. Algeng flokkun er sú sem sjá má í (2- 3) (sbr. Hock & Joseph 1996, bls. 153-188): (2) Kerfisbundnar áhrifsbreytingar; a. áhrifsútjöfnun (e. levelling) b. hlutfallsmyndun (e. four-part analogy) (3) Áhrifsbreytingar sem ekki eru kerfisbundnar; a. blöndun (e. blending), aflögun (e. contamination) o.þ.h. b. endurskilgreining (e. reanalysis), endurtúlkun (e. reinterpretation) o.þ.h. 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.