Mímir - 01.06.2005, Page 80
Um áhrifsútjafnanir í
íslensku nútímamáli
Höfundur
Ásgrímur Angantýsson
1. Inngangur
Yfirleitt er vandalaust fyrir málnotendur að „velja
rétta framburðarmynd“ orða, hestur er einfaldlega
[hestyr], hestsins [hes:ins] o.s.frv. Þegar fólk hikar
eða tafsar er það frekar orðaval, orðaskipan og í
sumum tilvikum beyging sem vefst fyrir því. Þó er
hugsanlegt að einhverjir hugsi sig andartak um
áður en þeir bera fram orðmyndir á borð við þær
sem eru skáletraðar í eftirfarandi setningum:
(1) a. Þetta voru bágir tímar
b. Smiðirnir voru sérstaklega lagnir
c. Forstöðumaðurinn mun gegna embættinu til
áramóta
d. Liðsmennirnir voru drjúgir með sig fyrir
leikinn
Ekki er að efa að framburður þessara orða
er breytilegur og jafnvel kunna mismunandi
framburðarmyndir að togast á „hið innra“ með
sumum málnotendum. Þannig getur orðmyndin
bág/'/'verið borin fram [pau:jlr] eða [pau:lr], lagnir
með einhljóði eða tvíhljóði ([laknir]/[laiknir])
- sömuleiðis gegna ([cekna]/[ceikna]) - og drjúgir
getur bæði verið borið fram [trju:jir] og [trju:ir].1
Þegar seinni kosturinn er valinn í þessum dæmum
er um svonefnda áhrifsbreytingu að ræða en
slíkar málbreytingar hafa löngum vakið athygli
málfræðinga.
Markmiðið með þessari grein er að varpa Ijósi
1 f IPA-hljóðritunarkerfinu er gerður greinarmunur á
rödduðum og órödduðum lokhljóðum, þ.e.[p]/[bj, [t]/[d], [k]/
[g] o.s.trv. (sbr. t.d. Ladefoged 2001:xxii). Par sem lokhljóð
eru alltaf órödduð í islensku er að mínu mati skýrara og
nærtækara að nota órödduðu afbrigðin við hljóðritun
og sýna mun fráblásinna og ófráblásinna lokhljóða með
blásturstáknum eingöngu í stað þess að nota sérstök
afröddunartákn með þeim ófráblásnu eins og tíðkast hefur
í íslenskum hljóðfræðibókum (sbr. t.d. Björn Guðfinnsson
1946 og Eirík Rögnvaldsson 1989). Samkvæmt þessu
hljóðritast bar [pa:r] og par [pha:r] (sbr. Kristján Árnason
2002).
á „yfirstandandi" áhrifsbreytingar í íslensku,
einkum svonefndar áhrifsútjafnanir, en þar er
á ferð fræðilega áhugavert samspil hljóð- og
hljóðkerfisfræði annars vegar og orðhlutafræði
hins vegar. í öðrum kafla eru sýnd dæmi um
áhrifsbreytingar í íslensku og áhrifsútjöfnunum
markaður bás. í þriðja kafla eru tekin ýmis dæmi um
áhrifsútjafnanir í íslensku, aðallega úr nútímamáli,
og bent á spurningar sem þau vekja. Fjórði kafli
fjallar um möguleika mismunandi málfræðikenninga
til að lýsa og skýra þessa tegund málbreytinga.
Þar er því m.a. haldið fram að hugmyndir úr
bestunarhljóðkerfisfræði henti að ýmsu leyti vel til
að gera grein fyrir áhrifsbreytingum af þessu tagi.
Loks eru helstu niðurstöður dregnar saman í fimmta
kafla.
2. Almennt um áhrifsbreytingar í íslensku
Með hugtakinu „analógía" (e. anaiogý) er í
almennum málfræðilegum skilningi átt við hvers
konar samræmi í mannlegu máli. Analógískar
breytingar, eða áhrifsbreytingar, merkja þá þróun
máls í átt til regluleika (sbr. Anttila 1977, bls. 7-
86). Miðað við þetta þarf kannski engan að undra
þótt lagður hafi verið margháttaður skilningur í
analógíuhugtakið (sjá umfjöllun hjá Lahiri 2000, bls.
1-14). Það sem máli skiptir hér er að glöggva sig á
þeim málbreytingum sem oftast eru settar undir
þennan hatt. Algeng flokkun er sú sem sjá má í (2-
3) (sbr. Hock & Joseph 1996, bls. 153-188):
(2) Kerfisbundnar áhrifsbreytingar;
a. áhrifsútjöfnun (e. levelling)
b. hlutfallsmyndun (e. four-part analogy)
(3) Áhrifsbreytingar sem ekki eru kerfisbundnar;
a. blöndun (e. blending), aflögun (e.
contamination) o.þ.h.
b. endurskilgreining (e. reanalysis), endurtúlkun
(e. reinterpretation) o.þ.h.
78